Innlent

Áttræður ruglaðist á bensíngjöfinni og bremsunni

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mynd/Pétur

Áttræður maður missti stjórn á Subaru bifreið sinni á bílastæði Bónus á Akranesi í gærdag þegar hann steig á óvart bensíngjöfina í stað bremsunnar.

Maðurinn keyrði yfir grasbala, þaðan utan í ljósastaur og kyrrstæðan bíl áður en hann hafnaði aftan á öðrum bíl.

Manninum var eðli málsins samkvæmt nokkuð brugðið að sögn lögreglu, þó hvorki hann né aðra hafi sakað.

Bílarnir þrír voru þó allir nokkuð skemmdir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×