Innlent

Manndráp í Hafnarfirði

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið manninum að bana er búsettur hér.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið manninum að bana er búsettur hér. MYND/Sigurjón

Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu.

Er lögregla kom á vettvang fannst látinn maður með áverka á höfði í húsnæðinu. „Einn karlmaður var handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa verið valdur að dauða mannsins," segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þá segir að rannsókn málsins miði vel áfram.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×