Fleiri fréttir InDefence með samstöðufund vegna Icesave Indefence hópurinn stendur fyrir samstöðufundi vegna Icesave samkomulagsins á Austurvelli í dag. Hópurinn vill sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin geti staðið við. 13.8.2009 11:59 Uppsagnir munu ekki hafa áhrif á þjónustu Krabbameinsfélagsins Skipulagsbreytingar á Leitarsviði Krabbameinsfélagsins munu ekki hafa nein áhrif á þá þjónustu sem Krabbameinsfélag Íslands veitir skjólstæðingum sínum, hvorki í þéttbýli né dreifbýli. Vísir greindi frá því í gær að sex geislafræðingar á Leitarsviði myndu missa vinnuna. 13.8.2009 11:43 Tveimur mótorhjólum stolið - 300 þúsund í fundarlaun Tveimur torfærumótorhjólum var stolið úr bílakjallaranum við Helluvað 13 í fyrrinótt, milli klukkan tvö og þrjú að því er eigandinn telur. Um er að ræða Honda hjól og Yamaha hjól, annað blátt og hvítt og hitt rautt og hvítt. Þeir sem gætu vitað hvar hjólin eru niður komin eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 13.8.2009 10:59 Sigrún ráðin framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Stjórn Samfylkingarinnar hefur ráðið Sigrúnu Jónsdóttur stjórnmálafræðing sem framkvæmdastjóra flokksins frá með septembermánuði næstkomandi. Hún gegndi tímabundið störfum framkvæmdastjóra eftir að Skúli Helgason lét af störfum í vor. 13.8.2009 10:52 Vatnsleki í Öskju Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um níuleytið í morgun vegna vatnsleka í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Þegar slökkvilið kom á staðinn var kalt vatn á rúmlega 200 fermetra stórum gólffleti á annarri hæð hússins sem er rúmlega 8500 fermetrar að stærð. Dælu- og sjúkrabíll fóru á staðinn og gekk vel að dæla vatninu úr húsinu, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliðinu. 13.8.2009 10:46 Fjárlaganefnd lýkur Icesave umfjöllun í dag Fjárlaganefnd Alþingis mun ljúka umfjöllun um Icesave málið í dag eða í kvöld, segir Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar í samtali við fréttastofu. Fjárlaganefnd fundaði um málið í morgun og ákvað nefndin að fá með sér hóp til að vinna texta að breytingum á frumvarpinu í samræmi við óskir nefndarinnar. 13.8.2009 10:31 Framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar hættur Jóhann Kristjánsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Borgarahreyfingarinnar eftir þrjá mánuði í starfi. Hann segist hætta í góðri sátt. „Það stóð aldrei til að ég yrði þarna til eilífðarnóns.“ 13.8.2009 10:22 Faðir íslensks drengs verður sendur til Íraks - óttast um líf sitt Barnsfaðir íslenskrar konu var á meðal þeirra nítján Íraka sem handteknir voru í kirkju á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Hann óttast að verða sendur til Íraks. Hann saknar sonar síns og vill búa á Íslandi. 13.8.2009 10:21 Hinir vilja Þráin af þingi Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar vilja að fjórði þingmaðurinn, Þráinn Bertelsson taki sér frí frá Alþingi og kalli inn varamann. Þetta kemur fram á heimasíðu hreyfingarinnar, þar sem birt er bréf frá þingmönnunum þremur, sem sent var á stjórnarfund hreyfingarinanr á þriðjudag. 13.8.2009 08:33 Málningu skvett á hús Karls Werners og Hreiðars Más - myndir Rauðri málningu var skvett á íbúðarhús athafnamannsins Karls Wernerssonar við Engihlíð í Reykjavík í nótt. Þá fékk heimili Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Hlyngerði rauða málningargusu í annað sinn á stuttum tíma. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki. 13.8.2009 08:26 Ammoníakleki hjá Íslandspósti Einn starfsmaður dreifingarstöðvar Íslandspósts við Stórhöfða í Reykjavík var fluttur á Slysadeild í gærkvöldi, eftir að ammoníak barst þar út í andrúmsloftið. Hann hresstist brátt og hlaut ekki varnlegan skaða af. 13.8.2009 08:19 Þjófar staðnir að verki Lögregla greip þrjá innbrotsþjófa með fangið fullt af þýfi, þar sem þeir voru á leið út úr fjölbýlishúsi við Lindargötu í Reykjavík í gærkvöldi. Þeir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag. Þá var brotist inn í leikskóla í Grafarholti og þaðan stolið sjónvarpsskjá. Þjófurinn komst undan og er hann ófundinn. 13.8.2009 08:17 Bátur bilaði norður af Rifi Vélarbilun varð í strandveiðibáti þegar hann var hátt í 50 sjómílur norður af Rifi í gærkvöldi. Nálægur bátur kom til aðstoðar og dró bilaða bátinn til Rifs. Gott veður var á svæðinu og því ekki hætta á ferð. Strandveiðikvótinn á svæðinu frá Snæfellsnesi að Skagafirði, er búinn, enda voru lang flestir strandveiðibátarnir á því svæði og aflinn var góður. 13.8.2009 08:02 Átta teknir fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi Lögreglan á Selfossi stöðvaði átta ökumenn á Suðurlandsvegi í gær og fram á nótt. Þeir sem hraðast óku voru á 150 og 155 kílómetra hraða og verða þeir báðir sviftir ökuréttindum í einn mánuð og verður hvorum þeirra gert að greiða 130 þújsund krónur í sekt. 13.8.2009 07:58 Óvissa ríkir um starfsleyfi Menntaskólans „Það er nokkuð bratt að halda að menntaráð afgreiði svo stórt mál, eins og stofnun nýs grunnskóla, bara sisvona. Yfirleitt höfum við tekið okkur mun lengri tíma í svona lagað og það segir sig sjálft að við munum taka okkur allan þann tíma sem við þurfum til að skoða þessa umsókn. Það má ekki taka styttri tíma að stofna grunnskóla en að opna bar. Það eru ekki góð skilaboð," segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í menntaráði Reykjavíkurborgar. 13.8.2009 05:45 Sprautuðu lakkeyði á bíla forstjóra OR Milljónatjón varð á húsi og bílum Hjörleifs H. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, þegar aðgerðasinnar unnu skemmdarverk á heimili hans aðfaranótt mánudags. Svo virðist sem þeir séu farnir að færa sig upp á skaftið, því þeir létu sér ekki nægja að skvetta málningu sem hægt er að spúla burt, heldur voru bílarnir líka eyðilagðir með lakkeyði. 13.8.2009 05:30 Rannsaka verðmerkingar Ólöglegar verðmerkingar á matvöru virðast viðgangast í stórum stíl í íslenskum matvöruverslunum, þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ítrekað hvatt til þess að látið verði af þeim. Samkeppniseftirlitið hefur hafið stjórnsýslumál sem beinast að smásöluverslunum, framleiðendum matvöru og birgjum. 13.8.2009 05:00 Leggja áherslu á handþvott nema Heilbrigði Allt skólastarf í landinu getur hafist með eðlilegum hætti á næstunni þrátt fyrir heims-faraldur svínaflensu en 112 hafa nú greinst með flensuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. 13.8.2009 05:00 Almenningur sýni biðlund „Það er ekki hægt að byrja á því að frysta eignir fólks, fyrst verður að sanna glæpsamlega hegðun þess,“ segir Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. 13.8.2009 05:00 Bjartsýnn á að fylla turninn við Höfðatorg Búið er að leigja út þrjátíu prósent af tuttugu þúsund fermetrum turnsins við Höfðatorg. Pétur Guðmundsson, eigandi Höfðatorgs, sem á og leigir út turninn, er bjartsýnn á að það náist að leigja út allt húsið, hvort sem það taki hálft, eitt eða tvö ár. 13.8.2009 04:30 Eva Joly í viðtali: Enginn skaði vegna lekans úr Kaupþingi Eva Joly segir almenning verða að sýna þolinmæði þó að eigur auðmanna hafi ekki verið frystar. Rannsaka verði málin áður en eignir verði kyrrsettar. Hún segir mjög gott að settur hafi verið sérstakur ríkissaksóknari, en Valtýr Sigurðsson eigi samt að segja af sér. 13.8.2009 04:00 Skaðlegt að afnema verðtryggingu Ekki er ráðlegt að afnema verðtrygginguna með lagasetningu, að mati Seðlabanka Íslands. Forsenda þess að dregið sé úr notkun verðtryggingarinnar er annað hvort stöðugleiki til lengri tíma eða upptaka nýrrar myntar. 13.8.2009 04:00 Háskólanemum fjölgar um þriðjung á milli ára Um 23 þúsund manns eru skráðir í háskólanám í haust í fjóra stærstu háskóla landsins; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Um 17 þúsund stunduðu nám í skólunum haustið 2008, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Fjölgunin er því um 35 prósent. 13.8.2009 03:30 Geitungar fleiri en í fyrrasumar Trjágeitungar hafa komið upp mun fleiri búum sunnanlands en í fyrrasumar og er það einmuna blíðu að þakka. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir á heimasíðu stofnunarinnar að bú þeirra hafi vaxið með undrahraða í júlí. Stundum hafa fundist fleiri en eitt bú í einum og sama garðinum. 13.8.2009 03:15 Maraþonfundi fjárlaganefndar lokið „Þetta eru miklir maraþonfundir," segir Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd, en hann var að koma út af rúmlega þriggja tíma löngum nefndarfundi um Icesave málið þegar fréttastofa náði af honum tali. 12.8.2009 21:29 Aukinn kostnaður við velferðarmál nemur 25 milljörðum á árinu Kostnaður við velferðarkerfið hefur aukist um meira en 25 milljarða á þessu ári. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. 12.8.2009 20:15 700 heimili leituðu til hjálparsamtaka eftir sumarlokun Um sjö hundruð heimili sem eiga ekki fyrir mat leituðu á náðir Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar í dag. Sumarlokun hefur verið á báðum stöðum síðan í júní og segir kona sem leitaði sér aðstoðar að ástandið hafi verið skelfilegt hjá sér á meðan. 12.8.2009 20:18 Hærri þjónustugjöld vegna riftunar Glaðheimasölu Tekjutap Kópavogsbæjar vegna riftunar kaupsamnings á Glaðheimalandinu mun þyngja skuldabyrði bæjarins töluvert að sögn bæjarfulltrúa. Íbúar bæjarins megi búast við að þurfa að borga hærri þjónustugjöld í kjölfarið. 12.8.2009 19:28 Kannast ekki við að hafa hafnað Rússaláni Hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, né Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, kannast við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi hafnað milljarða láni frá Rússum. Sendiherra Rússa segir að ríkisstjórnin hafi óskað eftir fjögurra milljarða evra láni og síðan afþakkað það. 12.8.2009 19:22 Lánasjóðssvikarar vildu komast í Fáfni Mennirnir sem sviku út fjörutíu milljónir króna úr Íbúðalánasjóði eru allir tengdir vélhjólaklúbbnum Fáfni. Þeir tilheyra svokölluðum "wannabe´s" hópi sem leysir verkefni fyrir klúbbinn með það að markmiði að verða meðlimir í honum. 12.8.2009 18:53 Líkamsárás á Akureyri tengdist fíkniefnum Tveir karlar og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag grunuð um líkamsárás og frelsissviptingu. Fórnarlamb þeirra liggur á sjúkrahúsi með alvarlega áverka. 12.8.2009 18:48 Fráleitt að kalla ekki bandarískan sérfræðing til fyrr Þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir fráleitt að bandarískur sérfræðingur í skuldaþoli þjóða hafi ekki verið kallaður fyrr til vegna Icesave málsins. Sérfræðingurinn segir ótímabært að semja um skilmála Icesave fyrr en betri mynd fæst af því hvað kemur út úr eignum Landsbankans. 12.8.2009 18:32 Kápa Frozen Assets afhjúpuð Kápa bókarinnar Frozen Assets eftir Ármann Þorvaldsson, forstjóra starfsemi Kaupþings í Bretlandi undir merkjum Singer&Friedlander, hefur nú verið afhjúpuð. 12.8.2009 18:15 Kettir fara illa út úr kreppunni „Það er voðalega mikið um það að núna að fólk er að losa sig við kettina sína," segir Ásbjörg Una Björnsdóttir, stjórnarmaður í Dýrahjálp Íslands. 12.8.2009 17:38 Ráðherra fær ekki upplýsingar um yfirtekin fyrirtæki Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fær ekki upplýsingar frá bönkum og skilanefndum um þau fyrirtæki sem þeir hafa tekið yfir. Ráðherrann segir að þessir aðilar beri fyrir sér þagnarskyldu. 12.8.2009 16:04 Notkun róandi lyfja hefur ekki aukist í kreppunni Engin aukning hefur orðið í notkun róandi lyfja í kreppunni. Þetta kemur fram í úttekt Landlæknisembættisins sem hefur borið saman notkun geðlyfja fyrstu sjö mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði undanfarin ár. 12.8.2009 15:16 Menntamálaráðherra býst ekki við að háskólar verði sameinaðir í tvo Katrín Jakobsdóttir á ekki von á því að farin verði sú leið að sameina háskóla þannig að tveir háskólar verði starfandi á landinu líkt og mælt er með í erlendri skýrslu sem gerð var opinber í maí. 12.8.2009 15:22 Héldu karlmanni föngnum - Þrír í gæsluvarðhaldi Karlmanni á þrítugsaldri var haldið föngnum í fjölbýlishúsi á Akureyri og beittur líkamsmeiðingum. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið og hefur handtekið þrjá karlmenn vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki fást frekari upplýsingar frá lögreglunni um það að svo stöddu. 12.8.2009 14:04 Árni vísar á Seðlabankann vegna Rússaláns Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, kannast ekki við að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi hafnað milljarða láni Rússa í upphafi október í fyrra. Hann vísar á Seðlabankann. 12.8.2009 13:47 Skólar geta starfað eðlilega þrátt fyrir svínaflensuna Allt skólastarf í landinu getur hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar H1N1, eða svokallaðrar svínaflensu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landlækni. 12.8.2009 13:47 Innbúi stolið - Tryggingafélagið neitar að borga tjónið Einstæð þriggja barna móðir tapaði innbúi að verðmæti 2 milljónum króna þegar brotist var inn til hennar í maí síðastliðnum. Konan, sem heitir Ellen Ásdís Erlingsdóttir, bjó í Svíþjóð þegar innbrotið var framið en hafði leigt íbúðina með öllu innbúinu. Tryggingafélagið Vörður, sem konan tryggir hjá, segir að ekki hafi verið brotist inn hjá konunni og neitar að bæta henni tjónið. 12.8.2009 13:00 Enn á gjörgæslu eftir slysið á Grundartanga Líðan mannsins sem brenndist illa á fótum við vinnu í álverinu á Grundartanga í gær er eftir atvikum góð. Hann er enn á gjörgæslu og fór í aðgerð í gær þar sem gert var að brunasárunum. Að sögn vakthafandi læknis tókst aðgerðin vel. 12.8.2009 12:50 Icesave úr fjárlaganefnd á morgun Flest bendir til að Icesave samningurinn verði afgreiddur úr fjárlaganefnd á morgun. Nefndin kemur saman að minnsta kosti þrisvar í dag vegna málsins. 12.8.2009 12:24 Ríkisstjórn Geirs hafnaði milljarða láni frá Rússum Ríkisstjórn Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, falaðist bæði eftir og hafnaði síðan milljarða láni frá Rússum vegna kreppunnar. Þetta segir sendiherra Rússa á Íslandi. 12.8.2009 11:57 Ríkur stuðningur við Steingrím á átakafundi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir ríkan stuðning hafa komið fram við Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, á átakafundi kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi í gærkvöld. 12.8.2009 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
InDefence með samstöðufund vegna Icesave Indefence hópurinn stendur fyrir samstöðufundi vegna Icesave samkomulagsins á Austurvelli í dag. Hópurinn vill sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin geti staðið við. 13.8.2009 11:59
Uppsagnir munu ekki hafa áhrif á þjónustu Krabbameinsfélagsins Skipulagsbreytingar á Leitarsviði Krabbameinsfélagsins munu ekki hafa nein áhrif á þá þjónustu sem Krabbameinsfélag Íslands veitir skjólstæðingum sínum, hvorki í þéttbýli né dreifbýli. Vísir greindi frá því í gær að sex geislafræðingar á Leitarsviði myndu missa vinnuna. 13.8.2009 11:43
Tveimur mótorhjólum stolið - 300 þúsund í fundarlaun Tveimur torfærumótorhjólum var stolið úr bílakjallaranum við Helluvað 13 í fyrrinótt, milli klukkan tvö og þrjú að því er eigandinn telur. Um er að ræða Honda hjól og Yamaha hjól, annað blátt og hvítt og hitt rautt og hvítt. Þeir sem gætu vitað hvar hjólin eru niður komin eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 13.8.2009 10:59
Sigrún ráðin framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Stjórn Samfylkingarinnar hefur ráðið Sigrúnu Jónsdóttur stjórnmálafræðing sem framkvæmdastjóra flokksins frá með septembermánuði næstkomandi. Hún gegndi tímabundið störfum framkvæmdastjóra eftir að Skúli Helgason lét af störfum í vor. 13.8.2009 10:52
Vatnsleki í Öskju Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um níuleytið í morgun vegna vatnsleka í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Þegar slökkvilið kom á staðinn var kalt vatn á rúmlega 200 fermetra stórum gólffleti á annarri hæð hússins sem er rúmlega 8500 fermetrar að stærð. Dælu- og sjúkrabíll fóru á staðinn og gekk vel að dæla vatninu úr húsinu, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliðinu. 13.8.2009 10:46
Fjárlaganefnd lýkur Icesave umfjöllun í dag Fjárlaganefnd Alþingis mun ljúka umfjöllun um Icesave málið í dag eða í kvöld, segir Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar í samtali við fréttastofu. Fjárlaganefnd fundaði um málið í morgun og ákvað nefndin að fá með sér hóp til að vinna texta að breytingum á frumvarpinu í samræmi við óskir nefndarinnar. 13.8.2009 10:31
Framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar hættur Jóhann Kristjánsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Borgarahreyfingarinnar eftir þrjá mánuði í starfi. Hann segist hætta í góðri sátt. „Það stóð aldrei til að ég yrði þarna til eilífðarnóns.“ 13.8.2009 10:22
Faðir íslensks drengs verður sendur til Íraks - óttast um líf sitt Barnsfaðir íslenskrar konu var á meðal þeirra nítján Íraka sem handteknir voru í kirkju á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Hann óttast að verða sendur til Íraks. Hann saknar sonar síns og vill búa á Íslandi. 13.8.2009 10:21
Hinir vilja Þráin af þingi Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar vilja að fjórði þingmaðurinn, Þráinn Bertelsson taki sér frí frá Alþingi og kalli inn varamann. Þetta kemur fram á heimasíðu hreyfingarinnar, þar sem birt er bréf frá þingmönnunum þremur, sem sent var á stjórnarfund hreyfingarinanr á þriðjudag. 13.8.2009 08:33
Málningu skvett á hús Karls Werners og Hreiðars Más - myndir Rauðri málningu var skvett á íbúðarhús athafnamannsins Karls Wernerssonar við Engihlíð í Reykjavík í nótt. Þá fékk heimili Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Hlyngerði rauða málningargusu í annað sinn á stuttum tíma. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki. 13.8.2009 08:26
Ammoníakleki hjá Íslandspósti Einn starfsmaður dreifingarstöðvar Íslandspósts við Stórhöfða í Reykjavík var fluttur á Slysadeild í gærkvöldi, eftir að ammoníak barst þar út í andrúmsloftið. Hann hresstist brátt og hlaut ekki varnlegan skaða af. 13.8.2009 08:19
Þjófar staðnir að verki Lögregla greip þrjá innbrotsþjófa með fangið fullt af þýfi, þar sem þeir voru á leið út úr fjölbýlishúsi við Lindargötu í Reykjavík í gærkvöldi. Þeir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag. Þá var brotist inn í leikskóla í Grafarholti og þaðan stolið sjónvarpsskjá. Þjófurinn komst undan og er hann ófundinn. 13.8.2009 08:17
Bátur bilaði norður af Rifi Vélarbilun varð í strandveiðibáti þegar hann var hátt í 50 sjómílur norður af Rifi í gærkvöldi. Nálægur bátur kom til aðstoðar og dró bilaða bátinn til Rifs. Gott veður var á svæðinu og því ekki hætta á ferð. Strandveiðikvótinn á svæðinu frá Snæfellsnesi að Skagafirði, er búinn, enda voru lang flestir strandveiðibátarnir á því svæði og aflinn var góður. 13.8.2009 08:02
Átta teknir fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi Lögreglan á Selfossi stöðvaði átta ökumenn á Suðurlandsvegi í gær og fram á nótt. Þeir sem hraðast óku voru á 150 og 155 kílómetra hraða og verða þeir báðir sviftir ökuréttindum í einn mánuð og verður hvorum þeirra gert að greiða 130 þújsund krónur í sekt. 13.8.2009 07:58
Óvissa ríkir um starfsleyfi Menntaskólans „Það er nokkuð bratt að halda að menntaráð afgreiði svo stórt mál, eins og stofnun nýs grunnskóla, bara sisvona. Yfirleitt höfum við tekið okkur mun lengri tíma í svona lagað og það segir sig sjálft að við munum taka okkur allan þann tíma sem við þurfum til að skoða þessa umsókn. Það má ekki taka styttri tíma að stofna grunnskóla en að opna bar. Það eru ekki góð skilaboð," segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í menntaráði Reykjavíkurborgar. 13.8.2009 05:45
Sprautuðu lakkeyði á bíla forstjóra OR Milljónatjón varð á húsi og bílum Hjörleifs H. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, þegar aðgerðasinnar unnu skemmdarverk á heimili hans aðfaranótt mánudags. Svo virðist sem þeir séu farnir að færa sig upp á skaftið, því þeir létu sér ekki nægja að skvetta málningu sem hægt er að spúla burt, heldur voru bílarnir líka eyðilagðir með lakkeyði. 13.8.2009 05:30
Rannsaka verðmerkingar Ólöglegar verðmerkingar á matvöru virðast viðgangast í stórum stíl í íslenskum matvöruverslunum, þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ítrekað hvatt til þess að látið verði af þeim. Samkeppniseftirlitið hefur hafið stjórnsýslumál sem beinast að smásöluverslunum, framleiðendum matvöru og birgjum. 13.8.2009 05:00
Leggja áherslu á handþvott nema Heilbrigði Allt skólastarf í landinu getur hafist með eðlilegum hætti á næstunni þrátt fyrir heims-faraldur svínaflensu en 112 hafa nú greinst með flensuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. 13.8.2009 05:00
Almenningur sýni biðlund „Það er ekki hægt að byrja á því að frysta eignir fólks, fyrst verður að sanna glæpsamlega hegðun þess,“ segir Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. 13.8.2009 05:00
Bjartsýnn á að fylla turninn við Höfðatorg Búið er að leigja út þrjátíu prósent af tuttugu þúsund fermetrum turnsins við Höfðatorg. Pétur Guðmundsson, eigandi Höfðatorgs, sem á og leigir út turninn, er bjartsýnn á að það náist að leigja út allt húsið, hvort sem það taki hálft, eitt eða tvö ár. 13.8.2009 04:30
Eva Joly í viðtali: Enginn skaði vegna lekans úr Kaupþingi Eva Joly segir almenning verða að sýna þolinmæði þó að eigur auðmanna hafi ekki verið frystar. Rannsaka verði málin áður en eignir verði kyrrsettar. Hún segir mjög gott að settur hafi verið sérstakur ríkissaksóknari, en Valtýr Sigurðsson eigi samt að segja af sér. 13.8.2009 04:00
Skaðlegt að afnema verðtryggingu Ekki er ráðlegt að afnema verðtrygginguna með lagasetningu, að mati Seðlabanka Íslands. Forsenda þess að dregið sé úr notkun verðtryggingarinnar er annað hvort stöðugleiki til lengri tíma eða upptaka nýrrar myntar. 13.8.2009 04:00
Háskólanemum fjölgar um þriðjung á milli ára Um 23 þúsund manns eru skráðir í háskólanám í haust í fjóra stærstu háskóla landsins; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Um 17 þúsund stunduðu nám í skólunum haustið 2008, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Fjölgunin er því um 35 prósent. 13.8.2009 03:30
Geitungar fleiri en í fyrrasumar Trjágeitungar hafa komið upp mun fleiri búum sunnanlands en í fyrrasumar og er það einmuna blíðu að þakka. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir á heimasíðu stofnunarinnar að bú þeirra hafi vaxið með undrahraða í júlí. Stundum hafa fundist fleiri en eitt bú í einum og sama garðinum. 13.8.2009 03:15
Maraþonfundi fjárlaganefndar lokið „Þetta eru miklir maraþonfundir," segir Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd, en hann var að koma út af rúmlega þriggja tíma löngum nefndarfundi um Icesave málið þegar fréttastofa náði af honum tali. 12.8.2009 21:29
Aukinn kostnaður við velferðarmál nemur 25 milljörðum á árinu Kostnaður við velferðarkerfið hefur aukist um meira en 25 milljarða á þessu ári. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. 12.8.2009 20:15
700 heimili leituðu til hjálparsamtaka eftir sumarlokun Um sjö hundruð heimili sem eiga ekki fyrir mat leituðu á náðir Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar í dag. Sumarlokun hefur verið á báðum stöðum síðan í júní og segir kona sem leitaði sér aðstoðar að ástandið hafi verið skelfilegt hjá sér á meðan. 12.8.2009 20:18
Hærri þjónustugjöld vegna riftunar Glaðheimasölu Tekjutap Kópavogsbæjar vegna riftunar kaupsamnings á Glaðheimalandinu mun þyngja skuldabyrði bæjarins töluvert að sögn bæjarfulltrúa. Íbúar bæjarins megi búast við að þurfa að borga hærri þjónustugjöld í kjölfarið. 12.8.2009 19:28
Kannast ekki við að hafa hafnað Rússaláni Hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, né Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, kannast við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi hafnað milljarða láni frá Rússum. Sendiherra Rússa segir að ríkisstjórnin hafi óskað eftir fjögurra milljarða evra láni og síðan afþakkað það. 12.8.2009 19:22
Lánasjóðssvikarar vildu komast í Fáfni Mennirnir sem sviku út fjörutíu milljónir króna úr Íbúðalánasjóði eru allir tengdir vélhjólaklúbbnum Fáfni. Þeir tilheyra svokölluðum "wannabe´s" hópi sem leysir verkefni fyrir klúbbinn með það að markmiði að verða meðlimir í honum. 12.8.2009 18:53
Líkamsárás á Akureyri tengdist fíkniefnum Tveir karlar og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag grunuð um líkamsárás og frelsissviptingu. Fórnarlamb þeirra liggur á sjúkrahúsi með alvarlega áverka. 12.8.2009 18:48
Fráleitt að kalla ekki bandarískan sérfræðing til fyrr Þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir fráleitt að bandarískur sérfræðingur í skuldaþoli þjóða hafi ekki verið kallaður fyrr til vegna Icesave málsins. Sérfræðingurinn segir ótímabært að semja um skilmála Icesave fyrr en betri mynd fæst af því hvað kemur út úr eignum Landsbankans. 12.8.2009 18:32
Kápa Frozen Assets afhjúpuð Kápa bókarinnar Frozen Assets eftir Ármann Þorvaldsson, forstjóra starfsemi Kaupþings í Bretlandi undir merkjum Singer&Friedlander, hefur nú verið afhjúpuð. 12.8.2009 18:15
Kettir fara illa út úr kreppunni „Það er voðalega mikið um það að núna að fólk er að losa sig við kettina sína," segir Ásbjörg Una Björnsdóttir, stjórnarmaður í Dýrahjálp Íslands. 12.8.2009 17:38
Ráðherra fær ekki upplýsingar um yfirtekin fyrirtæki Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fær ekki upplýsingar frá bönkum og skilanefndum um þau fyrirtæki sem þeir hafa tekið yfir. Ráðherrann segir að þessir aðilar beri fyrir sér þagnarskyldu. 12.8.2009 16:04
Notkun róandi lyfja hefur ekki aukist í kreppunni Engin aukning hefur orðið í notkun róandi lyfja í kreppunni. Þetta kemur fram í úttekt Landlæknisembættisins sem hefur borið saman notkun geðlyfja fyrstu sjö mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði undanfarin ár. 12.8.2009 15:16
Menntamálaráðherra býst ekki við að háskólar verði sameinaðir í tvo Katrín Jakobsdóttir á ekki von á því að farin verði sú leið að sameina háskóla þannig að tveir háskólar verði starfandi á landinu líkt og mælt er með í erlendri skýrslu sem gerð var opinber í maí. 12.8.2009 15:22
Héldu karlmanni föngnum - Þrír í gæsluvarðhaldi Karlmanni á þrítugsaldri var haldið föngnum í fjölbýlishúsi á Akureyri og beittur líkamsmeiðingum. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið og hefur handtekið þrjá karlmenn vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki fást frekari upplýsingar frá lögreglunni um það að svo stöddu. 12.8.2009 14:04
Árni vísar á Seðlabankann vegna Rússaláns Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, kannast ekki við að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi hafnað milljarða láni Rússa í upphafi október í fyrra. Hann vísar á Seðlabankann. 12.8.2009 13:47
Skólar geta starfað eðlilega þrátt fyrir svínaflensuna Allt skólastarf í landinu getur hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar H1N1, eða svokallaðrar svínaflensu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landlækni. 12.8.2009 13:47
Innbúi stolið - Tryggingafélagið neitar að borga tjónið Einstæð þriggja barna móðir tapaði innbúi að verðmæti 2 milljónum króna þegar brotist var inn til hennar í maí síðastliðnum. Konan, sem heitir Ellen Ásdís Erlingsdóttir, bjó í Svíþjóð þegar innbrotið var framið en hafði leigt íbúðina með öllu innbúinu. Tryggingafélagið Vörður, sem konan tryggir hjá, segir að ekki hafi verið brotist inn hjá konunni og neitar að bæta henni tjónið. 12.8.2009 13:00
Enn á gjörgæslu eftir slysið á Grundartanga Líðan mannsins sem brenndist illa á fótum við vinnu í álverinu á Grundartanga í gær er eftir atvikum góð. Hann er enn á gjörgæslu og fór í aðgerð í gær þar sem gert var að brunasárunum. Að sögn vakthafandi læknis tókst aðgerðin vel. 12.8.2009 12:50
Icesave úr fjárlaganefnd á morgun Flest bendir til að Icesave samningurinn verði afgreiddur úr fjárlaganefnd á morgun. Nefndin kemur saman að minnsta kosti þrisvar í dag vegna málsins. 12.8.2009 12:24
Ríkisstjórn Geirs hafnaði milljarða láni frá Rússum Ríkisstjórn Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, falaðist bæði eftir og hafnaði síðan milljarða láni frá Rússum vegna kreppunnar. Þetta segir sendiherra Rússa á Íslandi. 12.8.2009 11:57
Ríkur stuðningur við Steingrím á átakafundi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir ríkan stuðning hafa komið fram við Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, á átakafundi kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi í gærkvöld. 12.8.2009 11:15