Innlent

Reykur barst frá Sjúkrahúsi Vestmannaeyja

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út tvisvar í síðustu viku en í báðum tilvikum var um minniháttar bruna að ræða og lítið tjón.

Í fyrra tilvikinu var um að ræða bruna í Sorpu en kviknað hafði í út frá brennsluofni. Starfsmanni tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út.

Í seinna tilvikinu var lögreglan kölluð að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna reyks á þriðju hæð hússins. Ekki reyndist um eld að ræða heldur hafði reykur borist út frá loftljósi. Engin slys urðu á fólki í þessum tveimur brunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×