LÍÚ mun bregðast við með aðgerðum 4. apríl 2009 04:30 Sjómenn eru samtaka þegar þeir gera að þeim gula en miklar deilur eru um það hvernig staðið skuli að því að sækja hann. fréttablaðið/jón sigurður Verulegur ágreiningur er um hina svokölluðu fyrningarleið milli stjórnarflokkanna og útgerðarmanna. „Ég bara trúi því ekki að þeir muni fara þessa leið, ég hef meiri trú á skynsemi sjávarútvegsráðherra en svo,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Spurður hvort LÍÚ muni bregðast við með einhverjum aðgerðum verði þessi leið farin segir hann: „Já, við munum örugglega gera það en ég á bara alls ekki von á því að nokkur ábyrgur stjórnmálamaður muni láta verða af þessu.“ Formenn og aðrir fulltrúar þingflokkanna ræddu hver á eftir öðrum við stjórnarmenn LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) á fundum í gær og gerðu grein fyrir stefnum sínum í sjávarútvegsmálum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að innkalla aflaheimildirnar en LÍÚ hefur sagt slíkt ríða sjávarútvegsfyrirtækjunum að fullu og jafnvel svo að bankarnir fylgi með í fallinu. „Við höfum ekkert útfært þetta í smáatriðum hvað varðar upphæðir né annað,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi flokksins á fundinum í gær, aðspurður hvaða áhrif hann teldi innköllun þessa hafa á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Enda teljum við að hvorki ég né einstakir þingmenn Samfylkingar séum bestu menn til að úfæra þessi smáatriði, það verður að gera það í sátt við alla aðila, banka og með samvinnu bestu sérfræðinga. Það sem við höfum hins vegar gert er að verða við kröfu fólks um að reyna að koma á sátt um fiskveiðikerfið.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, sagði í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir sem þessar væru aðför að landsbyggðinni og að þeim myndi fylgja miklar bætur til þeirra sem verða af heimildunum. Guðbjartur útilokar ekki að útgerðarmönnum verði greiddar bætur við innköllun aflaheimildanna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra eftir fundinn. jse@frettabladid.is Friðrik J. Arngrímsson Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Verulegur ágreiningur er um hina svokölluðu fyrningarleið milli stjórnarflokkanna og útgerðarmanna. „Ég bara trúi því ekki að þeir muni fara þessa leið, ég hef meiri trú á skynsemi sjávarútvegsráðherra en svo,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Spurður hvort LÍÚ muni bregðast við með einhverjum aðgerðum verði þessi leið farin segir hann: „Já, við munum örugglega gera það en ég á bara alls ekki von á því að nokkur ábyrgur stjórnmálamaður muni láta verða af þessu.“ Formenn og aðrir fulltrúar þingflokkanna ræddu hver á eftir öðrum við stjórnarmenn LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) á fundum í gær og gerðu grein fyrir stefnum sínum í sjávarútvegsmálum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að innkalla aflaheimildirnar en LÍÚ hefur sagt slíkt ríða sjávarútvegsfyrirtækjunum að fullu og jafnvel svo að bankarnir fylgi með í fallinu. „Við höfum ekkert útfært þetta í smáatriðum hvað varðar upphæðir né annað,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi flokksins á fundinum í gær, aðspurður hvaða áhrif hann teldi innköllun þessa hafa á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Enda teljum við að hvorki ég né einstakir þingmenn Samfylkingar séum bestu menn til að úfæra þessi smáatriði, það verður að gera það í sátt við alla aðila, banka og með samvinnu bestu sérfræðinga. Það sem við höfum hins vegar gert er að verða við kröfu fólks um að reyna að koma á sátt um fiskveiðikerfið.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, sagði í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir sem þessar væru aðför að landsbyggðinni og að þeim myndi fylgja miklar bætur til þeirra sem verða af heimildunum. Guðbjartur útilokar ekki að útgerðarmönnum verði greiddar bætur við innköllun aflaheimildanna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra eftir fundinn. jse@frettabladid.is Friðrik J. Arngrímsson
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira