Fleiri fréttir

Meintur morðingi í gæsluvarðhald til 1. september

Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. september. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið manni að bana í Dalshrauni í Hafnafirði í gærkvöld. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Erum að komast á beinu brautina, segir Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á hundrað daga starfsafmæli ríkisstjórnarinnar í dag að endurreisn íslensks efnahagslífs yrði komin á beinu brautina í kringum næstu mánaðamót.

Nýr verktaki á Lyngdalsheiði

Vinna við gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði er hafin á ný eftir að Vegagerðin féllst á að nýr verktaki tæki yfir verksamning Klæðningar.

Óvíst hvort viljayfirlýsing um Bakka verði framlengd

Sex vikum áður en viljayfirlýsing milli stjórnvalda og Alcoa um álver við Húsavík rennur út ríkir fullkomin óvissa um hvort hún verði endurnýjuð, þrátt fyrir eindreginn vilja Alcoa. Efasemdir eru í ríkisstjórninni og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur mjög dvínandi líkur á Bakkaálveri.

Stálust í sund og lentu í yfirheyrslum

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku við hin ýmsu mál. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er það nokkuð óvenjulegt miðað við tíma árs, þar sem mikið fækkar í bænum á þessum tíma þegar heimamenn taka sitt sumarfrí að lokinni Þjóðhátíð. Meðal þeirra mála sem lentu inni á borði lögreglu voru strákapör fjögurra drengja sem stálust í sund.

Vill frekar sértækar aðgerðir fyrir skuldara en almennar

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar, segir ekki von á frumvarpi úr nefndinni vegna skuldavanda heimilanna. Nefndin fundaði um málið í morgun og fékk til sín gestafjöld, þar á meðal fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna, Íbúðalánasjóðs og stóru bankanna þriggja.

Lömdu gísl með járnröri og hentu brennandi klósettpappír í hann

Piltur sem tveir karlmenn og kona tóku í gíslingu á Akureyri í síðustu viku þurfti að þola pyntingar og að vera laminn með járnröri. Þá köstuðu þau logandi klósettpappír í hann og settu því aðra íbúa í fjölbýlishúsi sem þau voru stödd í í stórhættu. Rannsókn lögreglunnar hefur gengið vel.

Fjármálafyrirtæki hafa þegar höfðað mál gegn íslenska ríkinu

Erlend fjármálafyrirtæki hafa þegar höfðað mál gegn íslenska ríkinu og fyrirtækjum til að ná aftur fé sínu eftir bankahrunið. Þetta segja lögfræðingar hjá bresku lögfræðifyrirtæki sem nýlega lét kanna viðhorf erlendra kröfuhafa til Íslands eftir hrunið. Þeir segja marga kröfuhafa líta svo á að íslenska ríkið hafi sniðgengið þá í viðræðum um sátt.

Sautján stútar stöðvaðir

Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Fertug undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tveggja ökumanna í Reykjavík um helgina sem báðir voru undir áhrifum fíkniefna.

Morðið á Dalshrauni: „Eins og að ganga inn í sláturhús“

„Hann bankaði hjá mér en ég var bara að horfa á sjónvarpið. Ég fór til dyra og sá hann þá alblóðugan," segir nágranni mannsins sem er grunaður um að hafa myrt jafnaldra sinn í gærkvöldi. Nágranninn vill ekki láta nafns síns getið en það var hann sem kom fyrstur að hinum látna og lét lögregluna vita. Hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega.

Sprenging í vinsældum Hellisheiðarvirkjunar

Hellisheiðarvirkjun nýtur sívaxandi vinsælda meðal ferðamanna, en alls eru skráðir gestir frá upphafi árs til júlíloka liðlega 61 þúsund talsins. Það er mikil fjölgun frá því í fyrra, en þangað komu 33.500 gestir allt árið 2008.

Sigurður Grétar Sigurðsson nýr sóknarprestur Útskálaprestkalls

Valnefnd í Útskálaprestakalli ákvað á fundi sínum mánudaginn 17. ágúst að leggja til að séra Sigurður Grétar Sigurðsson verði skipaður sóknarprestur í Útskálaprestakalli. Hann var annar karlumsækjenda um embættið, en af tíu umsækjendum voru alls átta konur.

Um 1% ók of hratt um Hvalfjarðargöngin

Einungis um 1% ökumanna óku of hratt um Hvalfjarðargöngin þegar hraðinn var mældur þar vikuna 4-10. ágúst. Vöktuð voru 22.610 ökutæki og óku 193 of hratt eða yfir svokölluðum afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 83 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sjö óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 104.

Jeppahópur bjargaði Spánverjum úr Krossá

„Ef bíllinn hefði farið tuttugu metrum lengra þá hefði hann oltið og óvíst hvort hægt hefði verið að bjarga fólkinu," segir Hilmar Viktorsson, leiðsögumaður hjá ferðaskrifstofunni Atlantik.

Hundrað dagar liðnir frá stjórnarmyndun - Flest málin í höfn

Í dag eru hundrað dagar liðnir frá því að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tók til starfa. Stærstu málin af 100 daga áætlun sem ríkisstjórnin lagði þá fram eru enn óleyst þó að flest málin séu komin í höfn.

Morð á Dalshrauni: Barinn með búsáhaldi

Maðurinn sem fannst látinn á Dalshrauni í Hafnarfirði seint í gærkvöldi hafði verið laminn með búsáhaldi samkvæmt sjónarvotti sem kom fyrstur á glæpavettvanginn.

Óþægilegast að sjá tvo brennda barnabílstóla

Stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að horfa upp á Range Rover-bifreið sína brenna til kaldra kola fyrir utan heimili hennar að Laufásvegi í nótt. Hún segir það mildi að enginn hafi slasast.

Gæsluvarðhalds krafist í dag

Líklegt er að farið verði fram á gæsluvarðhald seinni partinn í dag yfir manninum sem grunaður er um manndráp við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé byrjað að yfirheyra manninn en það verði líklega gert síðar í dag.

Fjölþjóðlegar veiðar ganga vel

Fjölþjóðlegar veiðar íslensku uppsjávarskipanna norðaustur af landinu ganga vel og eru sum skipin langt komin með síldarkvótann. Afli er á fast úr þremur fjölþjóðlegum stofnum.

Range Rover brann á Laufásveginum í nótt

Nýlegur Range Rover jeppi eyðilagðist í eldi í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang um klukkan hálf þrjú, logaði glatt í bílnum, sem stóð fyrir utan íbúðarhús á Laufásvegi, en húsið var ekki í hættu.

Banaslys við Þingvelli

Banaslys varð á þjóðveginum rétt vestan við þjóðgarðinn á Þingvöllum um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar maður á bifhjóli missti stjórn á því með þeim afleiðingum að það hafnaði utan vegar.

Manndráp í Hafnarfirði

Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu.

Uppsagnir og niðurskurður fram undan

Innan ráðuneytanna er unnið að tillögum um hvernig skorið verður niður í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stefnt er að því að ná inn tekjum eða skera niður fyrir um 56 milljarða árið 2010.

Exista-stjóri til Sinfóníunnar

Sigurður Nordal hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann mun taka við starfinu 1. september næstkomandi.

Skuldin tífaldaðist

Skuld vegna vangoldinnar brunatryggingar hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) upp á 1.549 krónur er komin upp í 14.613 krónur hjá einstaklingi sem seldi íbúðina sína í janúar síðastliðnum. Þrátt fyrir að hann seldi íbúðina í janúar nær greiðslutímabilið frá 1. september 2008 til 3. mars 2009 og hefur skuldin því nálega tífaldast á um ellefu mánuðum.

Málningu slett á sendiráðið

Lögregla handtók mann fyrir að sletta rauðri málningu á dyr sendiráðs Danmerkur við Hverfisgötu í gær.

Reiknar ekki með nýjum samningum

Engin ástæða er til að gefa sér að Íslendingar þurfi að fara í nýjar samningaviðræður vegna Icesave, sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gær. Hann vonar að svo fari ekki.

Óbreytt frumvarp bryti mannréttindi

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem sérhæfir sig í mannréttindum, telur að ef frumvarpi um kyrrsetningu eigna verði ekki breytt kunni það að skerða mannréttindi skattborgaranna.

Laun staðgengla forseta lækkuð

Samkvæmt frumvarpi efnahags- og skattanefndar verða laun handhafa forsetavalds hér eftir fimmtungur af launum forseta, en ekki full laun hans. Handhafar þessir gegna störfum forseta þegar hann er forfallaður.

Styrkja ferðasjóð langveikra barna

Ópal Sjávarfang, í samstarfi við verslanir sem selja laxinn þeirra og Icelandair, stendur um þessar mundir fyrir verkefninu „Gefðu með þér“ sem er tileinkað Vildarbörnum Icelandair – ferðasjóði langveikra barna.

Lögreglumaður: Ekki fleiri skútumál í bráð

„Það verða ekki fréttir af smyglskútum í fjölmiðlum næstu ár,“ skrifar formaður Lögreglufélags Austurlands á vef félagsins. Til að lögregla komi upp um slík mál í framtíðinni þurfi að vera starfhæf lögregla í landinu, og stjórnvöld virðist stefna að því að svo verði ekki.

Mun halda sjó næstu áratugi

Ekki er talin ástæða að svo stöddu til að ráðast í framkvæmdir til að verja þjóðveginn við Jökulsárlón. Garðar sem gerðir voru út með Jökulsá á Breiðamerkursandi hafa dugað ágætlega, að sögn sérfræðinga Vegagerðarinnar.

Illa gengur að manna störfin

Einhver bið verður á því að allir foreldrar barna sem sóttu um pláss á frístunda­heimilum Reykjavíkurborgar fái pláss fyrir börn sín. Yfirmaður frístundaheimilanna segir koma á óvart hversu erfitt sé að manna stöður.

Aldrei fleiri í Háskóla Íslands

Menntamál Heildarfjöldi nema í Háskóla Íslands í haust verður á sextánda þúsund. Aldrei hafa fleiri nemar verið skráðir í Háskóla Íslands frá upphafi. Um fjórtán þúsund stúdentar hafa þegar staðfest skólavist vegna náms við Háskóla Íslands á næsta misseri en á annað þúsund umsóknir eru enn í vinnslu. Umsóknum um nám í Háskólann fjölgaði um tuttugu prósent milli áranna 2008 og 2009.

Sjá næstu 50 fréttir