Fleiri fréttir Nágrannakona í Óðinsvéum: Blóðslettur á gluggum Blóðslettur sáust á gluggum íbúðarinnar, segir nágranni 13 ára gömlu stelpunnar sem myrt var af föður sínum í Óðinsvéum í gær. Hann barði hana yfir 20 sinnum með skiptilykli í andlit og höfuð en sagðist ekki hafa ætlað að bana henni heldur berja hana þar til hún missti meðvitund. 17.8.2009 18:29 Lekaholur þéttar við Sigöldu Þess hefur verið freistað við Sigöldustíflu í sumar að draga úr allt að tvöhundruð milljóna króna árlegu tekjutapi vegna vatnsleka með því að þétta botn miðlunarlóns virkjunarinnar. 17.8.2009 18:43 Umtalsverð lækkun launa handhafa forsetavalds Í frumvarpi efnahags- og skattanefndar sem lagt var fram á Alþingi í dag er gert ráð fyrir því að laun handhafa forsetavalds verði samanlagt fimmtungur launa forseta þann tíma sem þeir fara með forsetavald um stundarsakir. 17.8.2009 16:36 Fleiri en 15 þúsund nemar við Háskóla Íslands Heildarfjöldi nema í Háskóla Íslands í haust verður á sextánda þúsund. Um 14 þúsund stúdentar hafa þegar staðfest skólavist vegna náms við Háskóla Íslands á næsta misseri en á annað þúsund umsóknir eru enn í vinnslu. Umsóknum um nám í Háskólann fjölgaði um 20% milli áranna 2008 og 2009 og hefur mjög stór hluti þeirra sem sóttu um nám staðfest skólavist. Aldrei hafa fleiri nemar verið skráðir í Háskóla Íslands frá upphafi. 17.8.2009 16:06 Skammaður fyrir að tala ensku í þingsal Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fékk skömm í hattinn fyrir að tala ensku í þingsalnum við óundirbúinn fyrirspurnatíma í þingsalnum í dag. 17.8.2009 15:50 Ekkert liggur fyrir um skipun þjóðleikhússtjóra Ekkert liggur fyrir um skipun nýs þjóðleikhússtjóra og engar upplýsingar fengust um hvenær von væri á ákvörðun menntamálaráðherra þar að lútandi þegar eftir því var leitað. 17.8.2009 15:32 Þráinn sagði sig úr þingflokknum - Margrét baðst afsökunar Þráinn Bertelsson sagði sig formlega úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar í dag. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, las upp bréf frá Þráni, þess efnis, við upphaf þingfundar í dag. Í bréfinu segist Þráinn hafa slitið samskiptum við fólk sem telji orðheldni vera merki um alvarlega heilabilun. 17.8.2009 15:08 Á von á tólfburum Kona í Túnís mun brátt ala 12 börn eftir því sem breska blaðið The Sun fullyrðir. Konan, sem er kennari, á von á sex drengjum og sex stúlkum. 17.8.2009 14:59 Vill reglur um sjósund „Það er verið að taka um að setja Ermasundsreglur. Það er krafa sumra. En það eru allir sammála um að það verði að setja skýrar reglur," segir sjósundkappinn Benedikt Lafleur um öryggi sjósundkappa en íþróttinn nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. 17.8.2009 14:49 Sjálflýsandi hross til varnar slysum Nokkuð var um tilkynningar um laus hross í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í liðinni viku. Undanfarin sumur hafa hlotist nokkur slys þegar vegfarendur hafa ekið á hrossin í myrkrinu. 17.8.2009 14:47 Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að ráða Sigurð Nordal sem framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 1. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni. 17.8.2009 14:44 Reykjavíkurbiskup leiður yfir brottrekstri „Kaþólsku kirkjunni á Íslandi þykir leitt að stjórn Landakotsskóla ses. hafi átt í erfiðleikum,“ skrifar Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup í tilkynningu sem Kaþólska kirkjan sendi frá sér til fjölmiðla. 17.8.2009 14:33 Landakotsskóli: Breytist fram á síðasta dag Skólastjóra Landakotsskóla, Fríðu Regínu Höskuldsdóttur, var sagt upp störfum um helgina. Stjórn skólans tók ákvörðunin á föstudaginn og svo fékk Fríða uppsagnarbréf afhent um helgina. Ekki var óskað eftir því að hún ynni þriggja mánaða uppsagnarfrest. Aðstoðarskólastjórinn, Sigríður Hjálmarsdóttir, tekur við starfinu tímabundið. Stjórnin segir uppsögnin hluta af hagræðingu. 17.8.2009 14:14 Gripu til vopna eftir Facebookdeilur Búið er að sleppa piltunum fjórum sem grunaðir eru um að hafa ógnað manni sem var við vinnu sína í Höfðahverfi í Reykjavík með skotvopni. 17.8.2009 13:38 Leikskólinn opnar eftir svínaflensu Leikskólinn Aðalþing hóf störf í dag eins og aðra daga og ekki kom til formlegrar lokunar en sex starfsmenn skólans greindust með svínaflensuna fyrir skömmu. 17.8.2009 13:21 Michael Hudson: Geta Íslendingar borgað? Ísland er til umfjöllunar í grein í Financial Times í dag eftir hagfræðiprófessorinn Michael Hudson sem hefur starfað sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórna Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó og Lettlands. Hann skrifar um skuldastöðu Íslands og Lettlands og spyr hvort ríkin geti greitt erlendar skuldir. 17.8.2009 12:11 Framsóknarmenn einhuga um andstöðu gegn Icesave Einhugur er í þingflokki Framsóknarflokksins um flokkurinn standi einn gegn niðurstöðu Icesave-málsins. Þetta segja bæði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður og Siv Friðleifsdóttir, reynslumesti þingmaður flokksins. 17.8.2009 12:04 Eistnesk fyrirmenni á ferð og flugi í þekkingarheimsókn Hópur um tíu embættis- og menntamanna frá höfuðborg Eistlands, Tallin, er í svokallaðri þekkingarheimsókn hér á landi að eigin frumkvæði. 17.8.2009 11:46 Sumrinu framlengt í Nauthólsvík Ákveðið hefur verið að framlengja sumrinu á Ylströndinni í Nauthólsvík og hafa þar opið til 31. ágúst, en til stóð að loka Ylströndinni í dag. 17.8.2009 11:26 Í hættu á bátstuðru Félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja fengu útkall rétt fyrir hálf ellefu í gærkvöldi vegna tuðru sem var í vanda stödd við Bakkafjöru. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net. 17.8.2009 11:14 Annað kjötránið á stuttum tíma Um tólf hundruð kílóum af kjöti hefur verið stolið frá Kjöthúsinu á Smiðjuvegi í sumar. Um 7-800 kílóum var stolið þaðan í nótt og í maí var stolið þaðan 500 kílóum. 17.8.2009 10:46 Björgunarsveitir kallaðar út vegna sjósundkappa Allar björgunarsveitir í Skagafirði voru kallaðar út á laugardaginn eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að sjósundkappi hefði horfið í miðju Drangeyjarsundi. Þetta kom fram á Feykir.is. 17.8.2009 10:42 Þurfum að stíga varlega til jarðar við kyrrsetningu eigna „Fundurinn tókst vel, en ég held að við séum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að stíga varlega til jarðar," segir Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar. 17.8.2009 10:37 Stjórnarformaður OR fordæmir árásir hugleysingja Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur skrifar harðorða grein í Morgunblaðið þar sem hann fordæmir árásir á heimili fjölskyldna stjórnenda í orku- og stóriðjufyrirtækjum. 17.8.2009 09:59 Nýskráningar dragast saman um 76 prósent Mikil fækkun er í nýskráningum ökutækja það sem af er ári. Í tölum frá Umferðarstofu kemur fram að 3.732 ökutæki hafi verið skráð á árinu samanborið við 15.345 ökutæki á sama tímabili í fyrra. Þetta gerir 75,68 prósenta fækkun milli ára. 17.8.2009 09:39 Íslensk upplýsingatækni til Sameinuðu þjóðanna Ein af skrifstofum Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hefur tekið í notkun samskipta- og upplýsingagátt frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software fyrir samræmt hjálparstarf á hjálpar- og hamfarasvæðum. Lausnin byggir á íslensku hugviti og hefur meðal annars verið nýtt af stjórnvöldum í Mexíkó fyrir hjálparstarf vegna inflúensufaraldurs (H1N1) þar í landi. 17.8.2009 09:06 Harður árekstur á Höfðabakka í gærkvöldi Tveir voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabílum eftir harðan árekstur þriggja bíla á Höfðabakka í Reykjavík í gærkvöldi. Fólkið mun ekki vera alvarlega slasað en bílarnir eru mikið skemmdir. Tildrög slyssins eru óljós. 17.8.2009 08:36 Tilkynnti um innbrot sem hann framdi sjálfur Þjófur, sem braust inn í mannlaust íbúðarhús á Akureyri um helgina, reyndi nýstárlega leið til að leiða grun frá sjálfum sér. Hann hafði samband við húseigandann og sagði honum að sér hafi sýnst, þegar hann átti leið þar framhjá, að það hafi verið brotist inn hjá honum. 17.8.2009 08:18 Kærði dópsala til lögreglu fyrir að svindla á sér í viðskiptum Ungur maður kom inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina og kærði rán. Hann sagðist hafa hitt tvo útlendinga sem vildu selja honum E- pillur, en þegar hann hafi rétt þeim tíu þúsund krónur, hafi þeir hlaupið á brott. 17.8.2009 07:59 Brennt barn forðast eldinn Nítíu prósent þeirra erlendu fjármálafyrirtækja sem fjárfest hafa á Íslandi telja ólíklegt að þau rói á íslensk mið á næstunni ef marka má nýja könnun. 17.8.2009 07:04 Hætt komnir um borð í slöngubáti Fjórir menn voru hætt komnir á ellefta tímanum í gærkvöldi, þegar utanborðsmótor á slöngubáti þeirra bilaði, rétt eftir að þeir höfðu lagt af stað frá Bakkafjöru og ætluðu til Vestmannaeyja. 17.8.2009 06:58 Stálu 800 kílóum af frystu kjöti Þjófar sprengdu upp öflugan lás á frystigámi fyrir utan fyrirtæki við Smiðjuveg í Kópavogi undir morgun og stálu þaðan sjö til átta hundruð kílóum af frystu kjöti og komust undan. 17.8.2009 06:55 Búið að ræða við Hollendinga og Breta um breytingartillögurnar Stjórnvöld hafa kynnt breytingartillögur fjárlaganefndar Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins fyrir Bretum og Hollendingum. Þjóðirnar bíða með viðbrögð þar til Alþingi hefur lokið umræðum um málið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að það gæti orðið þrautin þyngri að sannfæra ráðamenn þjóðanna um að fallast á breytingarnar. Önnur umræða um frumvarpið fer væntanlega fram í vikunni. 16.8.2009 18:31 Samdráttur í ferðaþjónstu kemur ekki niður á Íslandi Þrátt fyrir að viðskipta- og hvataferðum hingað til lands hafi fækkað svo um munar hefur erlendum ferðalöngum fjölgað töluvert. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samdráttur í ferðaþjónustu kemur ekki niður á Íslandi, ólíkt öðrum Evrópulöndum. 16.8.2009 19:00 Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. 16.8.2009 18:42 Tildrög banaslyssins enn í rannsókn Sú sem lést í banaslysinu í Langadal í Húnavatnssýslu síðastliðið föstudagskvöld hét Margrét Jósefsdóttir til heimilis að Vesturgili 12, Akureyri. Hún var 50 ára og lætur eftir sig eiginmann og uppkomin börn. Tildrög slyssins eru enn í rannsókn. 16.8.2009 18:19 Ástþór: Egill Helgason vanhæfur til að starfa á RÚV Þáttastjórnandinn og stjórnmálaskýrandinn Egill Helgason er vanhæfur til að starfa á Ríkissjónvarpinu, að mati Ástþórs Magnússonar. Egill var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist Egill hafa greitt Borgarahreyfingunni atkvæði sitt í kosningunum í vor. 16.8.2009 17:24 Verðlaunahundurinn Larry fundinn Bandaríski púðlu- og verðlaunahundurinn Larry sem týndist síðastliðið fimmtudagskvöld við Rockville á Suðurnesjum er fundinn. 16.8.2009 17:47 Þung umferð til Reykjavíkur Umferð hefur gengið vel það sem af er degi en þyngist eftir því sem líður á, sérstaklega til Reykjavíkur. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi gengið sinn vanagang og engin umferðaróhöpp hafi komið upp á. Veður sé gott og ökumenn ekki að drífa sig. 16.8.2009 17:03 Karl fundinn 16 ára gamall drengur, Karl Sigtryggsson, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir í dag er fundinn. Karl skilaði sér heilu og höldnu en hann fór að heim á miðvikudag og ekki hafði spurst til hans frá því á föstudag. 16.8.2009 16:36 Kyrrsetning eigna rædd í þingnefnd Rýmri heimildir til eignakyrrsetningar verða til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis á morgun. Ríkisstjórn samþykkti nýverið frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um auknar heimildir skattrannsóknarstjóra til kyrrsetningar eigna. 16.8.2009 15:57 Sóttvarnalæknir mælir ekki með lokunum vegna svínaflensunnar Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, mælir ekki með lokunum vegna svínaflensunnar. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi hafði hann ekki heyrt af leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Sex af 19 starfsmönnum leikskólans hafa verið frá vinnu síðustu daga en grunur leikur á að fjórir þeirra séu með svínaflensu. 16.8.2009 14:29 Lögreglan lýsir eftir Karli Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Karli Sigtryggssyni fæddum árið 1993. Hann fór að heiman á miðvikudag í síðustu viku, en ekki hefur spurst til hans frá því á föstudag. Hann var þá á Selfossi. 16.8.2009 13:28 Ók inn í verslun á Ísafirði Ökumaður ók fyrir mistök jeppabifreið sinni inn í verslunina Hamraborg á Ísafirði á föstudag. Við glugga verslunarinnar sátu ferðamenn að snæðingi. Frá þessu er greint á fréttavefnum BB.is. 16.8.2009 13:19 Leikskóla hugsanlega lokað vegna svínaflensu Sex af 19 starfsmönnum leikskólans Aðalþings í Kópavogi hafa verið frá vinnu síðustu daga. Grunur leikur á að fjórir þeirra séu með svínaflensu. 16.8.2009 12:05 Sjá næstu 50 fréttir
Nágrannakona í Óðinsvéum: Blóðslettur á gluggum Blóðslettur sáust á gluggum íbúðarinnar, segir nágranni 13 ára gömlu stelpunnar sem myrt var af föður sínum í Óðinsvéum í gær. Hann barði hana yfir 20 sinnum með skiptilykli í andlit og höfuð en sagðist ekki hafa ætlað að bana henni heldur berja hana þar til hún missti meðvitund. 17.8.2009 18:29
Lekaholur þéttar við Sigöldu Þess hefur verið freistað við Sigöldustíflu í sumar að draga úr allt að tvöhundruð milljóna króna árlegu tekjutapi vegna vatnsleka með því að þétta botn miðlunarlóns virkjunarinnar. 17.8.2009 18:43
Umtalsverð lækkun launa handhafa forsetavalds Í frumvarpi efnahags- og skattanefndar sem lagt var fram á Alþingi í dag er gert ráð fyrir því að laun handhafa forsetavalds verði samanlagt fimmtungur launa forseta þann tíma sem þeir fara með forsetavald um stundarsakir. 17.8.2009 16:36
Fleiri en 15 þúsund nemar við Háskóla Íslands Heildarfjöldi nema í Háskóla Íslands í haust verður á sextánda þúsund. Um 14 þúsund stúdentar hafa þegar staðfest skólavist vegna náms við Háskóla Íslands á næsta misseri en á annað þúsund umsóknir eru enn í vinnslu. Umsóknum um nám í Háskólann fjölgaði um 20% milli áranna 2008 og 2009 og hefur mjög stór hluti þeirra sem sóttu um nám staðfest skólavist. Aldrei hafa fleiri nemar verið skráðir í Háskóla Íslands frá upphafi. 17.8.2009 16:06
Skammaður fyrir að tala ensku í þingsal Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fékk skömm í hattinn fyrir að tala ensku í þingsalnum við óundirbúinn fyrirspurnatíma í þingsalnum í dag. 17.8.2009 15:50
Ekkert liggur fyrir um skipun þjóðleikhússtjóra Ekkert liggur fyrir um skipun nýs þjóðleikhússtjóra og engar upplýsingar fengust um hvenær von væri á ákvörðun menntamálaráðherra þar að lútandi þegar eftir því var leitað. 17.8.2009 15:32
Þráinn sagði sig úr þingflokknum - Margrét baðst afsökunar Þráinn Bertelsson sagði sig formlega úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar í dag. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, las upp bréf frá Þráni, þess efnis, við upphaf þingfundar í dag. Í bréfinu segist Þráinn hafa slitið samskiptum við fólk sem telji orðheldni vera merki um alvarlega heilabilun. 17.8.2009 15:08
Á von á tólfburum Kona í Túnís mun brátt ala 12 börn eftir því sem breska blaðið The Sun fullyrðir. Konan, sem er kennari, á von á sex drengjum og sex stúlkum. 17.8.2009 14:59
Vill reglur um sjósund „Það er verið að taka um að setja Ermasundsreglur. Það er krafa sumra. En það eru allir sammála um að það verði að setja skýrar reglur," segir sjósundkappinn Benedikt Lafleur um öryggi sjósundkappa en íþróttinn nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. 17.8.2009 14:49
Sjálflýsandi hross til varnar slysum Nokkuð var um tilkynningar um laus hross í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í liðinni viku. Undanfarin sumur hafa hlotist nokkur slys þegar vegfarendur hafa ekið á hrossin í myrkrinu. 17.8.2009 14:47
Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að ráða Sigurð Nordal sem framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 1. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni. 17.8.2009 14:44
Reykjavíkurbiskup leiður yfir brottrekstri „Kaþólsku kirkjunni á Íslandi þykir leitt að stjórn Landakotsskóla ses. hafi átt í erfiðleikum,“ skrifar Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup í tilkynningu sem Kaþólska kirkjan sendi frá sér til fjölmiðla. 17.8.2009 14:33
Landakotsskóli: Breytist fram á síðasta dag Skólastjóra Landakotsskóla, Fríðu Regínu Höskuldsdóttur, var sagt upp störfum um helgina. Stjórn skólans tók ákvörðunin á föstudaginn og svo fékk Fríða uppsagnarbréf afhent um helgina. Ekki var óskað eftir því að hún ynni þriggja mánaða uppsagnarfrest. Aðstoðarskólastjórinn, Sigríður Hjálmarsdóttir, tekur við starfinu tímabundið. Stjórnin segir uppsögnin hluta af hagræðingu. 17.8.2009 14:14
Gripu til vopna eftir Facebookdeilur Búið er að sleppa piltunum fjórum sem grunaðir eru um að hafa ógnað manni sem var við vinnu sína í Höfðahverfi í Reykjavík með skotvopni. 17.8.2009 13:38
Leikskólinn opnar eftir svínaflensu Leikskólinn Aðalþing hóf störf í dag eins og aðra daga og ekki kom til formlegrar lokunar en sex starfsmenn skólans greindust með svínaflensuna fyrir skömmu. 17.8.2009 13:21
Michael Hudson: Geta Íslendingar borgað? Ísland er til umfjöllunar í grein í Financial Times í dag eftir hagfræðiprófessorinn Michael Hudson sem hefur starfað sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórna Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó og Lettlands. Hann skrifar um skuldastöðu Íslands og Lettlands og spyr hvort ríkin geti greitt erlendar skuldir. 17.8.2009 12:11
Framsóknarmenn einhuga um andstöðu gegn Icesave Einhugur er í þingflokki Framsóknarflokksins um flokkurinn standi einn gegn niðurstöðu Icesave-málsins. Þetta segja bæði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður og Siv Friðleifsdóttir, reynslumesti þingmaður flokksins. 17.8.2009 12:04
Eistnesk fyrirmenni á ferð og flugi í þekkingarheimsókn Hópur um tíu embættis- og menntamanna frá höfuðborg Eistlands, Tallin, er í svokallaðri þekkingarheimsókn hér á landi að eigin frumkvæði. 17.8.2009 11:46
Sumrinu framlengt í Nauthólsvík Ákveðið hefur verið að framlengja sumrinu á Ylströndinni í Nauthólsvík og hafa þar opið til 31. ágúst, en til stóð að loka Ylströndinni í dag. 17.8.2009 11:26
Í hættu á bátstuðru Félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja fengu útkall rétt fyrir hálf ellefu í gærkvöldi vegna tuðru sem var í vanda stödd við Bakkafjöru. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net. 17.8.2009 11:14
Annað kjötránið á stuttum tíma Um tólf hundruð kílóum af kjöti hefur verið stolið frá Kjöthúsinu á Smiðjuvegi í sumar. Um 7-800 kílóum var stolið þaðan í nótt og í maí var stolið þaðan 500 kílóum. 17.8.2009 10:46
Björgunarsveitir kallaðar út vegna sjósundkappa Allar björgunarsveitir í Skagafirði voru kallaðar út á laugardaginn eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að sjósundkappi hefði horfið í miðju Drangeyjarsundi. Þetta kom fram á Feykir.is. 17.8.2009 10:42
Þurfum að stíga varlega til jarðar við kyrrsetningu eigna „Fundurinn tókst vel, en ég held að við séum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að stíga varlega til jarðar," segir Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar. 17.8.2009 10:37
Stjórnarformaður OR fordæmir árásir hugleysingja Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur skrifar harðorða grein í Morgunblaðið þar sem hann fordæmir árásir á heimili fjölskyldna stjórnenda í orku- og stóriðjufyrirtækjum. 17.8.2009 09:59
Nýskráningar dragast saman um 76 prósent Mikil fækkun er í nýskráningum ökutækja það sem af er ári. Í tölum frá Umferðarstofu kemur fram að 3.732 ökutæki hafi verið skráð á árinu samanborið við 15.345 ökutæki á sama tímabili í fyrra. Þetta gerir 75,68 prósenta fækkun milli ára. 17.8.2009 09:39
Íslensk upplýsingatækni til Sameinuðu þjóðanna Ein af skrifstofum Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hefur tekið í notkun samskipta- og upplýsingagátt frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software fyrir samræmt hjálparstarf á hjálpar- og hamfarasvæðum. Lausnin byggir á íslensku hugviti og hefur meðal annars verið nýtt af stjórnvöldum í Mexíkó fyrir hjálparstarf vegna inflúensufaraldurs (H1N1) þar í landi. 17.8.2009 09:06
Harður árekstur á Höfðabakka í gærkvöldi Tveir voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabílum eftir harðan árekstur þriggja bíla á Höfðabakka í Reykjavík í gærkvöldi. Fólkið mun ekki vera alvarlega slasað en bílarnir eru mikið skemmdir. Tildrög slyssins eru óljós. 17.8.2009 08:36
Tilkynnti um innbrot sem hann framdi sjálfur Þjófur, sem braust inn í mannlaust íbúðarhús á Akureyri um helgina, reyndi nýstárlega leið til að leiða grun frá sjálfum sér. Hann hafði samband við húseigandann og sagði honum að sér hafi sýnst, þegar hann átti leið þar framhjá, að það hafi verið brotist inn hjá honum. 17.8.2009 08:18
Kærði dópsala til lögreglu fyrir að svindla á sér í viðskiptum Ungur maður kom inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina og kærði rán. Hann sagðist hafa hitt tvo útlendinga sem vildu selja honum E- pillur, en þegar hann hafi rétt þeim tíu þúsund krónur, hafi þeir hlaupið á brott. 17.8.2009 07:59
Brennt barn forðast eldinn Nítíu prósent þeirra erlendu fjármálafyrirtækja sem fjárfest hafa á Íslandi telja ólíklegt að þau rói á íslensk mið á næstunni ef marka má nýja könnun. 17.8.2009 07:04
Hætt komnir um borð í slöngubáti Fjórir menn voru hætt komnir á ellefta tímanum í gærkvöldi, þegar utanborðsmótor á slöngubáti þeirra bilaði, rétt eftir að þeir höfðu lagt af stað frá Bakkafjöru og ætluðu til Vestmannaeyja. 17.8.2009 06:58
Stálu 800 kílóum af frystu kjöti Þjófar sprengdu upp öflugan lás á frystigámi fyrir utan fyrirtæki við Smiðjuveg í Kópavogi undir morgun og stálu þaðan sjö til átta hundruð kílóum af frystu kjöti og komust undan. 17.8.2009 06:55
Búið að ræða við Hollendinga og Breta um breytingartillögurnar Stjórnvöld hafa kynnt breytingartillögur fjárlaganefndar Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins fyrir Bretum og Hollendingum. Þjóðirnar bíða með viðbrögð þar til Alþingi hefur lokið umræðum um málið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að það gæti orðið þrautin þyngri að sannfæra ráðamenn þjóðanna um að fallast á breytingarnar. Önnur umræða um frumvarpið fer væntanlega fram í vikunni. 16.8.2009 18:31
Samdráttur í ferðaþjónstu kemur ekki niður á Íslandi Þrátt fyrir að viðskipta- og hvataferðum hingað til lands hafi fækkað svo um munar hefur erlendum ferðalöngum fjölgað töluvert. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samdráttur í ferðaþjónustu kemur ekki niður á Íslandi, ólíkt öðrum Evrópulöndum. 16.8.2009 19:00
Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. 16.8.2009 18:42
Tildrög banaslyssins enn í rannsókn Sú sem lést í banaslysinu í Langadal í Húnavatnssýslu síðastliðið föstudagskvöld hét Margrét Jósefsdóttir til heimilis að Vesturgili 12, Akureyri. Hún var 50 ára og lætur eftir sig eiginmann og uppkomin börn. Tildrög slyssins eru enn í rannsókn. 16.8.2009 18:19
Ástþór: Egill Helgason vanhæfur til að starfa á RÚV Þáttastjórnandinn og stjórnmálaskýrandinn Egill Helgason er vanhæfur til að starfa á Ríkissjónvarpinu, að mati Ástþórs Magnússonar. Egill var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist Egill hafa greitt Borgarahreyfingunni atkvæði sitt í kosningunum í vor. 16.8.2009 17:24
Verðlaunahundurinn Larry fundinn Bandaríski púðlu- og verðlaunahundurinn Larry sem týndist síðastliðið fimmtudagskvöld við Rockville á Suðurnesjum er fundinn. 16.8.2009 17:47
Þung umferð til Reykjavíkur Umferð hefur gengið vel það sem af er degi en þyngist eftir því sem líður á, sérstaklega til Reykjavíkur. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi gengið sinn vanagang og engin umferðaróhöpp hafi komið upp á. Veður sé gott og ökumenn ekki að drífa sig. 16.8.2009 17:03
Karl fundinn 16 ára gamall drengur, Karl Sigtryggsson, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir í dag er fundinn. Karl skilaði sér heilu og höldnu en hann fór að heim á miðvikudag og ekki hafði spurst til hans frá því á föstudag. 16.8.2009 16:36
Kyrrsetning eigna rædd í þingnefnd Rýmri heimildir til eignakyrrsetningar verða til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis á morgun. Ríkisstjórn samþykkti nýverið frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um auknar heimildir skattrannsóknarstjóra til kyrrsetningar eigna. 16.8.2009 15:57
Sóttvarnalæknir mælir ekki með lokunum vegna svínaflensunnar Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, mælir ekki með lokunum vegna svínaflensunnar. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi hafði hann ekki heyrt af leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Sex af 19 starfsmönnum leikskólans hafa verið frá vinnu síðustu daga en grunur leikur á að fjórir þeirra séu með svínaflensu. 16.8.2009 14:29
Lögreglan lýsir eftir Karli Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Karli Sigtryggssyni fæddum árið 1993. Hann fór að heiman á miðvikudag í síðustu viku, en ekki hefur spurst til hans frá því á föstudag. Hann var þá á Selfossi. 16.8.2009 13:28
Ók inn í verslun á Ísafirði Ökumaður ók fyrir mistök jeppabifreið sinni inn í verslunina Hamraborg á Ísafirði á föstudag. Við glugga verslunarinnar sátu ferðamenn að snæðingi. Frá þessu er greint á fréttavefnum BB.is. 16.8.2009 13:19
Leikskóla hugsanlega lokað vegna svínaflensu Sex af 19 starfsmönnum leikskólans Aðalþings í Kópavogi hafa verið frá vinnu síðustu daga. Grunur leikur á að fjórir þeirra séu með svínaflensu. 16.8.2009 12:05