Lífeyrissjóðir taki þátt í kaupum á HS Orku 20. ágúst 2009 05:15 Talsverð ólga er meðal áhrifafólks innan Vinstri grænna vegna áforma Magma Energy um að eignast stóran hlut í HS Orku á móti Geysi Green Energy.Fréttablaðið/Valli Ríki og sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því að arður af auðlindum á borð við jarðvarma á Suðurnesjum verði eftir í landinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann vill ekki að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku verði seldur einkaaðilum. „Ég geld mikinn varhug við því að menn hendi sér út í einkavæðingu á þessum gríðarlega mikilvægu undirstöðum í okkar hagkerfi sem þarna eru,“ segir Steingrímur. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í kaup á 16,6 prósenta hlut OR í HS Orku. Fyrirtækið vill einnig kaupa 15,4 prósenta hlut í HS Orku sem OR samdi um að kaupa af Hafnarfjarðarbæ. Samkeppniseftirlitið hefur bannað OR að eiga meira en tíu prósent í samkeppnisaðila. „Ég ímynda mér að það væri hægt að fá tímabundna undanþágu frá því, þó að samkeppnisyfirvöld samþykktu það ekki til frambúðar. Ég sé ekki að það færust himinn og jörð í samkeppnismálum þó að menn fengju eitthvert ráðrúm til að skoða þetta,“ segir Steingrímur. Fulltrúar Orkuveitunnar, borgarstjóri og formaður borgarráðs, hittu fjármálaráðherra í gærkvöldi. Steingrímur segir að bæði ríki og borg hafi lýst vilja til að skoða málið nánar, þó án skuldbindinga. Aðrir aðilar gætu komið að því. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir fundinn hafa verið ganglegan. Ríkisstjórnin hafi óskað eftir svigrúmi til að skoða málið. Tilboð Magma rennur út í dag, en Guðlaugur segist þegar hafa rætt við fulltrúa fyrirtækisins um lengri frest. Ákvörðun þar um hafði ekki verið tekin þegar blaðið fór í prentun. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þetta svigrúm fyrir ríkisstjórnina.“ Steingrímur segir marga velta því fyrir sér hvað verði um auðlindina og arðinn af nýtingu hennar, komist hluturinn í hendur kanadísks fyrirtækis. Steingrímur segir ekki útilokað að aðrir innlendir aðilar komi að kaupum á HS Orku, til að mynda lífeyrissjóðirnir. Guðlaugur segir Orkuveituna neydda til að selja í HS Orku í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins og óþægilegt sé að reynt sé að gera tilboð Magma Energy tortryggilegt, en söluferlið hafi verið mjög opið. brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ríki og sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því að arður af auðlindum á borð við jarðvarma á Suðurnesjum verði eftir í landinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann vill ekki að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku verði seldur einkaaðilum. „Ég geld mikinn varhug við því að menn hendi sér út í einkavæðingu á þessum gríðarlega mikilvægu undirstöðum í okkar hagkerfi sem þarna eru,“ segir Steingrímur. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í kaup á 16,6 prósenta hlut OR í HS Orku. Fyrirtækið vill einnig kaupa 15,4 prósenta hlut í HS Orku sem OR samdi um að kaupa af Hafnarfjarðarbæ. Samkeppniseftirlitið hefur bannað OR að eiga meira en tíu prósent í samkeppnisaðila. „Ég ímynda mér að það væri hægt að fá tímabundna undanþágu frá því, þó að samkeppnisyfirvöld samþykktu það ekki til frambúðar. Ég sé ekki að það færust himinn og jörð í samkeppnismálum þó að menn fengju eitthvert ráðrúm til að skoða þetta,“ segir Steingrímur. Fulltrúar Orkuveitunnar, borgarstjóri og formaður borgarráðs, hittu fjármálaráðherra í gærkvöldi. Steingrímur segir að bæði ríki og borg hafi lýst vilja til að skoða málið nánar, þó án skuldbindinga. Aðrir aðilar gætu komið að því. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir fundinn hafa verið ganglegan. Ríkisstjórnin hafi óskað eftir svigrúmi til að skoða málið. Tilboð Magma rennur út í dag, en Guðlaugur segist þegar hafa rætt við fulltrúa fyrirtækisins um lengri frest. Ákvörðun þar um hafði ekki verið tekin þegar blaðið fór í prentun. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þetta svigrúm fyrir ríkisstjórnina.“ Steingrímur segir marga velta því fyrir sér hvað verði um auðlindina og arðinn af nýtingu hennar, komist hluturinn í hendur kanadísks fyrirtækis. Steingrímur segir ekki útilokað að aðrir innlendir aðilar komi að kaupum á HS Orku, til að mynda lífeyrissjóðirnir. Guðlaugur segir Orkuveituna neydda til að selja í HS Orku í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins og óþægilegt sé að reynt sé að gera tilboð Magma Energy tortryggilegt, en söluferlið hafi verið mjög opið. brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira