Innlent

Indefence mótmælti við breska þinghúsið

Indefence hópurinn afhenti í dag breskum þingmönnum mótmælaskjal vegna beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi í haust. Áttatíu og þrjú þúsund manns höfðu skrifað undir skjalið.

Það var trommari hljómsveitarinnar Sigur Rós sem leiddi hópinn með trumbuslætti þar sem gengið var yfir Westminster brúnna í Lundúnum að breska þinghúsinu.

Skilaboðin voru skýr. Íslendingar væru ekki hryðjuverkamenn og með þessu var verið að mótmæla þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjverkalögum til að frysta eignir í upphafi bankahrunsins.

Við hliðið að þinghúsinu var tekið á móti hópnum en þar voru íslenskir námsmenn í Bretlandi og félagar í Íslendingafélaginu breska staddir til að styðja Indefence hópinn. Fulltrúar hans afhentu þingmönnum mótmælaskjal sem 83 þúsund manns hafa skrifað undir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×