Innlent

Veruleg fjölgun hegningalagabrota á Suðurnesjum í júní

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hegningarlagabrotum fjölgaði verulega á Suðurnesjum í nýliðnum júnímánuði, miðað við júnímánuð 2008, eða úr 76 málum í 92 mál.

Þegar rýnt er nánar í afbrotatölfræði lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir júnímánuð kemur meðal annars fram að þeim brotum sem fjölgar eru annars vegar misnotkun á ferðaskilríkjum og hins vegar eru fleiri brot tengd bæjarhátíðum í umdæminu. Blíðskaparveður hefur verið á Suðurnesjunum í sumar og fleiri gestir hafa lagt leið sína á hátíðirnar en undanfarin ár. Líkamsárásum í Keflavík hefur hins vegar fækkað á milli ára.

Þá má sjá að fíkniefnabrotum hafi fækkað á milli ára, úr 15 í 9. Lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt hald á allt að 17 kíló af fíkniefnum það sem af er þessu ári, en til samanburðar var magn fíkniefna sem lögreglan lagði hald á allt árið 2008 innan við 15 kíló.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×