Innlent

Steingrímur: Aftekur mistök við hækkun vörugjalda

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, fjámálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjámálaráðherra.
„Framkvæmdalega séð þá held ég að þetta hafi legið beinast við," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um hækkun vörugjalda á eldsneyti sem lögfest var þann 28. maí. Hækkunin náði ekki til birgða olíufyrirtækjanna, heldur eingöngu til afgreiðslu nýrra farma.

Olís hefur kvartað undan því að þessi tilhögun mála mismuni olíufyrirtækjunum eftir birgðastöðu. Birgðir Olís kláruðust fyrr í vikunni, á undan öðrum olíufyrirtækjum, og hafa þeir síðan á þriðjudag tekið 12,5 krónu hækkun á sig af samkeppnisástæðum eins og það var orðað í tilkynningu.

„Það er viðskiptaleg ákvörðun þeirra," segir Steingrímur um verðlagningu Olís.

Hann aftekur þó að mistök hafi verið gerð við útfærslu hækkunarinnar: „Neinei, það myndi ég ekki segja, þetta var sú aðferð sem var talin liggja beinast við. Ég held að þetta sé einhver dagamunur sem jafnast hratt út."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×