Innlent

Tekinn á 150 á Sæbraut

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Lögregla stöðvaði 19 ára ökumann í nótt, eftir að hann hafði mælst á liðlega 150 kílómetra hraða á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Hann stöðvaði bílinn ekki alveg strax, en dró úr hraða og nam loks staðar á Reykjanesbraut í Kópavogi.

Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum, enda á 30 kílómetra hraða umfram tvöfaldan hámarkshraða. Þrír farþegar voru í bílnum og leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið í kappakstri við annan, sem komst undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×