Óttast að arður af orku renni úr landi 19. ágúst 2009 05:30 Geysir Green Energy á nú meirihluta í HS Orku. Magma Energy stefnir á að eiga stóran hluta í fyrirtækinu á móti Geysi Green. Fréttablaðið/Valli Orkuveita Reykjavíkur (OR) ætti að grípa inn í einkavæðingarferli HS Orku og nýta forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í félaginu, segir Þorleifur Gunnarsson, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR. Hann óttast að arður af jarðvarma á Suðurnesjum renni að mestu úr landi eftir einkavæðingu HS Orku. Geysir Green Energy (GGE) keypti um þriðjungshlut Reykjanesbæjar í HS Orku fyrr í sumar, og rennur forkaupsréttur annarra eigenda út í september, segir Þorleifur. OR á í dag 16,6 prósenta hlut í HS Orku. OR hafði að auki samið um kaup á 15,4 prósenta hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku þegar Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að OR mætti ekki eiga stærri hlut en tíu prósent í samkeppnisaðila. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í hlut OR og Hafnarfjarðarbæjar, sem OR er skuldbundið til að kaupa samkvæmt dómi héraðsdóms. Tilboðið rennur út á fimmtudag, og mun stjórn OR funda um málið um hádegi á fimmtudag. Borgarfulltrúar VG og Samfylkingarinnar eru andsnúnir því að HS Orka komist í eigu einkaaðila. Báðir segja 65 ára leigutíma á orkuauðlindinni, með möguleika á framlengingu í önnur 65 ár sé mjög varanlegt framsal á auðlindinni til einkaaðila. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvort OR geti gert eitthvað í málinu. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir þá leið ekki færa. Hafa beri í huga að OR hafi aðeins hlutfallslegan forkaupsrétt á móti öðrum eignaraðilum, og ekki víst að OR geti náð meirihluta í félaginu með þeim hætti. Eigi OR 32 prósenta hlut nái forkaupsrétturinn aðeins til 32 prósenta af þeim hlut sem seldur er hverju sinni. Þá hafi OR vart fjárhagslegt bolmagn til að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar, hvað þá nýta forkaupsrétt vegna sölu á hlut Reykjanesbæjar. Skaðinn sé í raun skeður, og því hafi hún setið hjá við afgreiðslu málsins í stjórn OR. „Ef ríkið vill tryggja að auðlindin haldist í almannaeigu gæti OR nýtt forkaupsréttinn og selt ríkinu,“ segir Sigrún. Ríkið virðist þó varla hafa fjármagn til að setja í slíkt um þessar mundir, enda væri það fjárfesting upp á nokkra tugi milljarða króna. Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, segir það einfaldlega rangt að auðlindin hafi verið framseld til einkaaðila, skýrt sé að um langtímaleigu sé að ræða. Slíkt sé alþekkt víða um heim, enda augljóst að enginn fáist til að leggja fé í virkjanir nema auðlindin sé leigð til langs tíma. brjann@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) ætti að grípa inn í einkavæðingarferli HS Orku og nýta forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í félaginu, segir Þorleifur Gunnarsson, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR. Hann óttast að arður af jarðvarma á Suðurnesjum renni að mestu úr landi eftir einkavæðingu HS Orku. Geysir Green Energy (GGE) keypti um þriðjungshlut Reykjanesbæjar í HS Orku fyrr í sumar, og rennur forkaupsréttur annarra eigenda út í september, segir Þorleifur. OR á í dag 16,6 prósenta hlut í HS Orku. OR hafði að auki samið um kaup á 15,4 prósenta hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku þegar Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að OR mætti ekki eiga stærri hlut en tíu prósent í samkeppnisaðila. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í hlut OR og Hafnarfjarðarbæjar, sem OR er skuldbundið til að kaupa samkvæmt dómi héraðsdóms. Tilboðið rennur út á fimmtudag, og mun stjórn OR funda um málið um hádegi á fimmtudag. Borgarfulltrúar VG og Samfylkingarinnar eru andsnúnir því að HS Orka komist í eigu einkaaðila. Báðir segja 65 ára leigutíma á orkuauðlindinni, með möguleika á framlengingu í önnur 65 ár sé mjög varanlegt framsal á auðlindinni til einkaaðila. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvort OR geti gert eitthvað í málinu. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir þá leið ekki færa. Hafa beri í huga að OR hafi aðeins hlutfallslegan forkaupsrétt á móti öðrum eignaraðilum, og ekki víst að OR geti náð meirihluta í félaginu með þeim hætti. Eigi OR 32 prósenta hlut nái forkaupsrétturinn aðeins til 32 prósenta af þeim hlut sem seldur er hverju sinni. Þá hafi OR vart fjárhagslegt bolmagn til að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar, hvað þá nýta forkaupsrétt vegna sölu á hlut Reykjanesbæjar. Skaðinn sé í raun skeður, og því hafi hún setið hjá við afgreiðslu málsins í stjórn OR. „Ef ríkið vill tryggja að auðlindin haldist í almannaeigu gæti OR nýtt forkaupsréttinn og selt ríkinu,“ segir Sigrún. Ríkið virðist þó varla hafa fjármagn til að setja í slíkt um þessar mundir, enda væri það fjárfesting upp á nokkra tugi milljarða króna. Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, segir það einfaldlega rangt að auðlindin hafi verið framseld til einkaaðila, skýrt sé að um langtímaleigu sé að ræða. Slíkt sé alþekkt víða um heim, enda augljóst að enginn fáist til að leggja fé í virkjanir nema auðlindin sé leigð til langs tíma. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira