Innlent

Vill að reglugerð um einelti verði virt á Alþingi

Einelti á vinnustað.
Einelti á vinnustað.

Samkvæmt reglugerð um meðferð eineltismála sem samþykkt hefur verið af Alþingi þá þarf atvinnurekandi bregðast við eins fljótt og kostur er komi fram ábending eða kvörtun um einelti á vinnustað en þingkona Borgarahreyfingarinnar tilkynnti í púlti í gær að hún hefði orðið vitni af slíku á Alþingi.

Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, sem er í samstarfshópi um vinnuvernd á Íslandi varðandi einelti segir að þessar reglur þurfi að virða.

„Það þarf að fara er eftir þessari reglugerð það þurfa allir að bera virðingu fyrir hvorum öðrum og skoðunum þeirra," segir Helga Björk en það kemur henni ekki á óvart að einelti líðist á þingi líkt á svo mörgum öðrum vinnustöðum samanber Veðurstofuna þar sem starfsmaður sigraði skaðabótamál vegna eineltis á vinnustað fyrr á árinu.

Samkvæmt reglugerðinni þá þarf meta aðstæður í samvinnu við vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, utanaðkomandi ráðgjafa þegar tilkynnt er um einelti líkt og Birgitta sannarlega gerði í gær. Atvinnurekandi skal grípa til viðeigandi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum.

Reglugerðin tilheyrir lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en brot gegn þeim varða sektum, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum.

„Ég get nú ekkert sagt um einstök mál en fólk verður að fá að viðra skoðanir sínar án þess að gjalda fyrir það," segir Helga sem er ekki ókunnug einelti en sonur hennar svipti sig lífi eftir hatrammt einelti á veraldarvefnum. Nokkuð var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en hann kallaði sig Jerico á netinu. Nú berst móðir hans, Helga, gegn einelti, sama í hvaða birtimynd það er.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um málið á síðunni jerico.is.


Tengdar fréttir

Segir einelti viðgangast á Alþingi

Á Alþingi viðgengst hegðun sem gæti ekki túlkast öðruvísi en sem einelti, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í umræðum um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag. Var Birgitta að vísa til þess að málum væri þröngvað í gegnum þingnefndir án þess að einstakir þingmenn ættu sér viðreisnar von.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×