Innlent

Exista-stjóri til Sinfóníunnar

Sigurður Nordal
Sigurður Nordal

Sigurður Nordal hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann mun taka við starfinu 1. september næstkomandi.

Sigurður er 43 ára hagfræðingur. Hann hefur undan­farin sextán ár gegnt stjórnunar­störfum hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum. Síðast var hann framkvæmdastjóri hjá Exista.

Þröstur Ólafsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, mun starfa með nýjum framkvæmdastjóra fyrst um sinn. Hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir í lok október eftir ellefu ára starf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×