Óbreytt frumvarp bryti mannréttindi 18. ágúst 2009 03:45 Ragnar Aðalsteinsson Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem sérhæfir sig í mannréttindum, telur að ef frumvarpi um kyrrsetningu eigna verði ekki breytt kunni það að skerða mannréttindi skattborgaranna. „Ég tel að endursemja verði frumvarpið og setja nánari skilgreiningar á því hvenær heimilt verði að beita kyrrsetningu. Að öðrum kosti kann þetta að skerða mannréttindi skattborgaranna bæði er varða reglur um að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð og eignarréttarvernd stjórnarskrár," segir Ragnar, sem var gestur efnahags- og skattanefndar þegar frumvarpið var til umræðu í gær. Mikið hefur verið rætt um heimild til frystingar eigna vegna rannsóknar á bankahruninu. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi þar sem skattrannsóknarstjóra ríkisins verður heimilt að kyrrsetja eigur aðila sem eru til rannsóknar hjá embættinu. Efnahags- og skattanefnd er með málið til umfjöllunar og ásamt Ragnari komu ASÍ, SA og Samtök fjármálafyrirtækja á fund nefndarinnar í gær. Brynjar Níelsson lögmaður telur að frumvarpið sé allt of víðtækt og í raun óþarfi. Í lögum um sakamál er mælt fyrir um að lögregla geti kyrrsett eigur ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan. „Ef það er grunur um brot getur skattrannsóknarstjóri farið með málið til lögreglu og látið hana kyrrsetja eigurnar þó að rannsóknin sé áfram hjá skattinum," segir Brynjar. Brynjar Níelsson Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi í efnahags- og skattanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er hræddur um að frumvarpið sé ekki nógu ígrundað og úrræðin skerði réttaröryggi og mannréttindi borgaranna. Í frumvarpinu séu yfirvöldum gefin mikil völd til að ganga að einstaklingum. „Frumvarpið er opið leyfi fyrir stjórnvöld. Menn halda að heimildinni verði ekki misbeitt en við getum horft til Bretlands í þeim efnum. Þeir settu hryðjuverkalög sem átti bara að nota gegn hryðjuverkamönnum en svo var heimildinni beitt gegn Íslandi." Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar, segir að nefndin taki athugasemdir Ragnars alvarlega. Enn eigi réttarfarsnefnd þó eftir að koma fyrir nefndina og eftir það verði tekin ákvörðun um hvort vinna eigi frumvarpið aftur. „Ég held að þessi gagnrýni sé réttmæt og hana þarf að taka til greina því ákveðin hætta er á því að gengið verði á rétt grunaðra sem geta reynst saklausir," segir Lilja. Því þarf að vera á hreinu hvenær sá grunaði getur andmælt, að hve miklu leyti og hversu mikið af eignum er hægt að frysta og hversu lengi, að mati Lilju. vidir@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem sérhæfir sig í mannréttindum, telur að ef frumvarpi um kyrrsetningu eigna verði ekki breytt kunni það að skerða mannréttindi skattborgaranna. „Ég tel að endursemja verði frumvarpið og setja nánari skilgreiningar á því hvenær heimilt verði að beita kyrrsetningu. Að öðrum kosti kann þetta að skerða mannréttindi skattborgaranna bæði er varða reglur um að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð og eignarréttarvernd stjórnarskrár," segir Ragnar, sem var gestur efnahags- og skattanefndar þegar frumvarpið var til umræðu í gær. Mikið hefur verið rætt um heimild til frystingar eigna vegna rannsóknar á bankahruninu. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi þar sem skattrannsóknarstjóra ríkisins verður heimilt að kyrrsetja eigur aðila sem eru til rannsóknar hjá embættinu. Efnahags- og skattanefnd er með málið til umfjöllunar og ásamt Ragnari komu ASÍ, SA og Samtök fjármálafyrirtækja á fund nefndarinnar í gær. Brynjar Níelsson lögmaður telur að frumvarpið sé allt of víðtækt og í raun óþarfi. Í lögum um sakamál er mælt fyrir um að lögregla geti kyrrsett eigur ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan. „Ef það er grunur um brot getur skattrannsóknarstjóri farið með málið til lögreglu og látið hana kyrrsetja eigurnar þó að rannsóknin sé áfram hjá skattinum," segir Brynjar. Brynjar Níelsson Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi í efnahags- og skattanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er hræddur um að frumvarpið sé ekki nógu ígrundað og úrræðin skerði réttaröryggi og mannréttindi borgaranna. Í frumvarpinu séu yfirvöldum gefin mikil völd til að ganga að einstaklingum. „Frumvarpið er opið leyfi fyrir stjórnvöld. Menn halda að heimildinni verði ekki misbeitt en við getum horft til Bretlands í þeim efnum. Þeir settu hryðjuverkalög sem átti bara að nota gegn hryðjuverkamönnum en svo var heimildinni beitt gegn Íslandi." Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar, segir að nefndin taki athugasemdir Ragnars alvarlega. Enn eigi réttarfarsnefnd þó eftir að koma fyrir nefndina og eftir það verði tekin ákvörðun um hvort vinna eigi frumvarpið aftur. „Ég held að þessi gagnrýni sé réttmæt og hana þarf að taka til greina því ákveðin hætta er á því að gengið verði á rétt grunaðra sem geta reynst saklausir," segir Lilja. Því þarf að vera á hreinu hvenær sá grunaði getur andmælt, að hve miklu leyti og hversu mikið af eignum er hægt að frysta og hversu lengi, að mati Lilju. vidir@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira