Fleiri fréttir

Lífeyrissjóðir taki þátt í kaupum á HS Orku

Ríki og sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því að arður af auðlindum á borð við jarðvarma á Suðurnesjum verði eftir í landinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann vill ekki að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku verði seldur einka­aðilum.

Heldur sonum sínum fram að réttarhöldum

Borghildur Guðmundsdóttir, sem gert var að fara til Bandaríkjanna með syni sína tvo um helgina, heldur forræði yfir þeim fram til 15. október. Þá hefur verið ákveðið að réttað verði í forræðismáli hennar og fyrrum eiginmanns hennar, Richards Colby Busching.

Grolsch-léttölið ekki til úti í búð

Grolsch-léttöl fæst ekki í neinni af helstu matvöru­verslunum landsins í dag, þrátt fyrir að auglýsingar frá Öl­gerðinni um léttölið hafi sést undanfarið. Samkvæmt áfengislögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi bannaðar.

Enn ein fléttan í bæjarstjórn Álftaness

Margrét Jónsdóttir, óháður bæjarfulltrúi á Álftanesi, og fulltrúar Á-listans, boðuðu til fundar á dögunum til að biðla til D-lista um samstarf. Ástæðan var að enn er óvissa um meirihlutasamstarf Á-lista þar sem ekki hefur tekist að ná samstöðu með Kristjáni Sveinbjörnssyni bæjarfulltrúa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Líklegast að Tinna muni sitja áfram

Þær Tinna Gunnlaugsdóttir, sitjandi þjóðleikhússtjóri, og Þórhildur Þorleifsdóttir voru, af þjóðleikhúsráði, metnar hæfastar til að gegna starfi þjóðleikhússtjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Munu útskrifa 39 á skólaárinu

Alls verða 39 lögreglumenn útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins á því skólaári sem nú er að hefjast, segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans.

Líkja Rasmussen við kreppu

Samtök hernaðar­andstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er fyrirhugaðri komu Anders Fogh Rasmussen, aðalritara Atlantshafsbandalagsins, hingað til lands, en hann er væntanlegur í vikunni. Í ályktuninni segir að sjaldan sé ein báran stök, kreppa hafi dunið á þjóðinni, kvikusöfnun sé í helstu eldstöðvum landsins og nú sé von á Anders Fogh til landsins. Samtökin segja vandséð hvernig íslenskir ráðamenn geti frábeðið sér heimsókn ísraelsks ráðherra vegna árása Ísarelsmanna, en fundað síðan með „aðalritaranum vígfúsa“.- kóp

Skilar bæði arði og árangri

Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, er gríðarlega arðbær stofnun í rekstri, að sögn Ragnheiðar Lindu Skúla­dóttur, forstöðumanns Hringsjár. Ef nemandi, um þrítugt, sem annars væri á örorkubótum, kemur og endurhæfist á stofnuninni, fær fullt starf á meðallaunum til 67 ára og borgar sinn skatt, skilar hann um það bil jafn miklum peningum til samfélagsins og kostar að reka Hringsjá á ári.

Ákveða hvenær fólk er með vinum

„Ég skil ekki hvaða Stasi-vinnubrögð þetta eru,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, einn skipuleggjenda bekkjarmóts 1963-árgangs Hólabrekkuskóla. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að STEF krafði að­standendur mótsins um leyfisgjald til þess að flytja tónlist á samkomunni, sem haldin verður 5. september. Gjaldið getur numið um 23 þúsund krónum. Jóhann segist ósáttur við vinnubrögð STEFs.

Segja leiðréttingu skulda vísi að samfélagssátt

„Öll þessi samtök voru alveg sammála um það að fleiri og fleiri væru að koamst í þá stöðu að gefast upp. Geta fólks til að greiða af lánum er að bresta og viljinn líka," segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Ólafur Ragnar datt af hestbaki í Húnaþingi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, féll af hestbaki þar sem hann var í hestaferð í Húnaþingi í kvöld, frá þessu var fyrst greint á DV.is. Hann mun nú vera á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Segist ekki skulda þjóðinni afsökunarbeiðni

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum bankastjóri Kaupþings, segist ekki skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna aðkomu sinnar að bankahruninu. Þess í stað skuldi hann hluthöfum, kröfuhöfum og starfsmönnum bankans afsökunarbeiðni. Þetta kom fram í viðtali sem Sigmar Guðmundsson tók við Hreiðar í Kastljósi kvöldsins.

Jeppi valt á Skúlagötu

Jeppi valt á móts við Björnbakarí á Skúlagötu á tólfta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu virðist sem engin slys hafi orðið á fólki, ekki var óskað eftir sjúkraaðstoð á vettvangi.

EES samningurinn gæti verið í uppnámi vegna neyðarlaga

EES samningurinn gæti verið í uppnámi ef í ljós kemur að neyðarlögin stangast á við ákvæði samningsins, segir fyrrum yfirlögfræðingur EFTA. Þrjátíu og níu evrópskir bankar og fjármálastofnanir hafa sent inn formlega kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna setningu neyðarlaganna.

Lést í umferðarslysi á Þingvallavegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Þingvallavegi að kvöldi 17. ágúst síðastliðinn hét Ágúst Björn Hinriksson. Ágúst var fæddur 6. nóvember 1960 og var til heimilis að Norðurvangi 34 í Hafnarfirði.

Tólf lögreglumenn af Suðurnesjum segja upp

Tólf lögreglumenn úr óeirðarhópi lögreglunnar á Suðurnesjum hafa sagt sig úr hópnum til að sýna félögum sínum á höfuðborgarsvæðinu samstöðu. Þeir vilja með uppsögnum einnig mótmæla aðbúnaði og skerðingu á álagsgreiðslum. Óeirðarhópar lögreglumanna voru áberandi í janúar síðastliðnum þegar hvað mest var mótmælt við Alþingishúsið.

Kemur ekki til greina að greiða atkvæði með bónusgreiðslum

Formaður stjórnar lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að lífeyrissjóðurinn muni aldrei greiða atkvæði með áætlun Straums um milljarða bónusgreiðslur til starfsmanna bankans, hún sé andsnúin hugmyndum sjóðsins. Ef áætlunin gengur eftir fær hver starfsmaður Straums 3,7 milljónir í bónusgreiðslu á mánuði næstu fimm árin.

Magma kemst í kringum íslensk lög

Kanadíska jarðhitafélagið Magma Energy kemst í kringum íslensk lög, sem takmarka fjárfestingar útlendinga í íslenskum orkufyrirtækjum, með sænsku skúffufélagi.

Fjórir karlmenn dæmdir fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi fyrir helgi þrjá karlmenn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa staðið að ræktun á kannabisplöntum í bílskúr á Skagaströnd. Fjórði karlmaðurinn var dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar en hann var dæmdur fyrir að hjálpa til við ræktunina. Lögreglan fann plönturnar, sem voru 147 talsins, við húsleit í desember síðastliðnum. Mennirnir játuðu allir brot sín.

Fundu sokkið herskip í Faxaflóanum

Landhelgisgæslan hefur fundið bandaríska skipið USCGC Alexander Hamilton á botni hafsins í Faxaflóa en það var olíublettur sem kom gæslumönnunum á sporið. Skipið hefur legið á botninum síðan árið 1942 þegar það varð fyrir árás þýska kafbátsins U-132.

Jarðskjálfti í Krýsuvík

Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter var´um 5 kílómetrum norðaustur af Krýsuvík um klukkan 18 mínútur í tvö í dag. Skjálftans varð vart víða á höfuðborgarsvæðinu.

Með kannabis í svaðilför

Lögreglan hafði afskipti af aðila vegna þess að hann reyndist vera með 27 grömm af kannabis á sér í vikunni. Maðurinn var að koma á slöngubát frá Vestmannaeyjum og lenti í háska við Bakkafjöru.

Goldfingermálið kært til Mannréttindadómstólsins

Mál blaðamannsins Bjarkar Eiðsdóttur hefur, með stuðningi Blaðamannafélags Íslands og Birtings útgáfufélags ehf. verið kært til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í fréttatilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands er kærð niðurstaða Hæstaréttar í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar á veitingahúsinu Goldfinger gegn blaðamanni og ritstjóra Vikunnar.

Get ekki ímyndað mér að gengið verði að bónustillögum Straums

„Þetta er auðvitað mjög vel í lagt og algerlega úr takti við það sem samfélagið horfir uppá í dag," segir Stefán Einar Stefánsson viðskiptafræðingur um þá hugmynd stjórnenda Straums að starfsmenn bankans fái bónusgreiðslur í samræmi við endurheimtur á eignum bankans. Bónusgreiðslur sem gætu numið allt að 10 milljörðum króna á fimm árum eða 222 milljónum á hvern starfsmann bankans.

Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar

Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður.

Krafa um bónusgreiðslur eins og blaut tuska framan í þjóðina

Að tala um bónusgreiðslur sem telja í milljörðum er eins og blaut tuska framan í þjóðina, segir formaður LSR um áætlun um milljarða bónusgreiðslur til starfsmanna Straums. Það eigi að semja um laun sem séu samboðin fólkinu í landinu og gera þá kröfu til starfsmannanna eins og annarra vinnandi manna að skila sinni vinnu fyrir þau laun.

Fíkniefnabrotum fækkar umtalsvert á milli ára

Skráðum fíkniefnabrotum á landinu í júlí hefur fækkað um 45 prósent á milli ára en 89 fíkniefnabrot voru skráð hjá lögreglunni í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Ríkislögreglustjóra sem tekur saman afbrotatölfræði og birtir mánaðarlega. Á síðasta ári var 161 fíkniefnabrot skráð hjá lögregluumdæmum landsins og hefur þeim raunar fækkað stöðugt í júlímánuði frá árinu 2005 þegar skráð brot voru 239.

Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd í utanríkismálanefnd

Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra komu á fund utanríkismálanefndar í morgun til að greina frá samskiptum við bresk og hollensk yfirvöld, hin Norðurlöndin og Evrópusambandið í kjölfar afgreiðslu fjárlaganefndar á Icesave málinu.

Meintur morðingi á Litla Hrauni

„Það er ekkert hægt að gefa upp að svo stöddu,“ segir yfirlögregluþjónninn Friðrik Smári Björgvinsson varðandi rannsóknina á morði sem var framið í Dalshrauni að kvöldi mánudagsins.

Flytja grásleppu til Kína

Fyrirtækið Triton ehf hefur hafið landvinninga í Kína en þangað hafa þeir flutt Grásleppu en útflutningurinn er afleiðing þátttöku fyrirtækisins í vörusýningum í Kína og Kóreu. Triton hefur reynt að hasla sér völl síðan árið 2005 í útflutningnum.

Rafmagnslaust í nágrenni Reykjavíkur

Fyrir stundu varð bilun sem veldur rafmagnsleysi á Lögbergslínu, á Hellisheiði, í Bláfjöllum og á Miðdalslínu. Verið er að leita bilunarinnar og er búist við að rafmagnslaust geti orðið í um tvær klukkustundir.

Ísland segir sig úr NASCO

Ísland ætlar að segja sig úr NASCO, sem eru Samtök um verndun villtra laxa á Norður-Atlantshafi.

Landsmönnum fækkar í fyrsta sinn í 120 ár

Íbúum Íslands fækkaði um 109 á einu ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir voru 319.246 þann 1. júlí síðastliðinn en voru 319.355 fyrir ári síðan. Fækkunin nemur 0,03%. Langt er síðan íbúum Íslands hefur fækkað milli ára. Það átti sér síðast stað árið 1889.

Sóttu erlendan ferðamann í Hrafntinnusker

Erlendur ferðamaður var við það að örmagnast vegna kulda og bleytu við Hrafntinnusker í gær og var óskað eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á Hellu. Björgunarmenn sóttu ferðamanninn og fluttu hann fyrst í skála á svæðinu, þar sem komið var hlýju í hann.

Nítján ökumenn teknir um helgina

Nítján ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina, fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fikniefna. Langflestir, eða sautján voru teknir fyrir ölvunarakstur, samkvæmt samantekt lögreglunnar.

Stjórnarformaður OR: Hefur ríkið áhuga á HS Orku?

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna sölu á hlutabréfum í HS Orku. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér seint í gær segir að yfirlýst andstaða umhverfisráðherra og annara fulltrúa VG stangist á við afstöðu iðnaðarráðherra sem telji heppilegt að þessi sala fari fram. „Í því ljósi er mikilvægt fyrir Orkuveitu Reykjavíkur að vita hvort ríkið hafi raunverulegan áhuga á að eignast umræddan hlut eða ekki,“ segir Guðlaugur.

Óttast að arður af orku renni úr landi

Orkuveita Reykjavíkur (OR) ætti að grípa inn í einkavæðingarferli HS Orku og nýta forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í félaginu, segir Þorleifur Gunnarsson, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR. Hann óttast að arður af jarðvarma á Suðurnesjum renni að mestu úr landi eftir einkavæðingu HS Orku.

Ójöfnuður í norræna menntakerfinu

Fjárhagsstaða foreldra, búseta og félagslegar aðstæður virðast hafa síaukin áhrif á árangur grunnskólabarna, segir í Northern Lights on PISA 2006, nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Ráðherra rólegur í skugga málshöfðana

Frá því að neyðarlögin voru sett síðasta haust hefur legið fyrir að það myndi reyna á lögmæti ýmissa aðgerða sem farið var í fyrir dómstólum, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir