Faðir íslensks drengs verður sendur til Íraks - óttast um líf sitt Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 13. ágúst 2009 10:21 Barnsfaðir íslenskrar konu var á meðal þeirra nítján Íraka sem handteknir voru í kirkju á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Hann óttast að verða sendur til Íraks. Hann saknar sonar síns og vill búa á Íslandi. Búið var að vísa hinum nítján aðilum sem handteknir voru úr landi. Mikil mótmæli upphófust í kjölfar handtökunnar og kom til átaka milli lögreglunnar í Kaupmannahöfn og mótmælenda. Endaði það með því að fimm voru handteknir. Einn hinn handteknu er Ali Nayef. Ali er fæddur í Írak en hefur búið í Danmörku síðastliðin sjö ár. Í fjögur þessara ára bjó hann með íslenskri konu og á með henni einn son. Þau hafa nú slitið samvistum og býr barnsmóðir Ali á Íslandi ásamt syninum. „Þeir vilja senda mig tíl Íraks. Þar á ég engan að, hvorki fjölskyldu né vini," segir Ali sem er í ofanálag dauðhræddur við að snúa aftur til föðurlandsins. „Ég verð drepinn ef ég fer þangað. Auðvitað er ég hræddur." Ali kynntist íslenskri barnsmóður sinni í Danmörku. Hún flutti að hans sögn til Íslands eftir að útlendingaeftirlitið í Danmörku fór að hóta honum að hann yrði sendur heim til Íraks. „Ég hef ekki séð son minn í eitt og háflt ár," segir Ali sem ræðir þó reglulega við hann í síma og á internetinu. Ali heldur nú til í íbúð vinar síns. Hann veit ekki hver næstu skref danskra yfirvalda verða. Sjálfur vill hann fara til Íslands og búa þar. „Ég vil búa á Íslandi. Ég hef tvisvar farið í íslenska sendiráðið og beðið um að fá hæli á Íslandi. Þar fékk ég þau svör að hjálpin þyrfti að berast frá Íslandi." Hann langar að vera hjá syni sínum. „Ég vil horfa á son minn, ég vil faðma son minn, ég vil kyssa son minn," segir Ali örvæntingarfullur. Tengdar fréttir Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13. ágúst 2009 08:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Barnsfaðir íslenskrar konu var á meðal þeirra nítján Íraka sem handteknir voru í kirkju á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Hann óttast að verða sendur til Íraks. Hann saknar sonar síns og vill búa á Íslandi. Búið var að vísa hinum nítján aðilum sem handteknir voru úr landi. Mikil mótmæli upphófust í kjölfar handtökunnar og kom til átaka milli lögreglunnar í Kaupmannahöfn og mótmælenda. Endaði það með því að fimm voru handteknir. Einn hinn handteknu er Ali Nayef. Ali er fæddur í Írak en hefur búið í Danmörku síðastliðin sjö ár. Í fjögur þessara ára bjó hann með íslenskri konu og á með henni einn son. Þau hafa nú slitið samvistum og býr barnsmóðir Ali á Íslandi ásamt syninum. „Þeir vilja senda mig tíl Íraks. Þar á ég engan að, hvorki fjölskyldu né vini," segir Ali sem er í ofanálag dauðhræddur við að snúa aftur til föðurlandsins. „Ég verð drepinn ef ég fer þangað. Auðvitað er ég hræddur." Ali kynntist íslenskri barnsmóður sinni í Danmörku. Hún flutti að hans sögn til Íslands eftir að útlendingaeftirlitið í Danmörku fór að hóta honum að hann yrði sendur heim til Íraks. „Ég hef ekki séð son minn í eitt og háflt ár," segir Ali sem ræðir þó reglulega við hann í síma og á internetinu. Ali heldur nú til í íbúð vinar síns. Hann veit ekki hver næstu skref danskra yfirvalda verða. Sjálfur vill hann fara til Íslands og búa þar. „Ég vil búa á Íslandi. Ég hef tvisvar farið í íslenska sendiráðið og beðið um að fá hæli á Íslandi. Þar fékk ég þau svör að hjálpin þyrfti að berast frá Íslandi." Hann langar að vera hjá syni sínum. „Ég vil horfa á son minn, ég vil faðma son minn, ég vil kyssa son minn," segir Ali örvæntingarfullur.
Tengdar fréttir Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13. ágúst 2009 08:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13. ágúst 2009 08:40