Innlent

Skólastjórinn leitar réttar síns

Hætt Uppsögn skólastjórans er skólanum ekki til góðs, segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, fyrrverandi skólastjóri.
Fréttablaðið/Vilhelm
Hætt Uppsögn skólastjórans er skólanum ekki til góðs, segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, fyrrverandi skólastjóri. Fréttablaðið/Vilhelm

Stjórn Landakotsskóla hefur sagt Fríðu Regínu Höskuldsdóttur upp störfum sem skólastjóra Landakotsskóla. Ákveðið var að segja henni upp á föstudag, og hefur uppsögnin þegar tekið gildi. Ekki er óskað eftir því að hún vinni út uppsagnarfrest.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórn Landakotsskóla var Fríðu sagt upp í sparnaðarskyni. Ný stjórn tók nýlega til starfa, en fyrri stjórn hafði þegar tekið ákvörðun um að hagræða í skólastarfinu, meðal annars með uppsögnum.

„Það er ekki annað að gera en að taka þessu með jafnaðargeði, þó að vissulega þyki mér þetta sárt, og skólanum ekki til góðs," segir Fríða. „Að sjálfsögðu mun ég leita réttar míns."

Fríða segir vandséð hvernig eigi að spara með því að segja skólastjóra upp, alltaf verði að vera yfirmaður yfir skólanum. Deilur hafi verið milli skólastjóra og stjórnar skólans um starfssvið stjórnar.

„Stjórnin vildi að ég ynni gegn grunnskólalögum, sem ættu ekki við þar sem skólinn væri einkaskóli," segir Fríða. Beðið sé niður­stöðu menntamálaráðuneytis vegna þeirrar deilu.

Sigríður Hjálmarsdóttir aðstoðar­skólastjóri mun taka við starfi skólastjóra tímabundið. Kaþólska kirkjan á Íslandi á húsnæði Landakotsskóla, en rekstur skólans er að fullu aðskilinn frá kirkjunni. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×