Innlent

Skinney sloppin af hættusvæði

Fiskiskipið Skinney, sem er á heimleið frá Tævan, þar sem það var smíðað, er nú komið í gegnum hættusvæðið við Sómalíu, þar sem sjóræningjar hafa herjað á skip og rænt þeim. Eins og við greindum frá fyrir helgi var nokkrum skipum safnað saman á mörkum svæðisins og síðan var siglt í skipalest undir herskipavernd í gegnum svæðið.

Skinney nálgast nú Súesskurðinn og kemur þaðan inn á Miðjarðarhafið og fer síðan um Gíbraltar út á Atlantshafið. Fimm íslenskir skipverjar eru um borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×