Innlent

Líkamsárás á Akureyri tengdist fíkniefnum

Andri Ólafsson skrifar

Tveir karlar og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag grunuð um líkamsárás og frelsissviptingu. Fórnarlamb þeirra liggur á sjúkrahúsi með alvarlega áverka.

Málið kom upp á Akureyri aðfaranótt mánudags. Þrír einstaklingar, karlamður, kærasta hans og vinur þeirra, eru grunuð um að hafa tekið fjórða manninn höndum og misþyrmt honum með barsmíðum og ofbeldi.

Grunur leikur á að vopn, eða einhvers konar barefli hafi verið notuð. Málið tengist fíkniefnum. Þremenningarnir voru handteknir á heimili parsins við Skarðshlíð á Akureyri snemma á mánudagsmorgun.

Þau voru svo úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag. Karlmennirnir í eina viku hvor, og konan í fimm dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlamb fólksins lagt inn á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir misþyrmingar með alvarlega áverka en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um líðan þess að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×