Fleiri fréttir

Icesave gæti klárast á mánudag

Forseti Alþingi, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, segir að Icesave-málið gæti klárast á mánudag, ef vilji sé fyrir hendi, og telur ófært annað en að það verði lögfest fyrir miðja næstu viku.

Lífeyrissjóður neitar stjórnarmönnum VR um upplýsingar

Lífeyrissjóður verslunarmanna neitar að gefa stjórnarmönnum VR upplýsingar um gjaldeyrissamninga, og verðbréfasafn sjóðsins með þeim rökum að verið sé að vernda lántakendur hans. Varaformaður VR segir þetta óskiljanlegt og engin rök haldi í þessum efnum.

Icesave í þingnefnd fram yfir helgi

Fjögurra klukkustunda löngum fundi fjárlaganefndar Alþingis um Icesave-frumvarpið lauk á þriðja tímanum í dag en málinu var vísað til nefndarinnar á ný eftir að Alþingi lauk annarri umræðu um það í gærkvöldi.

Eldfossar í Súgandisey

Milli fjögur og fimm þúsund manns eru nú í Stykkishólmi þar sem fjölskylduhátíðin Danskir dagar fer fram um helgina og leikur veðrið við gesti, að sögn aðstandenda. Hámarki nær hátíðin með bryggjuballi í kvöld og flugeldasýningu úr Súgandisey við höfnina á miðnætti.

Aðgerðir öfgahóps gætu stuðlað að dreifingu erfðabreytts byggs

„Það sem þeir gera þarna, og hvernig þeir skilja við reitinn, er nákvæmlega það sem okkur ber ekki að gera" segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, um öfgahóp sem olli stórskemmdum á tilraunaræktun fyrirtækisins í Gunnarsholti.

„Vítavert" vítavert í sölum Alþingis

Álfheiður Ingadóttir, fimmti varaforseti Alþingis, hvatti Tryggva Þór Herbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, tvisvar til að gæta hófs í orðavali fyrir að nota orðið vítavert í máli sínu í þingsal í gærkvöld.

Tölvurefur ræðst á Náttúruverndarsamtök Íslands

Tölvuþrjótur hefur ráðist á heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þegar reynt er að fara inn á síðuna birtast skilaboðin HAcked by EJDER ;) - eins konar yfirlýsing hins sigri hrósandi tölvurefs.

Vetur gerir vart við sig

Frost gerði mjög víða til landsins í nótt, bæði láglendi og hálendi. Mesta frostið á láglendi var á Þingvöllum 3,0 gráður en það stóð yfir í á fimmta tíma, eða frá klukkan ellefu í gærkvöldi til klukkan að verða fjögur í nótt þegar hitinn skreið yfir frostmark að nýju.

Snarpur skjálfti við Bárðarbungu

Jarðskjálftafræðingur á bakvakt Veðurstofu var ræstur út í nótt þegar skjálftahrina hófst í Bárðarbungu í norðanverðum Vatnajökli. Hrinan hófst um hálftvöleytið í nótt með skjálfta upp á 3,4 stig á aðeins eins kílómetra dýpi og á eftir fylgdi á annan tug skjálfta, flestir milli tvö og þrjú stig.

Steingrímur ræsti Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavíkurmaraþonið var ræst í Lækjargötu klukkan tuttugu mínútur í níu í morgun. Metþáttaka er í hlaupinu. Fleiri en ellefu þúsund þátttakendur höfðu skráð sig í hlaup í dag, þar af 670 manns í heilt maraþon.

Fleiri gripnir dópaðir undir stýri en drukknir

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af þremur ökumönnum grunuðum um fíkniefnaakstur í Keflavík í gærkvöld og í nótt. Einn þeirra var með sex grömm af kannabisefnum á sér, sem talið er að hafi verið til einkaneyslu.

Ísafjörður: Drukkin kona féll fimm metra í blómabeð

Lögreglan á Ísafirði var kölluð til klukkan átta nú í morgun vegna konu sem virtist vera að fara sér að voða, en hún var komin upp á húsþak í miðbænum. Lögreglumenn mættu samstundis á vettvang og reyndu að ná sambandi við konuna sem var undir miklum áhrifum áfengis.

Miðaldra kona stungin í miðbænum í morgun

Lögregla rannsakar nú líkamsárás við Barónstíg og Njálsgötu, en tilkynning um árásina barst rúmlega tíu í morgun. Að sögn lögreglu er fórnarlambið eitthvað slasað, en hugsanlega er um hnífstungu að ræða. Konan var flutt á slysadeild, en var að sögn lögreglu með meðvitund.

Birtíngur hótar að kæra Vilhjálm til siðanefndar

Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtíngs, Elín G. Ragnarsdóttir, vill að lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson biðji blaðamenn sem starfa hjá útgáfunni afsökunar á þeim orðum sínum að þeir séu síbrotamenn á sviði ærumeiðinga og annarra brota á prentlögum. Elín hótar því í fréttatilkynningu að kæra ella Vilhjálm til siðanefndar lögmannafélagsins fyrir ýmis brot.

Algjört hrun í sölu bíla til fyrirtækja

Nýskráningar fyrirtækjabifreiða hafa dregist saman um 87 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil árið 2007. Aðeins hafa 1.704 bílar verið skráðir á fyrirtæki en á sama tíma árið 2007 voru þeir 12.715. Sjaldgæft er að fleiri nýskráningar séu hjá einstaklingum, en þær eru 2.104 það sem af er ári. Heildarsamdráttur nýskráninga er því um 81 prósent frá árinu 2007.

Þóknun til lögmannsstofu alltof há

Þóknun sem lögmannsstofan Lögmál innheimti af brunatryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) er tæplega sjöfalt hærri en lög gera ráð fyrir. Þetta er mat Lögmanna-félagsins og talsmanns neytenda.

Greiðslurnar tólffaldast á milli ára

Rúmlega tólf og hálfur milljarður króna var greiddur út í atvinnuleysisbætur fyrstu sex mánuði ársins. Þetta þýðir að kostnaður við atvinnuleysisbætur var rúmlega 69 milljónir á dag. Sömu sex mánuði í fyrra var rúmur milljarður greiddur út. Greiðslurnar tólffölduðust því á milli ára.

Íslenskt vatn á risa-skíðasvæði

Icelandic Glacial verður aðalvatnið sem selt verður á stærsta skíðasvæði Kaliforníu, Squaw-dalnum. Stofnandi Icelandic Glacial er Jón Ólafsson athafnamaður en margar af helstu skíðastjörnum heims sækja svæðið árlega. Jón Ólafsson segir, í fréttatilkynningu frá Icelandic Glacial, að það sé frábært að staður, sem sé eins fallegur og Squaw-dalurinn, hafi valið vatnið. Scott Rutter, yfirmaður matar- og drykkjar hjá hjá Squaw-dalnum, segir í sömu tilkynningu að dalurinn séu stoltur af því að geta boðið gestum sínum upp á alvöru ískalt vatn eins og Icelandic Glacial.

Mikill fjöldi fluttur frá Íslandi

Rúmlega fimmtán hundruð fleiri fluttust frá landinu en til þess á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.674 fleiri flutt til landsins en frá því.

Allar breytingatillögur samþykktar

Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar vegna Icesave samningsins voru allar samþykktar á Alþingi fyrir stundu. Frávísunartillaga Framsóknarflokksins var felld. Flestar breytingatillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar með 51 atkvæði gegn 9, líkt og búist hafði verið við. Frávísunartillaga Framsóknarmanna var felld með 48 atkvæðum gegn 10 en 2 greiddu ekki atkvæði. Þeir sem greiddu tillögunni atkvæði voru 9 þingmenn Framsóknarflokksins og Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tilkynnti í kjölfarið að hann drægi breytingartillögurnar sem hann lagði fram við frumvarpið, til baka til 3. umræðu.

Bílbruna á Laufásvegi svipar til hommaofsókna - myndband

Af öryggismyndum af dæma virðist sem brennuvargarnir sem kveiktu í Range Rover á Laufásvegi í fyrrinótt, hafi haft hraðar hendur. Ekki verður loku fyrir það skotið að hugmyndina hafi þeir fengið í myndbandi sem finna má á internetinu, þar sem kveikt er í samskonar bíl.

Skrifstofustóll tókst á loft og festist í segulómunartæki

Skrifstofustóll tókst á loft og festist inni í segulómunartæki hjá Domus Medica í gær. Sjúklingi var ekið í stólnum að tækinu, en þegar hann stóð upp af stólnum, og settist á bekk segulómunartækisins, þá greip öflugt segulsvið tækisins í stólinn sem flaug inn í opið, þar sem hann situr fastur.

Innbrotum fækkað eftir að pólskt þjófagengi var handtekið

Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur snarfækkað frá því lögreglan handtók pólskt þjófagengi sem grunað er um að hafa staðið á bak við hundruð innbrota undanfarna mánuði. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var framlengt í dag.

Fimmti maðurinn handtekinn í tengslum við Íbúðalánasjóðssvindlið

Fimmti maðurinn hefur verið handtekinn í tengslum við tugmilljóna króna Íbúðalánasjóðssvindlið sem uppgötvaðist fyrr í sumar. Sex hundruð og fimmtíu þúsund krónur fundust við húsleit efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hjá honum og pappírsgögn sem talin eru bendla hann við málið.

Lögreglan leitar þriggja Range Rover brennuvarga

Lögreglan leitar þriggja manna í tengslum við bruna í Range Rover bifreið aðfararnótt síðastliðins þrijudags. Bíllinn var í eigu þeirra Stefáns Hilmarssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs og Friðriku Hjördísar Geirsdóttur dagskrárgerðarkonu.

Harður árekstur í Breiðholti

Harður tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka nú á fimmta tímanum. Á tímabili var talið að klippa þyrfti fólk út úr bílunum og var því tækjabíll frá slökkviliðinu sendur á staðinn ásamt tveimur sjúkrabifreiðum. Á þessari stundu er ekki vitað hversu margir hafi slasast en samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum eru meiðsl þeirra sem voru í bílunum ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Einhverjar umferðartafir eru á Breiðholtsbraut vegna slyssins.

Fótbrotnaði í vélhjólaslysi

Talið er að bifhjólamaður hafi fótbrotnað þegar að hann féll af hjóli sínu á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrabrautar um hálfþrjúleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekki um árekstur að ræða heldur missti ökumaðurinn stjórn á hjólinu af öðrum ástæðum.

Lagaprófessor: Fyrirvarar öðlast gildi þegar Bretar samþykkja

„Ég skil þá að því leyti að ég myndi vilja hnykkja á þessu," segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, um álit InDefence hópsins varðandi Icesave fyrirvarana. InDefence lýsti í morgun áhyggjum af því að fyrirvararnir hefðu hugsanlega ekki gildi fyrir breskum dómstólum.

Borgarfulltrúar fara í leikhús þeim að kostnaðarlausu

Borgarfulltrúar fá aðgang að leiksýningum í Borgarleikhúsinu þeim að kostnaðarlausu. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem hefur gagnrýnt boð til borgarfulltrúa um laxveiði í Elliðaánum, segir að spurningin sé sú hvar mörkin liggi þegar kemur að slíkum boðum til kjörinna fulltrúa. „Hvað á að þiggja og hvað ekki?" spyr Þorleifur.

Steingrímur ræsti jarðgerðarstöð

Jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafirði tók formlega til starfa í dag, en stöðinni er ætlað að taka á móti lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og úr Þingeyjarsýslu.

Forsetadóttir ráðin til ASÍ

Dalla Ólafsdóttur, dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, hefur verið ráðin til lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands. Hún hefur störf um miðjan september. Frá þessu er greint á vef ASÍ í dag.

Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum

„Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar.

InDefence: Óvíst hvort fyrirvarar hafi gildi

InDefence hopurinn hefur eftir sérfræðingi í alþjóðarétti við Cambridge háskóla að hann telji óvíst að fyrirvararnir hafi nokkurt gildi samkvæmt breskum lgöum. Því telur InDefance hópurinn að afgreiðsla málsins með fyrirvörum, feli í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga.

Icesave gæti orðið að lögum á morgun

Icesave ríkisábyrgðin gæti orðið að lögum frá Alþingi á morgun. Það skýrist þó ekki fyrr en að loknum fundi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þingflokka eftir hádegi en þar á að freista þess að ná samkomulagi um afgreiðslu þessa umdeilda máls.

Sjá næstu 50 fréttir