EES samningurinn gæti verið í uppnámi vegna neyðarlaga Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 19. ágúst 2009 18:33 EES samningurinn gæti verið í uppnámi ef í ljós kemur að neyðarlögin stangast á við ákvæði samningsins, segir fyrrum yfirlögfræðingur EFTA. Þrjátíu og níu evrópskir bankar og fjármálastofnanir hafa sent inn formlega kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna setningu neyðarlaganna. Með setningu neyðarlaganna síðasta haust voru innlendar innstæður tryggðar að fullu. Innstæður í erlendum útibúum íslensku bankanna voru ekki tryggðar með sama hætti. Deilt hefur verið um hvort að þetta sé brot á jafnræðisreglu EES samningsins. Í fyrirspurnum á Alþingi þann 8. júní spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, hvort að formleg erindi hefðu borist til ESA vegna laganna. Gylfa var ekki kunnugt um það. Í kjölfarið sendi Guðlaugur fyrirspurn til ESA og í svari þaðan kemur fram að 39 evrópskar fjármálastofnanir hafi sent inn formlega kvörtun vegna laganna, sjö hafa óskað eftir nafnleynd. Bréfið sem er dagsett 29. maí er sent inn af bresku lögfræðistofunni Norton Rose og ritar Josep Tirado undir það. Hann sagði í fréttum okkar í gær að nú þegar væru hafin málaferli gegn íslenska ríkinu en upplýsti ekkert frekar. Í kvörtuninni koma fram fimm málsástæður; brot á jafnræðisreglu, brot á ríkisstyrkjaákvæðum, brot á ákvæðum um fjárhagslega endurskipulagningu fjármálafyrirtækja, á mannréttindarsáttmála Evrópu og að lögmætar væntingar hafi verið brotnar. Einar Páll Tamimi, fyrrverandi yfirlögmaður EFTA, segir næstu skref vera að ESA leiti álits Íslendinga á málinu þar sem þeim gefist tækifæri til andsvara. Fari íslensk stjórnvöld ekki eftir úrskurði ESA þá yrði íslenskum stjórnvöldum stefnt fyrir EFTA dómstólnum. Komist EFTA dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES samninginn myndu ESB ríkin grípa til pólitískra aðgerða þar sem enginn dómstóll getur úrskurðað um álitamál milli EFTA og ESB. ESB ríkin gætu hætt að framkvæma EES samninginn, að öllu leyti eða að hluta, t.a.m. með því að loka á frjáls vöruviðskipti og fjármagnsflutninga. Talað hefur verið um að líkleg vörn Íslendinga sé neyðarréttur þjóðar þar sem margt bendi til að hinn efnahagslegi vandi sem blasi við landinu hefði verið mun alvarlegri hefði neyðarlögin ekki verið sett. Einar Páll segir ferlið langt en málið sé nú komið í lögformlegt ferli sem muni hafa sinn gang: Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
EES samningurinn gæti verið í uppnámi ef í ljós kemur að neyðarlögin stangast á við ákvæði samningsins, segir fyrrum yfirlögfræðingur EFTA. Þrjátíu og níu evrópskir bankar og fjármálastofnanir hafa sent inn formlega kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna setningu neyðarlaganna. Með setningu neyðarlaganna síðasta haust voru innlendar innstæður tryggðar að fullu. Innstæður í erlendum útibúum íslensku bankanna voru ekki tryggðar með sama hætti. Deilt hefur verið um hvort að þetta sé brot á jafnræðisreglu EES samningsins. Í fyrirspurnum á Alþingi þann 8. júní spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, hvort að formleg erindi hefðu borist til ESA vegna laganna. Gylfa var ekki kunnugt um það. Í kjölfarið sendi Guðlaugur fyrirspurn til ESA og í svari þaðan kemur fram að 39 evrópskar fjármálastofnanir hafi sent inn formlega kvörtun vegna laganna, sjö hafa óskað eftir nafnleynd. Bréfið sem er dagsett 29. maí er sent inn af bresku lögfræðistofunni Norton Rose og ritar Josep Tirado undir það. Hann sagði í fréttum okkar í gær að nú þegar væru hafin málaferli gegn íslenska ríkinu en upplýsti ekkert frekar. Í kvörtuninni koma fram fimm málsástæður; brot á jafnræðisreglu, brot á ríkisstyrkjaákvæðum, brot á ákvæðum um fjárhagslega endurskipulagningu fjármálafyrirtækja, á mannréttindarsáttmála Evrópu og að lögmætar væntingar hafi verið brotnar. Einar Páll Tamimi, fyrrverandi yfirlögmaður EFTA, segir næstu skref vera að ESA leiti álits Íslendinga á málinu þar sem þeim gefist tækifæri til andsvara. Fari íslensk stjórnvöld ekki eftir úrskurði ESA þá yrði íslenskum stjórnvöldum stefnt fyrir EFTA dómstólnum. Komist EFTA dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES samninginn myndu ESB ríkin grípa til pólitískra aðgerða þar sem enginn dómstóll getur úrskurðað um álitamál milli EFTA og ESB. ESB ríkin gætu hætt að framkvæma EES samninginn, að öllu leyti eða að hluta, t.a.m. með því að loka á frjáls vöruviðskipti og fjármagnsflutninga. Talað hefur verið um að líkleg vörn Íslendinga sé neyðarréttur þjóðar þar sem margt bendi til að hinn efnahagslegi vandi sem blasi við landinu hefði verið mun alvarlegri hefði neyðarlögin ekki verið sett. Einar Páll segir ferlið langt en málið sé nú komið í lögformlegt ferli sem muni hafa sinn gang:
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira