Innlent

Gæludýrin fá nýtt heimili

Ásbjörg Una Björnsdóttir og Helena Rafnsdóttir hjá Dýrahjálp.
fréttablaðið/stefán
Ásbjörg Una Björnsdóttir og Helena Rafnsdóttir hjá Dýrahjálp. fréttablaðið/stefán

Í Garðheimum geta dýravinir orðið sér úti um gæludýr um helgina en Dýrahjálp Íslands stendur þar fyrir Ættleiðingardögum.

„Við verðum í Garðheimum í dag og á morgun frá klukkan 12 til 18 og hingað getur fólk komið sem er að leita sér að dýri sem það vill veita heimili,“ segir Ásbjörg Una Björnsdóttir hjá Dýrahjálp en samtökin veittu um 300 dýrum nýtt heimili á síðasta ári.

Ásbjörg vill hvetja fólk til að líta við í Garðheimum og sjá hvort það fellur ekki fyrir einhverri sætri kisu til að taka með sér heim en leitað er að framtíðarheimili fyrir dýrin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×