Innlent

Kápa Frozen Assets afhjúpuð

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Kápa bókarinnar Frozen Assets.
Kápa bókarinnar Frozen Assets. Mynd/Amazon.com
Kápa bókarinnar Frozen Assets eftir Ármann Þorvaldsson, forstjóra starfsemi Kaupþings í Bretlandi undir merkjum Singer&Friedlander, hefur nú verið afhjúpuð.

Á kápu bókarinnar segir að Ísland hafi upplifað bæði flugið og fallið. Í bókinni segi frá því hvernig einn maður, einn banki og eitt þjóðríki hafi upplifað og haft áhrif á gang efnahagslegrar sögu heimsins.

Í umfjöllun Telegraph um bókina segir að hún gæti orðið umdeild. Búist sé við að Frozen Assets fjalli um ríkustu viðskiptavini bankans á borð við Robert Tchenguiz, ofurkokkinn Gordon Ramsay og Mike Ashley, eiganda fótboltaliðsins Newcastle. Þá sé hinn hraði lífstíll bankamanna í góðærinu útlistaður.

Þar er einnig dregið dár af því að þeir sem töpuðu sparifé sínu við fall Kaupþings verði tæpast ánægðir með að forstjóri bankans muni líklegast hafa ágætlega upp úr útgáfu bókarinnar.

Bókin kemur út í október og verður á ensku, en hún fæst með 30% afslætti í forsölu á vefbóksölunni Amazon.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×