Innlent

Slegist við höfnina á Húsavík

Til ryskinga kom milli manna við höfnina á Húsavík.
Til ryskinga kom milli manna við höfnina á Húsavík. Mynd/ Vilhelm
Töluverð ölvun var á Húsavík í nótt og erilsamt var hjá lögreglu vegna bæjarhátíðarinnar Mærudaga sem nú stendur yfir. Stöðva þurfti minniháttar ryskingar sem komu upp við höfnina og tilkynningar bárust lögreglu vegna ölvunar. Tveir bílar voru dældaðir en sá sem það gerði var gripinn stuttu seinna. Hátt í fimmtán hundruð manns eru staddir í bænum yfir helgina og fór hátíðin vel fram að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×