Fleiri fréttir

Engin niðurstaða um gjaldeyrissamninga

Ekki hefur náðst samkomulag um framvirka gjaldeyrissamninga. Lífeyrissjóðir hafa lagt fram sáttatilboð. Fyrir þingi liggur frumvarp um afnám lögsóknarbanns gegn fjármálastofnunum. Kjalar hyggur á málsókn um leið og færi gefst.

Segir forsætisráðherra sýna ábyrgðarleysi

„Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Fjölgun starfsmanna nauðsyn

„Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samkeppnis­eftirlitið hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna á tímum eins og við lifum núna. Jafnvel meira en í góðu árferði því það skiptir miklu máli að endurreisn efnahagslífsins verði með þeim hætti að hér rísi atvinnulíf þar sem er virk og öflug samkeppni,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Miðjumenn segjast beittir rangfærslum

Forsvarsmaður Miðjunnar ehf. sem keypti byggingarrrétt á Selfossi segir ámælis­vert að oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, Eyþór Arnalds, segi ranglega að fyrirtækið skuldi bænum kaupverðið. Eyþór sakar bæjaryfirvöld um slóðaskap.

Verkefnin sliga ekki sýslumann enn

Þrátt fyrir að fyrir­sjáanleg sé fjölgun fjárnámsbeiðna og annarra verkefna hjá sýslumönnum var fjármagn til þeirra skorið niður í fjárlögum ársins.

Málið er í ákveðnu ferli

„Það er búið að vinna heilmikið í þessu máli og vinnsla er í gangi. Þetta er í ákveðnu ferli,“ segir Yngvi Hagalínsson, skólastjóri Hamraskóla, um eineltismálið sem greint er frá hér fyrir ofan.

Gæti seinkað opnun SPRON

MP Banki hefur ekki enn fengið svar frá Fjármála­eftirlitinu (FME) um það hvort samþykki fáist fyrir kaupum bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum. Samkeppniseftirlitið hefur þegar veitt undanþágu frá samkeppnislögum svo hægt sé að opna útibú SPRON.

Óþarfa stóryrði hjá Ólafi F.

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir óþarfa af Ólafi F. Magnús­syni að viðhafa stóryrði og taka gagnrýni á kaup á Laugavegi 4 til 6 til sín eingöngu og vísar til viðtals við Ólaf í blaðinu í gær.

Segja lítil umhverfisáhrif af stækkun

Bæjarráð Reykjanesbæjar segir mjög gott að fyrirhuguð stækkun Reykjanesvirkjunar raski litlu af óhreyfðu landi. VSÓ ráðgjöf hefur unnið frummatsskýrslu um stækkun virkjunarinnar og telur Reykjanesbær skýrsluna fullnægjandi. Notast á við núverandi borplön við gerð nýrra borhola og nýta núverandi aðkomuleiðir. Stækka á stöðvarhús um tvö þúsund fermetra og byggja sjö hundruð fermetra skiljustöð mjög áþekka þeirri sem fyrir er.

Úthýst í stað húsaleigubóta

Íbúa í Dalshrauni í Hafnarfirði hefur verið gert að rýma heimili sitt innan tveggja vikna. Íbúinn hafði sótt um húsaleigubætur til bæjarins og skráningu lögheimilis í Dalshrauni. Lagði hann fram þinglýstan leigusamning máli sínu til stuðnings. Bæjaryfirvöld segja hins vegar að umrætt húsnæði sé á athafnasvæði og ekki ætlað til íbúðar.

Fallast ekki á valdaafsal Alþingis

Hart var tekist á um breytingar á stjórnar­skránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær. Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu formaður og varaformaður flokksins gærdaginn á að útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögðust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórnmálanna.

Bretar hefðu gripið til aðgerða gagnvart Straumi

Viðskiptanefnd krafðist skýringar á því af hverju sumum fjármálastofnunum er veitt lán á meðan aðrar eru teknar yfir. Jón Magnússon telur skýringuna þá að hagsmunir innistæðueigenda eins og Íbúðalánasjóðs hafi ráðið.

Hlaupið hátt í 200 kílómetra

Ofurhlauparanum Ágústi Kvaran gengur vel í eyðimerkurmaraþoninu í Sahara. Hann er búinn að ljúka tveimur 30-40 kílómetra hlaupum og í fyrradag var lengsti hluti hlaupsins, rúmlega tvöfalt maraþonhlaup. Hlaupið átti að vera upp á 80,5 kílómetra en var lengt í 91 kílómetra. Hann tók þessa vegalengd á 14 klukkustundum og þremur korterum og er í 128. sæti í hlaupinu eftir þrjá fyrstu dagana.

Með maríjúana og rafbyssu

Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið. Sakarefnin voru umferðarlaga- og fíkniefnabrot.

Ekki misnota stæði fatlaðra

„Fatlaðir eiga sama rétt til aðgengis og annað fólk og því er mikilvægt að þessi mál séu í sem besta lagi,“ segir í tilmælum Umferðarráðs til sveitarfélaga og umferðaryfirvalda um að bæta merkingar og aðgengi á bílastæðum fatlaðra.

Óttast mótmæli hjá atvinnulausum

„Ég er smeykur um að við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Gísli Jökull Gíslason, ritstjóri Lögreglublaðsins, um mótmæli á Íslandi.

Sex ára drengur var stunginn og barinn

Sex ára drengur sem verið hefur í Hamraskóla í Grafarvogi frá áramótum hefur orðið fyrir hrottalegu einelti af hendi jafnaldra síns. Drengurinn hefur verið stunginn til blóðs með blýanti, barinn og klóraður. Foreldrarnir eru ráðþrota.

Íslendingar fyrstir á lappir

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar á fundi viðskiptanefndar í gær og sagði útlit fyrir að hún myndi rísa fyrr en aðrar þjóðir upp úr kreppunni.

Skölluðu og spörkuðu

Lögreglustjórinn á Selfossi hefur ákært tvo menn fyrir líkamsárásir. Öðrum mannanna er gefið að sök að hafa skallað mann á Draugabarnum á Stokkseyri í ágúst á síðasta ári. Fórnarlambið hlaut talsverða áverka í andliti

Samkeppniseftirlit getur flýtt fyrir endurreisninni

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir dæmin sanna að ástæða sé til að styrkja samkeppnisyfirvöld á tímum efnahagsþrenginga. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill fjölga starfsmönnum úr tuttugu í þrjátíu.

Lögreglan leitar enn að Belganum - ekki talinn hættulegur

Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn af Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gömlum Belga, sem handtekinn var í Leifsstöði í dag grunaður um smygl á fíkniefnum. Hann komst undan lögreglumönnum í handjárnum þegar verið var að færa hann á Heilbrigðisstofun Suðurnesja, að sögn varðstjóra lögreglunnar. Maðurinn er ekki talinn hættulegur.

Gefa ný krabbameinslyf fyrsta árið á Íslandsmarkaði

Actavis hefur ákveðið að færa íslenskum sjúkrastofnunum gjöf í tilefni þess að fyrstu krabbameinslyf félagsins á stungulyfjaformi eru nú aðgengileg á Íslandi. Mun Actavis afhenda sjúkrastofnununum ársbirgðir af fimm tilteknum krabbameinslyfjum endurgjaldslaust, að fram kemur í tilkynningu. Verðmæti gjafarinnar er metið um 13til15 milljónir íslenskra króna.

Leita leiða til að tryggja rekstur Strætós

Eigendur og stjórnendur Strætó bs. ætla að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtæksins, segir Jórunn Frímannsdóttir stjórnarformaður Strætó bs. „Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir þjónustuna en núna og við munum leita allra leiða til að koma í veg fyrir frekari skerðingu á þjónustunni.“

Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins.

Telja Íslendinga brjóta alþjóðasamninga

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að áform Íslendinga um auknar veiðar á makríl brjóti alþjóðasamninga sem eigi að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna. Framkvæmdastjórnin telur að fyrirætlun Íslendinga vinni gegn frekari uppbyggingu á makrílstofninum.

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir manni sem slapp úr haldi lögreglunnar fyrr í dag. Hann er talinn vera í felum í Reykjanesbæ. Maðurinn er fæddur 1988, klæddur í bláar gallabuxur, brúna mokka úlpu og dökka skyrta. Hann er svarthærður með brún augu. Við leit á manninum í dag setti lögregla meðal annars upp vegatálma í grennd við Reykjanesbæ.

Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið

Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi.

Agnes: FME rannsaki bankamenn frekar en blaðamenn

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að Fjármálaeftirlitið ætti fremur að rannsaka bankamenn en þá sem fjalla um þá. Fjármálaeftirlitið telur að hún og annar blaðamaður Morgunblaðsins hafi brotið gegn bankaleynd. Eftirlitið átti sjálft frumkvæði að málinu. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir þetta tilraun til að kúga blaðamenn til þagnar.

Olíuskattar Íslands draga úr áhuga á Drekaútboðinu

Áformuð skattheimta íslenskra stjórnvalda af olíuvinnslu hrekur olíufélög frá því að taka þátt í Drekaútboðinu. Þetta segir forstjóri norsks olíufélags sem spáir því að umsækjendur verði teljandi á fingrum annarrar handar þegar fresturinn rennur út þann 15. maí.

Vinstri grænir eru enn næst stærstir

Vinstrihreyfingin - grænt framboð er enn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Sem fyrr mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins.

Ung vinstri græn vilja sumarannir

Ung vinstri græn hvetja menntamálaráðherra til að beita sér fyrir því að sem flestir háskólar bjóði upp á sumarannir á komandi sumri. Einnig leggja Ung vinstri græn til að skólagjöld fyrir sumarnám á framhaldsskólastigi verði afnumin.

Hægt að samþykja frumvarp um persónukjör

Lögfræðingar telja að ekki þurfi aukin meirihluta þingmanna til að breyta ákvæðum kosningalaga er lúta að persónukjöri. Áður hefur komið fram í áliti lögfræðings Alþingis um að atkvæði 2/3 hluta þingmanna þurfi til að breyta lögunum. Tekist hefur verið á um málið undanfarna daga, meðal annars í sölum Alþingis.

Bjóða upp á ókeypis tannlækningar

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman og bjóða barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör upp á ókeypis tannlæknaþjónustu fjórar laugardaga í apríl og maí.

Sýknuð af ákæru um umboðssvik

Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann sem hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir umboðsvik. Héraðsdómur hafi fundið manninn sekan um að hafa misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis.

Setuverkfalli stúdenta lokið

Setuverkfalli stúdenta í Háskóla Íslands lauk nú fyrir stundu, skömmu eftir að Háskólaráðsfundi var slitið. Í tilkynningu frá stúdentafélaginu Röskvu segir að á fundi Háskólaráðs hafi verið ákveðið að rektor Háskóla Íslands myndi funda með menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, á morgun og að einnig yrði boðaður fundur með rektor, fulltrúum stúdenta og menntamálaráðuneytinu strax eftir helgi.

Fjögurra ára fangelsisdómur Annþórs staðfestur í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Tómasi Kristjánssyni. Þeir voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman, ásamt tveimur öðurm, að innflutningi á rúmu fjögurra og hálfu kílói af amfetamíni og rúmu hálfu kílói af kókaíni frá Þýskalandi til Íslands.

Stúdentar enn í setuverkfalli - bíða eftir að fundi háskólaráðs ljúki

Stúdentar sem hófu setuverkfall í morgun í Háskóla Íslands til þess að þrýsta á skólayfirvöld um að taka upp sumarannir við Háskólann sitja enn sem fastast og bíða þess að háskólaráð ljúki fundarhöldum sínum um málið. Í yfirlýsingu frá stúdentum segir að krafan um sumarannir hafi verið uppi í lengri tíma en að engin skýr svör hafi borist frá yfirvöldum.

Um 42% kvenna sæta ofbeldi

Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhvern tíma á ævinni frá 16 ára aldri. Með ofbeldi er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan.

Umsagnaraðilum stillt upp við vegg

Umsagnaraðilum um frumvarp um breytingar á stjórnskipunarlögum var stillt upp við vegg vegna tímaskorts, að sögn Björns Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Í fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning

Þrír karlmenn voru dæmdir fyrir innflutning á fíkniefnum í hérðasdómi Reykjaness í morgun. Einn mannanna hlaut fimm mánaða fangelsisdóm, annar fjögurra mánaða og sá þriðji sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Um var að ræða innflutning á rúmu kílói af maríjúana sem mönnum mátti vera ljóst að væru til sölu hér á landi samvkæmt ákæru.

Sjá næstu 50 fréttir