Fleiri fréttir Magn jarðhitaefna fjórfaldast í Markarfljóti Magn jarðhitaefna í Markarfljóti á Rangárvöllum og leiðni í fljótinu nálgast að verða fjórfalt yfir meðallagi, sem getur verið vísbending um jökulhlaup í Fremri Emstruá. 12.8.2009 09:51 Þýskum ferðamönnum komið til byggða Björgunarsveitarmenn Landsbjargar komu þýsku pari til hjálpar í nótt, eftir að konan hafði snúið sig illa á fæti og fólkið hafði villst af leið á Fimmvörðuhálsi á milli Skóga og Þórsmerkur. 12.8.2009 08:30 Eldur í Flóanum í gærkvöldi Eldur kviknaði í dæluskúr vatnsveitunnar í Hraungerðishreppi í Flóa undir kvöld í gær. Þar logaði glatt þegar slökkvilið kom á vettvang, en eldurinn var slökktur á skammri stundu. Vatnslaust varð um tíma á svæðinu, en viðgerðarmönnum tókst að koma því aftur á í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn, en menn höfðu verið að vinna við dælustöðina í gær. 12.8.2009 08:23 Lögregla opnaði hliðið í Helguvík Lögreglan á Suðurnesjum hefur opnað starfsmönnum við álversbygginguna í Helguvík leilð inn á vinnusvæðið, eftir að 20 manna hópur á vegum Saving Iceland hlekkjaði sig þar við hliðin og byggingakrana á svæðinu. 12.8.2009 07:58 Hlegið ef Íslendingar hótuðu að ganga úr NATO Samningsstaða Íslendinga í þorskastríðunum var yfirleitt betri en nú um stundir, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í grein um Icesave sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 12.8.2009 07:00 Samstöðufundur: Íslenska þjóðin rísi úr pólitísku hjólförunum „Við lítum svo á að það sé kominn tími til að við Íslendingar, sem erum sérfræðingar í að rífast innbyrðis, rísi upp úr pólitískum hjólförum og sýni að við erum ein þjóð sem stendur saman þegar skórinn kreppir,“ segir Jóhannes Þ. Skúlason, meðlimur í hinum svokallaða InDefence-hópi. 12.8.2009 06:00 Þokast í átt til sáttar innan stjórnarliðsins Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur góða von um að viðunandi lausn finnist á Icesave-málinu og að það hljóti samþykki. „Ég er vongóður um að við náum sameiginlegri lausn ef menn sýna allir góðan samstarfsvilja,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa af því spurnir að innan fjárlaganefndar væru menn á réttri leið, að hans mati. 12.8.2009 06:00 Forræðismál úr höndum utanríkisráðuneytis Utanríkisráðuneytið getur ekkert aðhafst í máli Borghildar Guðmundsdóttur, sem hefur verið gert að halda til Bandaríkjanna með syni sína tvo. Þetta segir Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri í ráðuneytinu. 12.8.2009 05:45 Dómari vill að brennumálið á Kleppsvegi verði flutt að nýju Hætt var við það á mánudag að kveða upp dóm í máli þriggja meintra brennumanna í vikunni. Til stóð að dómur yrði felldur í málinu í gær, en því var hins vegar frestað með eins dags fyrirvara. 12.8.2009 05:45 Skiptar skoðanir í þingvallanefnd um Valhöll Sjö þingmenn voru í gær kjörnir í Þingvallanefnd. Þeir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru fráleitt á einu máli um fyrsta stóra málið sem bíður nefndarinnar, framtíð reitsins þar sem Hótel Valhöll stóð. 12.8.2009 05:00 Sorpmagnið dregst saman Ásókn borgarbúa í umhverfisvænar ruslatunnur hefur síður en svo dregist saman í kreppunni. Við það bætist að sorpmagnið frá borgarbúum hefur dregist saman í kreppunni, segir Pétur Elínarson, rekstrarfulltrúi á umhverfissviði Reykjavíkurborgar. 12.8.2009 04:00 Bretar hafa ekki áhyggjur vegna Icesave Icesave-málið er breskum almenningi ekki sérstaklega hugleikið og Bretar hafa ekki af því miklar áhyggjur. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra Íslands í London, á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12.8.2009 04:00 Nítján þúsund sigldu með ferjunni Baldri Metaðsókn var í Breiðafjarðarferjuna Baldur í júlí en um nítján þúsund farþegar og um fjögur þúsund bílar fóru með ferjunni. Á sama tíma í fyrra sigldu rúmlega fimmtán þúsund manns með ferjunni og um 3.500 bílar. 12.8.2009 04:00 Makríllinn dreifður um alla lögsöguna Umfangsmestu rannsóknir á makrílgöngum á hafsvæðinu við Ísland og á Norður-Atlantshafi eru langt komnar. Rannsóknirnar eru tilkomnar vegna deilna um útbreiðslu makríls hér við land og rétt Íslendinga til veiða úr stofninum. Niðurstaða þeirra mun liggja fyrir í september en ljóst er að mikið er af makríl víða í íslensku lögsögunni. 12.8.2009 03:30 Áfram verður hlýtt á landinu Mikið blíðskaparveður var víða á landinu í gær, og sólin skein skært í miðborg Reykjavíkur. Ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá Bæjarins bestu í Tryggvagötu og var ekki að sjá að gestir sem biðu þar létu það nokkuð á sig fá í góða veðrinu. 12.8.2009 03:15 Vilja dreifa umferð um Esjuna Unnið hefur verið að því í að búa til nýja göngustíga um hlíðar Esjunnar í sumar til að dreifa umferð um fjallið en ágangur þar hefur verið óvenju mikill. Að sögn Bergþóru Einarsdóttur, flokksstjóra hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, sem hefur umsjón með Esjuhlíðum, hefur verið stöðugt streymi upp að Þverfellshorni, sem er vinsælasta gönguleiðin. 12.8.2009 03:15 Fundur VG: Félagshyggjustjórnin megi ekki stranda á Icesave Það var þétt setinn bekkurinn á félagsfundi Vinstri grænna í Kraganum, en aðstandendur fundarins telja að yfir hundrað manns hafi setið fundinn. Meðal gesta var stór hluti þingflokks Vinstri grænna og jafnvel flokksmeðlimir úr öðrum kjördæmum. 11.8.2009 23:52 Fleiri en hundrað á félagsfundi VG í Kraganum Yfir hundrað manns eru mættir á félagsfund Vinstri grænna í Kraganum í félagsheimili VG að Hamraborg 1-3. Meðal þeirra sem sitja fundinn eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson, þingmenn flokksins, sem svara spurningum félaga eftir bestu getu. 11.8.2009 22:11 Er tilbúinn að skoða skattaafslátt gegn upplýsingum „Ég er alveg tilbúinn að taka þetta til skoðunar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um þá hugmynd að veita fjármagnseigendum skattaafslátt í skiptum fyrir upplýsingar um innistæður þeirra á aflandsreikningum. 11.8.2009 20:52 Þrisvar dópaður undir stýri á einni viku Lögreglan á Akureyri greip tvítugan pilt í dag grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þetta er í annað skiptið á jafnmörgum dögum sem lögregla hefur afskipti af drengnum, því um hádegisbilið í gær var sami drengur stöðvaður fyrir sama brot. Þá tók lögregla hann einnig um síðustu helgi fyrir fíkniefnaakstur. 11.8.2009 21:17 Hvalfjarðargöngin opnuð eftir slys Verið er að opna Hvalfjarðargöngin, en þeim var lokað eftir að þriggja bíla árekstur varð þar á fimmta tímanum. 11.8.2009 19:50 Vill veita skattaafslátt í skiptum fyrir upplýsingar Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill að skoðaður verði möguleiki á að veita fjármagnseigendum sem eiga fé á huldureikningum erlendis skattaafslátt, veiti þeir sjálfviljugir upplýsingar um innistæður sínar. 11.8.2009 19:46 Siggi stormur framkvæmdi tannlækningar á syni sínum Tíu ára drengur, sem var sárþjáður af tannpínu um verslunarmannahelgina, neyddist til að leggjast undir hnífinn heima í stofu hjá föður sínum þar sem ómögulegt var að fá aðstoð tannlæknis. Varaformaður tannlæknafélagsins harmar atvikið. 11.8.2009 19:24 Vinnueftirlitið rannsakar alvarlegt slys í álveri Vinnueftirlitið rannsakar alvarlegt slys sem varð í álverinu á Grundatanga í gærkvöldi þegar starfsmaður brendist illa á báðum fótum. 11.8.2009 19:12 Atvinnuleysi viðskiptamenntaðra tólffaldaðist undanfarið ár Sjö sinnum fleiri kennarar eru atvinnulausir nú en á sama tíma í fyrra og tólf sinnum fleiri viðskipta- og hagfræðingar. Helmingur atvinnulausra eru með framhaldsmenntun eða er faglærður. 11.8.2009 19:06 Sextug kona meðal þeirra sem notaðir voru í lánasjóðssvindli Nöfn leikskólakennara, bókasafnsfræðings, fyrrverandi verðbréfasala og manns sem skráður er til húsa í félagsbústöðum voru notuð til að svíkja út fjörutíu milljónir króna úr Íbúðalánasjóði. Sextug kona sem notuð var í svikunum segist ekki skilja af hverju hennar nafn var notað. 11.8.2009 19:03 Ríkisstjórnarsamstarfið að veði í Icesave Össur Skarphéðinsson segir að ef ekki verði meirihluti fyrir Icesave frumvarpi ríkisstjórnarinnar, verði stjórnin og einstakir ráðherrar að íhuga stöðu sína. Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þurfa að rökstyðja afstöðu sína í Icesave málinu, fyrir almennum flokksmönnum í Vinstri-grænum, á félagsfundi í kvöld. Fullyrt er að ríkisstjórnin standi og falli með afstöðu þeirra í málinu. 11.8.2009 18:55 Milljarða lóðasala Kópavogsbæjar gæti endað fyrir dómstólum Milljarða lóðasala Kópavogs í Glaðheimum er í uppnámi og kann að enda fyrir dómstólum. Kaupandi vill rifta samningi, en bærinn neitar. 11.8.2009 18:48 Óvissa um gjaldeyrisforðann vegna Icesave Hundruð milljarða króna galdeyrisforði Íslendinga gæti lent í klóm Breta ef Icesave-samningurinn gjaldfellur. Óvíst er að sá hluti forðans sem geymdur er í Bandaríkjunum njóti friðhelgi samkvæmt samningum. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra, fellst ekki á þetta. 11.8.2009 18:31 Vill sjá reglur um eignarhald fjölmiðla „Það er talað um það í stjórnarsáttmálanum að endurskoða fjölmiðlalögin, en einungis nefnt sjálfstæði ritstjórna," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 11.8.2009 18:19 Undirstrikar nauðsyn breikkun Suðurlandsvegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að svar Kristjáns Möllers, samgönguráðherra, við fyrirspurn sinni um Suðurlandsveg og gangagerð undirstriki nauðsyn þess að hafnar verði framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar. 11.8.2009 17:17 Þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngum Þriggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngunum á fimmta tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu voru ökumenn einir í öllum þremur bílunum. Þeir eru allir komnir í sjúkrabíla og fara tveir þeirra á sjúkrahús á Akranesi en einn til 11.8.2009 16:39 Ferfalt fleiri konur vilja Útskálaprestkall Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Útskálaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Þar af eru átta konur, eða ferfalt fleiri en karlumsækjendur. Frestur til að skila inn umsóknum rann út 6. ágúst, en embættið veitist frá 1. september næstkomandi. 11.8.2009 17:44 Ferðamaðurinn kominn úr Kreppu Erlendur ferðamaður sem slasaðist í ánni Kreppu fyrr í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður en kaldur og hrakinn og afar skelkaður. 11.8.2009 15:00 „Stjórn Seðlabankans á ekki að vera kaffisamsæti flokksgæðinga“ Þingmenn Borgarahreyfingarinnar mótmæltu kosningu í Seðlabankaráð og landskjörstjórn á þingfundi í dag. Þór Saari, þingmaður flokksins, gagnrýndi að kosið væri í bankaráð Seðlabankans með pólitískum hætti. 11.8.2009 14:41 Þingvallanefnd kosin á Alþingi Alþingi kaus í dag sjö manna Þingvallanefnd úr röðum þingmanna. Eftirfarandi þingmenn voru kjörnir. 11.8.2009 14:37 Bankaráð Seðlabankans kosið á Alþingi Sjö manna bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag. Þrír koma nýir inn í bankaráðið en það eru þau Hildur Traustadóttir, Magnús Árni Skúlason og Katrín Olga Jóhannesdóttir 11.8.2009 14:19 Líf í höfnum landsins Ólína Þorvarðadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir reynslu af lögum um strandveiðar sem tóku gildi í vor vera góða. Mun meiri umsvif væri í höfnum landsins og að landanir væru fleiri en áður. 11.8.2009 14:02 Þyrla sækir slasaðan ferðamann Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi og Norðurlandi voru kallaðar út eftir hádegi í dag vegna erlends ferðamanns sem slasaðist í ánni Kreppu, sem er norðan Vatnajökuls. 11.8.2009 13:21 Óhugsandi að Samfylkingin slíti ríkisstjórnarsamstarfinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG standi og falli með Icesave málinu. 11.8.2009 13:17 Stjórnin stendur og fellur með Icesave Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir svo ekki vera, en væntir lausnar. 11.8.2009 12:04 Efast um hvort eðlilegt sé að breska fjársvikadeildin hjálpi Íslendingum „Er það eftirsóknarvert, sem enginn gagnrýnir núna, að rannsóknardeild um alvarleg fjársvikamál í Bretlandi komi hér og skipti sér af málefnum okkar banka?" Þessarar spurningar spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra í viðtali við netvarpið. 11.8.2009 11:16 „Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11.8.2009 10:40 Björguðu kisa úr sjálfheldu Kisi litli lenti í sjálfheldu þegar að hann var að leika sér í rafmagnsstaur á Seltjarnarnesi í gær. Staurinn er nokkuð hár og þegar kisi var kominn upp á topp þorði hann ekki niður. Seltirningar sem áttu leið um kenndu í brjósti um kisa og ákváðu að kalla á aðstoð lögreglunnar. Sökum anna komst lögreglan ekki á staðinn. Það kom ekki að sök því að bæjarstarfsmenn hjá Seltjarnarnesbæ sýndu af sér mikið snarræði og björguðu kisa. 11.8.2009 10:30 Færeyingar mættir í síldarævintýrið Þrjú færeysk skip hafa nú blandað sér í síldarævintýrið norðaustur af landinu, en afli íslensku síldveiðiskipanna í síðasta mánuði er meiri í júlímánuði en nokkru sinni, síðan að Norsk- íslenski síldarstofninn hrundi seint á sjöunda áratug síðustu aldar. 11.8.2009 08:17 Sjá næstu 50 fréttir
Magn jarðhitaefna fjórfaldast í Markarfljóti Magn jarðhitaefna í Markarfljóti á Rangárvöllum og leiðni í fljótinu nálgast að verða fjórfalt yfir meðallagi, sem getur verið vísbending um jökulhlaup í Fremri Emstruá. 12.8.2009 09:51
Þýskum ferðamönnum komið til byggða Björgunarsveitarmenn Landsbjargar komu þýsku pari til hjálpar í nótt, eftir að konan hafði snúið sig illa á fæti og fólkið hafði villst af leið á Fimmvörðuhálsi á milli Skóga og Þórsmerkur. 12.8.2009 08:30
Eldur í Flóanum í gærkvöldi Eldur kviknaði í dæluskúr vatnsveitunnar í Hraungerðishreppi í Flóa undir kvöld í gær. Þar logaði glatt þegar slökkvilið kom á vettvang, en eldurinn var slökktur á skammri stundu. Vatnslaust varð um tíma á svæðinu, en viðgerðarmönnum tókst að koma því aftur á í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn, en menn höfðu verið að vinna við dælustöðina í gær. 12.8.2009 08:23
Lögregla opnaði hliðið í Helguvík Lögreglan á Suðurnesjum hefur opnað starfsmönnum við álversbygginguna í Helguvík leilð inn á vinnusvæðið, eftir að 20 manna hópur á vegum Saving Iceland hlekkjaði sig þar við hliðin og byggingakrana á svæðinu. 12.8.2009 07:58
Hlegið ef Íslendingar hótuðu að ganga úr NATO Samningsstaða Íslendinga í þorskastríðunum var yfirleitt betri en nú um stundir, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í grein um Icesave sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 12.8.2009 07:00
Samstöðufundur: Íslenska þjóðin rísi úr pólitísku hjólförunum „Við lítum svo á að það sé kominn tími til að við Íslendingar, sem erum sérfræðingar í að rífast innbyrðis, rísi upp úr pólitískum hjólförum og sýni að við erum ein þjóð sem stendur saman þegar skórinn kreppir,“ segir Jóhannes Þ. Skúlason, meðlimur í hinum svokallaða InDefence-hópi. 12.8.2009 06:00
Þokast í átt til sáttar innan stjórnarliðsins Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur góða von um að viðunandi lausn finnist á Icesave-málinu og að það hljóti samþykki. „Ég er vongóður um að við náum sameiginlegri lausn ef menn sýna allir góðan samstarfsvilja,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa af því spurnir að innan fjárlaganefndar væru menn á réttri leið, að hans mati. 12.8.2009 06:00
Forræðismál úr höndum utanríkisráðuneytis Utanríkisráðuneytið getur ekkert aðhafst í máli Borghildar Guðmundsdóttur, sem hefur verið gert að halda til Bandaríkjanna með syni sína tvo. Þetta segir Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri í ráðuneytinu. 12.8.2009 05:45
Dómari vill að brennumálið á Kleppsvegi verði flutt að nýju Hætt var við það á mánudag að kveða upp dóm í máli þriggja meintra brennumanna í vikunni. Til stóð að dómur yrði felldur í málinu í gær, en því var hins vegar frestað með eins dags fyrirvara. 12.8.2009 05:45
Skiptar skoðanir í þingvallanefnd um Valhöll Sjö þingmenn voru í gær kjörnir í Þingvallanefnd. Þeir þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru fráleitt á einu máli um fyrsta stóra málið sem bíður nefndarinnar, framtíð reitsins þar sem Hótel Valhöll stóð. 12.8.2009 05:00
Sorpmagnið dregst saman Ásókn borgarbúa í umhverfisvænar ruslatunnur hefur síður en svo dregist saman í kreppunni. Við það bætist að sorpmagnið frá borgarbúum hefur dregist saman í kreppunni, segir Pétur Elínarson, rekstrarfulltrúi á umhverfissviði Reykjavíkurborgar. 12.8.2009 04:00
Bretar hafa ekki áhyggjur vegna Icesave Icesave-málið er breskum almenningi ekki sérstaklega hugleikið og Bretar hafa ekki af því miklar áhyggjur. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra Íslands í London, á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12.8.2009 04:00
Nítján þúsund sigldu með ferjunni Baldri Metaðsókn var í Breiðafjarðarferjuna Baldur í júlí en um nítján þúsund farþegar og um fjögur þúsund bílar fóru með ferjunni. Á sama tíma í fyrra sigldu rúmlega fimmtán þúsund manns með ferjunni og um 3.500 bílar. 12.8.2009 04:00
Makríllinn dreifður um alla lögsöguna Umfangsmestu rannsóknir á makrílgöngum á hafsvæðinu við Ísland og á Norður-Atlantshafi eru langt komnar. Rannsóknirnar eru tilkomnar vegna deilna um útbreiðslu makríls hér við land og rétt Íslendinga til veiða úr stofninum. Niðurstaða þeirra mun liggja fyrir í september en ljóst er að mikið er af makríl víða í íslensku lögsögunni. 12.8.2009 03:30
Áfram verður hlýtt á landinu Mikið blíðskaparveður var víða á landinu í gær, og sólin skein skært í miðborg Reykjavíkur. Ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá Bæjarins bestu í Tryggvagötu og var ekki að sjá að gestir sem biðu þar létu það nokkuð á sig fá í góða veðrinu. 12.8.2009 03:15
Vilja dreifa umferð um Esjuna Unnið hefur verið að því í að búa til nýja göngustíga um hlíðar Esjunnar í sumar til að dreifa umferð um fjallið en ágangur þar hefur verið óvenju mikill. Að sögn Bergþóru Einarsdóttur, flokksstjóra hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, sem hefur umsjón með Esjuhlíðum, hefur verið stöðugt streymi upp að Þverfellshorni, sem er vinsælasta gönguleiðin. 12.8.2009 03:15
Fundur VG: Félagshyggjustjórnin megi ekki stranda á Icesave Það var þétt setinn bekkurinn á félagsfundi Vinstri grænna í Kraganum, en aðstandendur fundarins telja að yfir hundrað manns hafi setið fundinn. Meðal gesta var stór hluti þingflokks Vinstri grænna og jafnvel flokksmeðlimir úr öðrum kjördæmum. 11.8.2009 23:52
Fleiri en hundrað á félagsfundi VG í Kraganum Yfir hundrað manns eru mættir á félagsfund Vinstri grænna í Kraganum í félagsheimili VG að Hamraborg 1-3. Meðal þeirra sem sitja fundinn eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson, þingmenn flokksins, sem svara spurningum félaga eftir bestu getu. 11.8.2009 22:11
Er tilbúinn að skoða skattaafslátt gegn upplýsingum „Ég er alveg tilbúinn að taka þetta til skoðunar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um þá hugmynd að veita fjármagnseigendum skattaafslátt í skiptum fyrir upplýsingar um innistæður þeirra á aflandsreikningum. 11.8.2009 20:52
Þrisvar dópaður undir stýri á einni viku Lögreglan á Akureyri greip tvítugan pilt í dag grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þetta er í annað skiptið á jafnmörgum dögum sem lögregla hefur afskipti af drengnum, því um hádegisbilið í gær var sami drengur stöðvaður fyrir sama brot. Þá tók lögregla hann einnig um síðustu helgi fyrir fíkniefnaakstur. 11.8.2009 21:17
Hvalfjarðargöngin opnuð eftir slys Verið er að opna Hvalfjarðargöngin, en þeim var lokað eftir að þriggja bíla árekstur varð þar á fimmta tímanum. 11.8.2009 19:50
Vill veita skattaafslátt í skiptum fyrir upplýsingar Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill að skoðaður verði möguleiki á að veita fjármagnseigendum sem eiga fé á huldureikningum erlendis skattaafslátt, veiti þeir sjálfviljugir upplýsingar um innistæður sínar. 11.8.2009 19:46
Siggi stormur framkvæmdi tannlækningar á syni sínum Tíu ára drengur, sem var sárþjáður af tannpínu um verslunarmannahelgina, neyddist til að leggjast undir hnífinn heima í stofu hjá föður sínum þar sem ómögulegt var að fá aðstoð tannlæknis. Varaformaður tannlæknafélagsins harmar atvikið. 11.8.2009 19:24
Vinnueftirlitið rannsakar alvarlegt slys í álveri Vinnueftirlitið rannsakar alvarlegt slys sem varð í álverinu á Grundatanga í gærkvöldi þegar starfsmaður brendist illa á báðum fótum. 11.8.2009 19:12
Atvinnuleysi viðskiptamenntaðra tólffaldaðist undanfarið ár Sjö sinnum fleiri kennarar eru atvinnulausir nú en á sama tíma í fyrra og tólf sinnum fleiri viðskipta- og hagfræðingar. Helmingur atvinnulausra eru með framhaldsmenntun eða er faglærður. 11.8.2009 19:06
Sextug kona meðal þeirra sem notaðir voru í lánasjóðssvindli Nöfn leikskólakennara, bókasafnsfræðings, fyrrverandi verðbréfasala og manns sem skráður er til húsa í félagsbústöðum voru notuð til að svíkja út fjörutíu milljónir króna úr Íbúðalánasjóði. Sextug kona sem notuð var í svikunum segist ekki skilja af hverju hennar nafn var notað. 11.8.2009 19:03
Ríkisstjórnarsamstarfið að veði í Icesave Össur Skarphéðinsson segir að ef ekki verði meirihluti fyrir Icesave frumvarpi ríkisstjórnarinnar, verði stjórnin og einstakir ráðherrar að íhuga stöðu sína. Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þurfa að rökstyðja afstöðu sína í Icesave málinu, fyrir almennum flokksmönnum í Vinstri-grænum, á félagsfundi í kvöld. Fullyrt er að ríkisstjórnin standi og falli með afstöðu þeirra í málinu. 11.8.2009 18:55
Milljarða lóðasala Kópavogsbæjar gæti endað fyrir dómstólum Milljarða lóðasala Kópavogs í Glaðheimum er í uppnámi og kann að enda fyrir dómstólum. Kaupandi vill rifta samningi, en bærinn neitar. 11.8.2009 18:48
Óvissa um gjaldeyrisforðann vegna Icesave Hundruð milljarða króna galdeyrisforði Íslendinga gæti lent í klóm Breta ef Icesave-samningurinn gjaldfellur. Óvíst er að sá hluti forðans sem geymdur er í Bandaríkjunum njóti friðhelgi samkvæmt samningum. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra, fellst ekki á þetta. 11.8.2009 18:31
Vill sjá reglur um eignarhald fjölmiðla „Það er talað um það í stjórnarsáttmálanum að endurskoða fjölmiðlalögin, en einungis nefnt sjálfstæði ritstjórna," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 11.8.2009 18:19
Undirstrikar nauðsyn breikkun Suðurlandsvegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að svar Kristjáns Möllers, samgönguráðherra, við fyrirspurn sinni um Suðurlandsveg og gangagerð undirstriki nauðsyn þess að hafnar verði framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar. 11.8.2009 17:17
Þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngum Þriggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngunum á fimmta tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu voru ökumenn einir í öllum þremur bílunum. Þeir eru allir komnir í sjúkrabíla og fara tveir þeirra á sjúkrahús á Akranesi en einn til 11.8.2009 16:39
Ferfalt fleiri konur vilja Útskálaprestkall Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Útskálaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Þar af eru átta konur, eða ferfalt fleiri en karlumsækjendur. Frestur til að skila inn umsóknum rann út 6. ágúst, en embættið veitist frá 1. september næstkomandi. 11.8.2009 17:44
Ferðamaðurinn kominn úr Kreppu Erlendur ferðamaður sem slasaðist í ánni Kreppu fyrr í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður en kaldur og hrakinn og afar skelkaður. 11.8.2009 15:00
„Stjórn Seðlabankans á ekki að vera kaffisamsæti flokksgæðinga“ Þingmenn Borgarahreyfingarinnar mótmæltu kosningu í Seðlabankaráð og landskjörstjórn á þingfundi í dag. Þór Saari, þingmaður flokksins, gagnrýndi að kosið væri í bankaráð Seðlabankans með pólitískum hætti. 11.8.2009 14:41
Þingvallanefnd kosin á Alþingi Alþingi kaus í dag sjö manna Þingvallanefnd úr röðum þingmanna. Eftirfarandi þingmenn voru kjörnir. 11.8.2009 14:37
Bankaráð Seðlabankans kosið á Alþingi Sjö manna bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag. Þrír koma nýir inn í bankaráðið en það eru þau Hildur Traustadóttir, Magnús Árni Skúlason og Katrín Olga Jóhannesdóttir 11.8.2009 14:19
Líf í höfnum landsins Ólína Þorvarðadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir reynslu af lögum um strandveiðar sem tóku gildi í vor vera góða. Mun meiri umsvif væri í höfnum landsins og að landanir væru fleiri en áður. 11.8.2009 14:02
Þyrla sækir slasaðan ferðamann Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi og Norðurlandi voru kallaðar út eftir hádegi í dag vegna erlends ferðamanns sem slasaðist í ánni Kreppu, sem er norðan Vatnajökuls. 11.8.2009 13:21
Óhugsandi að Samfylkingin slíti ríkisstjórnarsamstarfinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG standi og falli með Icesave málinu. 11.8.2009 13:17
Stjórnin stendur og fellur með Icesave Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir svo ekki vera, en væntir lausnar. 11.8.2009 12:04
Efast um hvort eðlilegt sé að breska fjársvikadeildin hjálpi Íslendingum „Er það eftirsóknarvert, sem enginn gagnrýnir núna, að rannsóknardeild um alvarleg fjársvikamál í Bretlandi komi hér og skipti sér af málefnum okkar banka?" Þessarar spurningar spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra í viðtali við netvarpið. 11.8.2009 11:16
„Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11.8.2009 10:40
Björguðu kisa úr sjálfheldu Kisi litli lenti í sjálfheldu þegar að hann var að leika sér í rafmagnsstaur á Seltjarnarnesi í gær. Staurinn er nokkuð hár og þegar kisi var kominn upp á topp þorði hann ekki niður. Seltirningar sem áttu leið um kenndu í brjósti um kisa og ákváðu að kalla á aðstoð lögreglunnar. Sökum anna komst lögreglan ekki á staðinn. Það kom ekki að sök því að bæjarstarfsmenn hjá Seltjarnarnesbæ sýndu af sér mikið snarræði og björguðu kisa. 11.8.2009 10:30
Færeyingar mættir í síldarævintýrið Þrjú færeysk skip hafa nú blandað sér í síldarævintýrið norðaustur af landinu, en afli íslensku síldveiðiskipanna í síðasta mánuði er meiri í júlímánuði en nokkru sinni, síðan að Norsk- íslenski síldarstofninn hrundi seint á sjöunda áratug síðustu aldar. 11.8.2009 08:17