Nýstárlegar kennsluaðferðir: Nýr framhaldsskóli settur á morgun Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 19. ágúst 2009 17:23 Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, sem varla verður kallaður annað en FM. Mynd/GVA „Það er mjög spennandi að byrja svona með nýjan skóla," segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Skólinn verður settur í fyrsta skipti á morgun klukkan 13:30 í húsnæði skólans að Brúarlandi. Í skólanum eru um 70 nemendur og rúmlega tíu starfsmenn. Skólinn er ríkisskóli, sem rekinn er á sambærilegan hátt við langflesta framhaldsskóla á landinu. Að sögn Guðbjargar hefur hann þó ýmsa sérstöðu. Skólinn kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningu og eru þær áherslur samfléttaðir við skólastarfið. Er þar vísað til þeirra auðlinda sem felast í mannauði og menningu ekki síður en náttúruauðlinda. Helsta sérstaða skólans er þó að sögn Guðbjargar kennsluaðferðirnar. „Fyrir þann sem kæmi hér inn og sæi allt sem er í gangi, þá væri það mesta nýjungin. Við ætlum ekki að nota mikið af hefðbundnum kennsluaðferðum á borð við fyrirlestra, heldur munu nemendur læra í gegnum verkefnin sem þeir vinna." Þá er stundatafla nemendanna sveigjanleg, en einum af hverjum fjórum tímum geta þeir valið hvernig þeir verja; hvort þeir mæti í stærðfræðitíma, íslensku eða önnur fög. „Meginmarkmiðið með þessu er að ala þau upp í að vera sjálfstæð og taka ábyrgð á sínu." Þá er það einnig markmið skólans að byggja upp öflugt félagslíf nemenda. Að sögn Guðbjargar er fyrirséð að skólinn stækki á næstunni. Hann muni hýsa um 400 til 500 nemendur innan nokkurra ára og flytji þá í nýtt og stærra húsnæði sem verður byggt undir skólann. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
„Það er mjög spennandi að byrja svona með nýjan skóla," segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Skólinn verður settur í fyrsta skipti á morgun klukkan 13:30 í húsnæði skólans að Brúarlandi. Í skólanum eru um 70 nemendur og rúmlega tíu starfsmenn. Skólinn er ríkisskóli, sem rekinn er á sambærilegan hátt við langflesta framhaldsskóla á landinu. Að sögn Guðbjargar hefur hann þó ýmsa sérstöðu. Skólinn kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningu og eru þær áherslur samfléttaðir við skólastarfið. Er þar vísað til þeirra auðlinda sem felast í mannauði og menningu ekki síður en náttúruauðlinda. Helsta sérstaða skólans er þó að sögn Guðbjargar kennsluaðferðirnar. „Fyrir þann sem kæmi hér inn og sæi allt sem er í gangi, þá væri það mesta nýjungin. Við ætlum ekki að nota mikið af hefðbundnum kennsluaðferðum á borð við fyrirlestra, heldur munu nemendur læra í gegnum verkefnin sem þeir vinna." Þá er stundatafla nemendanna sveigjanleg, en einum af hverjum fjórum tímum geta þeir valið hvernig þeir verja; hvort þeir mæti í stærðfræðitíma, íslensku eða önnur fög. „Meginmarkmiðið með þessu er að ala þau upp í að vera sjálfstæð og taka ábyrgð á sínu." Þá er það einnig markmið skólans að byggja upp öflugt félagslíf nemenda. Að sögn Guðbjargar er fyrirséð að skólinn stækki á næstunni. Hann muni hýsa um 400 til 500 nemendur innan nokkurra ára og flytji þá í nýtt og stærra húsnæði sem verður byggt undir skólann.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira