Innlent

Litháískir amfetamínbræður í gæsluvarðhald

Litháískir bræður voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna innflutnings á fíkniefnum. Mennirnir voru stöðvaðir í Leifsstöð í fyrrakvöld en talið er að þeir hafi verið með um 2-300 grömm af amfetamíni innvortis.

Mennirnir hafa þegar skilað af sér efnunum en sitja nú í gæsluvarðhaldi eins og fyrr segir.

Þá stöðvaði lögreglan á suðurnsejaum kannabisræktun í heimahúsi í Sandgerði í fyrrinótt. Um var að ræða tæplega 180 plöntur og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×