Innlent

Steingrímur ræsti jarðgerðarstöð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon ræsti stöðina formlega í dag.
Steingrímur J. Sigfússon ræsti stöðina formlega í dag.
Jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafirði tók formlega til starfa í dag, en stöðinni er ætlað að taka á móti lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og úr Þingeyjarsýslu.

Stöðin er staðsett á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit og er hún í meirihlutaeigu sveitarfélaganna í Eyjafirði, auk matvælafyrirtækja á svæðinu og fleiri aðila. Í tilkynningu til fjölmiðla segir að tilkoma stöðvarinnar sé lykilskref í því að sorpurðun verði hætt á Glerárdal og þannig sé með stöðinni stigið stórt og langþráð skref í umhverfismálum svæðisins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræsti stöðina formlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×