Innlent

Yfirheyrslur hafnar vegna morðsins í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsið við Dalshraun þar sem maðurinn fannst látinn. Mynd/ Sigurjón.
Húsið við Dalshraun þar sem maðurinn fannst látinn. Mynd/ Sigurjón.
Lögreglan er byrjuð að yfirheyra þrítugan mann, sem er í hennar haldi, grunaður um að hafa verið valdur að dauða jafnaldra síns við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, segir að ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir manninum verði tekin þegar búið er að yfirheyra manninn í dag.

Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar býr í íbúðinni þar sem hinn látni fannst. Hann var blóðugur og í annarlegu ástandi þegar lögreglan kom að.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×