Innlent

Segir Ólínu hafa hlegið að eineltisræðu Birgittu

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Þingmaður Borgarahreyfingarinnar, Þór Saari, gagnrýnir þingkonu Samfylkingarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur sérstaklega í pistli sem hann skrifaði á bloggið sitt í dag.

Þar sakar hann þingkonuna um að hafa hlegið að Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Borgarahreyfingarinnar, þegar hún stakk upp á því að Alþingi þyrfti hugsanlega á eineltisforvarnaráætluninni Olewus að halda.

Tilefnið var ræða Birgittu sem hún flutti í gær þar sem hún sagði Vinstri græna og Samfylkinguna hafa lagt eigin flokksmenn í einelti og því vill Birgitta að þingmenn fái ekki að víkja úr þingsal þegar atkvæðagreiðslur eigi sér stað.

Þór skrifar: „Annað ljótt mál skaut aftur upp kollinum þegar Birgitta minntist á eineltið sem margir þingmenn VG urðu fyrir í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um ESB í síðustu viku.

Þá voru einstaka þingmenn sem vitað var að ætluðu að segja nei eða sitja hjá teknir í "viðtal" hjá Jóhönnu sem sat í hliðarsal og sendi hún sendi Björgvin G. ítrekað inn í þingsal eftir villuráfandi VG liðum. Þegar Birgitta var langt komin í athugasemd sinni og þingmönnum ljóst hvað hún var að tala um upphófust mikil frammíköll frá þingkonum Samfylkingar og þá sérstaklega Ólínu Þorvarðardóttur en hún og fleiri höfðu uppi háðsglósur og hlátur um athugasemd Birgittu.

Þetta er hins vegar grafalvarlegt mál og alls ekki sæmandi þjóðþingi landsins og það er sennilega óþægilegt fyrir stjórnarmeirihlutann að sjálft Alþingi þurfi hugsanlega á Olewus áætlun að halda."

Bloggið má lesa í heild sinni hér.






Tengdar fréttir

Vill að reglugerð um einelti verði virt á Alþingi

Samkvæmt reglugerð um meðferð eineltismála sem samþykkt hefur verið af Alþingi þá þarf atvinnurekandi bregðast við eins fljótt og kostur er komi fram ábending eða kvörtun um einelti á vinnustað en þingkona Borgarahreyfingarinnar tilkynnti í púlti í gær að hún hefði orðið vitni af slíku á Alþingi.

Segir einelti viðgangast á Alþingi

Á Alþingi viðgengst hegðun sem gæti ekki túlkast öðruvísi en sem einelti, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í umræðum um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag. Var Birgitta að vísa til þess að málum væri þröngvað í gegnum þingnefndir án þess að einstakir þingmenn ættu sér viðreisnar von.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×