Innlent

Flytja grásleppu til Kína

Auglýsing um grásleppu eins og hún birtist í Kína.
Auglýsing um grásleppu eins og hún birtist í Kína.

Fyrirtækið Triton ehf hefur hafið landvinninga í Kína en þangað hafa þeir flutt Grásleppu en útflutningurinn er afleiðing þátttöku fyrirtækisins í vörusýningum í Kína og Kóreu. Triton hefur reynt að hasla sér völl síðan árið 2005 í útflutningnum.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, þegar hafa Kínverjar fengið þrjá gáma af grásleppu til þess að gæða sér á.

Samkvæmt tilkynningu frá Triton þá beinist markaðsstarfsemin fyrst og fremst að Evrópu, Bandaríkjunum og Nígeríu. En síðar hafa augu þeirra beinst að mörkuðum í Kína og Kóreu.

„Grásleppan var kynnt á sýningarbás Triton á European Seafood Expo í Brussel árin 2006, 2007 og 2008. Í framhaldi af því voru send út sýni til Þýskalands, Frakklands og USA," segir Örn Erlendsson hjá Triton um akurinn sem hefur verið plægður undanfarin ár.

Nú er svo komið að fyrirtæki í Kína pöntuðu um það bil 100 tonn af grásleppu. Heildarpöntunin nam fjórum gámum en aðeins þrír gámar voru afgreiddir að lokum.Tveir þessara gáma eru komnir til Kína, sá þriðji er á leiðinni.

Að lokum vill Örn hjá Triton þakka fyrir stuðningin sem fyrirtækið hefur fengið í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×