Stefnir á Íslandsmet í Esjugöngu Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 26. júní 2009 14:57 Esjan gnæfir tignarleg yfir höfuðborgina. Mynd/GVA Þorsteinn Jakobsson, velunnari samtakanna Ljóssins, stefnir að því að ganga sjö ferðir upp og niður Esjuna á morgun. Hann safnar áheitum til göngunnar, sem renna óskipt til Ljóssins. Þess má geta að Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA er jafnframt á morgun. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Þorsteinn kemur til með að hefja fyrstu Esjugönguna klukkan hálf fimm í fyrramálið og telur að ferðirnar sjö taki um fimmtán tíma. Hann segist reiðubúinn í afrekið bæði andlega og líkamlega. „Ég er vanur því að fara mikið upp á Esju og jafnvel fleiri en eitt fjall á dag," segir Þorsteinn. Hann segir verst hvað veðrið ætli að vera gott á morgun, en of mikið sólskin getur reynst fjötur um fót við mikla líkamlega áreynslu. Takist Þorsteini ætlunarverkið er hann líklegast Íslandsmethafi í Esjugöngu, en 27 ára gamall Reykvíkingur gekk sex ferðir upp og niður Esjuna fyrir skemmstu til styrktar Krabbameinssjúkum börnum. Þeim, sem vilja heita á Þorstein og styrkja Ljósið, er bent á reikning 0130-26-410520, kt. 590406-0740. Sjá heimasíðu samtakanna. „Þetta er frábært málefni, og þessi samtök vantar aura," segir Þorsteinn. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þorsteinn Jakobsson, velunnari samtakanna Ljóssins, stefnir að því að ganga sjö ferðir upp og niður Esjuna á morgun. Hann safnar áheitum til göngunnar, sem renna óskipt til Ljóssins. Þess má geta að Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA er jafnframt á morgun. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Þorsteinn kemur til með að hefja fyrstu Esjugönguna klukkan hálf fimm í fyrramálið og telur að ferðirnar sjö taki um fimmtán tíma. Hann segist reiðubúinn í afrekið bæði andlega og líkamlega. „Ég er vanur því að fara mikið upp á Esju og jafnvel fleiri en eitt fjall á dag," segir Þorsteinn. Hann segir verst hvað veðrið ætli að vera gott á morgun, en of mikið sólskin getur reynst fjötur um fót við mikla líkamlega áreynslu. Takist Þorsteini ætlunarverkið er hann líklegast Íslandsmethafi í Esjugöngu, en 27 ára gamall Reykvíkingur gekk sex ferðir upp og niður Esjuna fyrir skemmstu til styrktar Krabbameinssjúkum börnum. Þeim, sem vilja heita á Þorstein og styrkja Ljósið, er bent á reikning 0130-26-410520, kt. 590406-0740. Sjá heimasíðu samtakanna. „Þetta er frábært málefni, og þessi samtök vantar aura," segir Þorsteinn.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira