Innlent

Samtök hinsegin stúdenta við H.Í. skora á utanríkisráðherra

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
Samtök hinsegin stúdenta við Háskóla Íslands vill, í tilefni af

heimsókn utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Usackas, lýsa áhyggjum sínum yfir nýlegri löggjöf sem var samþykkt á litháíska þinginu þann 16. júní síðastliðinn. Samtökin skora á Össur Skarphéðinsson, að vekja athygli á afstöðu Íslands til þessa málefnis

Löggjöfin, sem tekur gildi í Mars 2010, vegur gróflega að réttindum

Litháa. Mun hún að öllu óbreyttu banna alla jákvæð umræða um

samkynhneigða, tvíkynhneigða og trans einstaklinga á opinberum

vettvangi, á forsendum þess að vernda líkamlega og andlega heilsu ungmenna.

Löggjöfin setur alla jákvæða umræðu um hinsegin málefni á sama stall og umfjallanir sem geta valdið ótta, þykja óhugnalegar, eða hvatt til sjálfsvíga hjá ungu fólki. Að auki mun brot á lögunum varða við sekt.

Samtökin skora hér með á Össur Skarphéðinsson, að vekja athygli á afstöðu Íslands til þessa málefnis og fordæma þá mismunun sem þessi lög munu hafa í för með sér í Litháen og eiga ekki að viðgangast innan Evrópusambandsins.

Þegar hefur verið bent á að lögin brjóta gegn samþykkt Evrópusambandsins um verndun mannréttinda sem eru tryggð í 6. grein Evrópusáttmálans.

Að lokum vilja samtökin minna háttvirtan utanríkisráðherra á opinbera stefnulýsingu Samfylkingarinnar sem segir meðal annars að allir eigi að njóta sömu verndar og öryggis óháð kynhneigð og kyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×