Innlent

Bifreið sem lýst var eftir fannst í nótt

Bifreiðin er sömu gerðar og þessi.
Bifreiðin er sömu gerðar og þessi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í morgun að jepplingi sem stolið var við fjölbýlishús í Engihjalla í Kópavogi um sexleytið á sunnudagskvöld. Síðar kom í ljós að bíllinn fannst í nótt í Dugguvogi.

Bílnum var stolið þegar ökumaðurinn, karl á sjötugsaldri, var að aðstoða lasburða farþega úr bílnum og inn í húsið en á meðan greip þjófurinn tækifærið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×