Fleiri fréttir Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18.11.2008 14:43 Guðjón tekur við formennsku í Alþjóðasamtökum MND-félaga Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, hefur formlega tekið við formennsku í stjórn Alþjóðasamtaka MND-félaga. 18.11.2008 14:20 Segir Guðna ekki hafa verið dónalegan við ungliða Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður Ungra framsóknarmanna segir ungliða flokksins hafa gagnrýnt flokksforystuna í heild sinni á miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Hún segir Guðna ekki hafa verið dónalegan, umræðurnar hafi verið beinskeyttar og heiðarlegar. 18.11.2008 14:19 Hvalur hf. fær innflutningsleyfi í Japan fyrir 60 tonnum Hvalur hf. fær innflutningsleyfi fyrir þeim 60 tonnum af langreyðarkjöti sem legið hafa í tollgeymslu í Japan síðan í júní. Þetta hefur BBC-fréttastofan eftir háttsettum embættismanni í japanska viðskiptaráðuneytinu. 18.11.2008 13:58 Stjórntækin vegna stöðu bankanna til í Seðlabankanum Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir þau stjórntæki sem hafa þurfti til að bregðast við stöðu bankanna vera til í Seðlabankanum. 18.11.2008 13:21 Farþegum fjölgar í strætó Farþegum Strætó hefur fjölgað umtalsvert á helstu akstursleiðum og þeir nota Strætó oftar. Samkvæmt talningu sem Strætó bs. framkvæmir í október ár hvert er fjölgun farþega frá síðasta ári umtalsverð á helstu leiðum og allt upp í 35% á einstaka leiðum. 18.11.2008 13:13 Frumvarp um greiðslujöfnun samþykkt samdægurs Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga var samþykkt á Alþingi í gær sama dag og það var lagt fram. 18.11.2008 12:33 Fengu aðkenningu að reykeitrun Eldur og reykur ógnaði lífi og heilsu bæði fólks og hesta í tveimur eldsvoðum í nótt en engan sakaði. Töluvert eignatjón varð í báðum tilvikum. 18.11.2008 12:27 Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru 18.11.2008 12:14 Þróunarsvið Byggðastofnunar lagt niður Nái hugmyndir iðnaðarráðherra fram að ganga mun Þróunarsvið Byggðastofnunar verða lagt niður frá og með 1. júlí á næsta ári og störfin sem þar eru í dag flytjast yfir á Nýsköpunarmiðstöð, Ferðamálastofu og Hagstofu. Byggðastofnun mun þá eftirleiðis verða eingöngu lánastofnun. Þetta kemur fram í frétt á héraðsfréttavefnum Feyki. 18.11.2008 11:59 Tvö hundruð óku of hratt í Hvalfjarðargöngum Tæplega 200 ökumenn óku of hratt í Hvalfjarðargöngunum þegar lögregla var við mælingar á einni viku, frá 10.-17. nóvember. 18.11.2008 11:50 Presti var ekki rétt að skíra barn í trássi við vilja föður Sóknarprestur á Akureyri breytti ekki siðferðilega rétt þegar hann skírði sjö ára gamla stúlku að beiðni móður hennar en í trássi við vilja föður hennar í febrúar síðastliðnum. Stúlkan er skráð í kaþólsku kirkjuna eins og móðir hennar og kemur fram í úrskurðinum að prestinum hafi verið kunnugt um það. 18.11.2008 11:42 Vextir af verðtryggðum lánum verði aldrei hærri en tvö prósent Þrír þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að verðtryggð lán beri aldrei hærri vexti en nemur tveimur prósentum. 18.11.2008 11:35 Amfetamínfíkill þarf að greiða 950 þúsund í sekt Sunnlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 950 þúsund króna sekt fyrir að hafa verið tekinn átta sinnum við akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna. 18.11.2008 11:00 Svört lungu á sígarettupakka? Heimilt verður setja myndir af svörtum lungum, æxlum og frekari óhugnaði á sígarettupakka hér á landi ef nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir nær fram að ganga. 18.11.2008 10:58 Þáði kakó og stal bíl Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt. 18.11.2008 10:34 Fíkniefnamál í Eyjum tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra Þrjátíu og átta fíkniefnamál hafa komið inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum það sem af er ári og er það nærri tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. 18.11.2008 10:26 Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18.11.2008 09:32 Fimmtán hross sluppu í bruna í Þykkvabæ Nýlega uppgert íbúðarhús gjör eyðilagðist í eldi í Þykkvabæ í nótt. Íbúarnir voru ekki heima en minnstu munaði að fimmtán hross yrðu reyk að bráð. 18.11.2008 09:03 Segir Seðlabankann og fjármálaráðuneyti hafa verið á hryðjuverkalista Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og fulltrúi í bankaráði Seðlabanka Íslands, fer hörðum orðum um Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart Íslandi í bankahruninu í grein í Wall Street Journal. 18.11.2008 08:58 Ekið á konu í Breiðholti Ekið var á konu sem var á göngu á mótum Stekkjabakka og Álfabakka í Breiðholti nú á níunda tímanum. 18.11.2008 08:33 Þungar eru þrautir þeirra er í grenjum fæðast Ekið var á tófu á Reykjanesbraut á móts við Grindavíkurafleggjarann einhvern tímann í nótt og drapst hún á staðnum. 18.11.2008 08:27 Mannfjöld á borgarafundi á NASA í gær Um það bil sjö hundruð manns mættu á opinn borgarafund, sem haldinn var á NASA í gærkvöldi um ástandið í þjóðfélaginu, og komust ekki fleiri í húsið. 18.11.2008 08:19 Umferðarskilti á Þórunnarstræti enn ekið niður Enn einu sinni var ekið á umferðarskilti á umferðareyju á Þórunnarstræti á Akureyri á móts við leikskólann Hólmasól í gærkvöldi. 18.11.2008 07:20 Lést í flugi Indverskur karlmaður lést um borð í farþegavél, sem var á leið frá Moskvu til Toronto í Kanada í gærkvöldi og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli þegar ljóst var að maðurinn hafði fengið hjartaáfall. 18.11.2008 07:15 Handtekinn með falsað vegabréf Útlendingur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að hann var með falsað vegabréf. Hann var að koma frá Noregi sem ferðamaður og sagðist vera frá Sierra Leone en skilríkin reyndust fölsuð. 18.11.2008 07:11 Koma til Íslands í augnaðgerðir Útlendingar, einkum Færeyingar, eru farnir að leggja leið sína hingað til lands til að fara í laser-augnaðgerðir þar sem þær eru orðnar mun ódýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum vegna gengislækkunar krónunnar. 18.11.2008 07:07 Skorar á fólk að nýta aðstoð einungis í neyð Pétur Blöndal alþingismaður segir að einungis þeir sem þurfi nauðsynlega á þeim aðgerðum að halda sem ríkisstjórnin kynnti á föstudag til að verja heimilin, eigi að nýta sér þær. Með aðgerðunum vill ríkisstjórnin koma til móts við skuldsett heimili og fólk sem sjái fram á verulega skertar tekjur vegna uppsagna. 17.11.2008 21:45 Fjármálaráðherra hefur íhugað afsögn Árni Mathiesen segist hafa íhugað að segja af sér sem fjármálaráðherra vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld þar sem Árni var gestur Sölva Tryggvasonar. 17.11.2008 20:28 Einkavæðing bankanna voru ekki mistök Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi ekki verið mistök að einkavæða bankanna. Valgerður var viðskiptaráðherra þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir til einkaðila. 17.11.2008 21:30 Fjármálaráðherra Færeyja einnig í heimsókn Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, kom í dag til landsins og muna á morgun þriðjudag hitta og funda með Árna Mathiesen, fjármálaráðherra. 17.11.2008 21:41 Afsagnahefð innan Framsóknarflokksins ,,Það að verða hefð innan Framsóknarflokksins að forystumenn hans fari frá með þessum hætti. Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Árni Magnússon, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson fóru öll út úr stjórnmálum með skömmum fyrirvara," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnamálfræði við Háskóla Íslands, um þá þá ákvörðun Guðna Ágústssonar að hætta sem formaður Framsóknarflokksins. 17.11.2008 19:45 Atvinnumálin mikilvægust segir nýr þingmaður Framsóknarflokksins Eygló Harðardóttir, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hyggst taka sæti á Alþingi í stað Guðna Ágústssonar sem sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í dag. ,,Staðan er þannig í þjóðfélaginu að enginn getur skorast undan ábyrgð." 17.11.2008 19:35 Guðni lækkar í launum þegar hann fer á eftirlaun Í frétt Vísis í dag og á Stöð 2 í kvöld var því haldið fram að Guðni Ágústsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrveradni þingmaður, fengi hærri laun á eftirlaunum á næsta ári heldur en hann þiggur í dag. Það er rangt og biður Vísir Guðna afsökunar á því. 17.11.2008 19:27 Leiðinlegra og svipminna Alþingi Alþingi verður svipminna og leiðinlegra eftir að Guðni Ágústsson hverfur þaðan, að mati Björns Bjarnasonar ráðherra dóms- og kirkjumála. 17.11.2008 20:42 Utanríkisráðherra Færeyja heimsækir Ísland Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, kemur ásamt eiginkonu sinni til Íslands í dag í opinbera heimsókn í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 17.11.2008 19:52 Óvíst með tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hvort eða hvenær framkvæmdir við byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn klárast, er ekki ljóst, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Þá segir hún heldur ekki ljóst hvað framkvæmdirnar muni kosta eða hver borgi brúsann. 17.11.2008 19:09 Landsmenn skulda að meðaltali 4,5 milljón vegna bankahrunsins Íslendingar verða ein skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld. 17.11.2008 18:47 Sleginn yfir ákvörðun Guðna - Formannsframboð ekki á dagskrá ,,Það er ekki á dagskrá hjá mér að bjóða mig fram til formanns. Auðvitað er maður hálf sleginn yfir þessum atburðum og er ég er að reyna að átta mig á breyttri stöðu," sagði Siv Friðleifsdóttir í samtali við Vísi. 17.11.2008 18:33 Harður árekstur í Hafnarfirði Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Fjarðahrauns og Hólshrauns í Hafnarfirði skammt frá verslun Fjarðakaupa nú um fimmleytið. 17.11.2008 17:46 Afli úr íslenskum skipum verði seldur á Íslandi Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda vilja að allur afli úr íslenskum skipum verði seldur á Íslandi að öðrum kosti verði hann bundinn 10% útflutningsálagi. 17.11.2008 17:34 Útvarpsstjóri skorar á Skjáinn að koma með kröfurnar „Ég skil ekki alveg af hverju þeir eru að tilkynna okkur um að þeir muni innan skamms leggja fram einhverjar kröfur. Af hverju leggja þeir þá ekki bara fram þessar kröfur," segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. 17.11.2008 17:30 Þurfum fimm milljarða dollara en ekki sex Fjármögnungarþörf ríkisins vegna hinna miklu efnahagsþrengina er ekki sex milljarðar dollara heldur fimm milljarðar. Tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og afgangurinn frá hinum norrænu ríkjunum og Póllandi ásamt fleiri löndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. 17.11.2008 17:20 Björn Ingi útilokar framboð Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Markaðarins og fyrrverandi formaður borgarráðs, útilokar framboð til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar. 17.11.2008 16:55 Guðni hefði átt að finna nýja foringja Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist hafa áhyggjur af flokknum. Hann segir það þó ekki hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson hafi sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum í dag. 17.11.2008 16:55 Sjá næstu 50 fréttir
Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18.11.2008 14:43
Guðjón tekur við formennsku í Alþjóðasamtökum MND-félaga Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, hefur formlega tekið við formennsku í stjórn Alþjóðasamtaka MND-félaga. 18.11.2008 14:20
Segir Guðna ekki hafa verið dónalegan við ungliða Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður Ungra framsóknarmanna segir ungliða flokksins hafa gagnrýnt flokksforystuna í heild sinni á miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Hún segir Guðna ekki hafa verið dónalegan, umræðurnar hafi verið beinskeyttar og heiðarlegar. 18.11.2008 14:19
Hvalur hf. fær innflutningsleyfi í Japan fyrir 60 tonnum Hvalur hf. fær innflutningsleyfi fyrir þeim 60 tonnum af langreyðarkjöti sem legið hafa í tollgeymslu í Japan síðan í júní. Þetta hefur BBC-fréttastofan eftir háttsettum embættismanni í japanska viðskiptaráðuneytinu. 18.11.2008 13:58
Stjórntækin vegna stöðu bankanna til í Seðlabankanum Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir þau stjórntæki sem hafa þurfti til að bregðast við stöðu bankanna vera til í Seðlabankanum. 18.11.2008 13:21
Farþegum fjölgar í strætó Farþegum Strætó hefur fjölgað umtalsvert á helstu akstursleiðum og þeir nota Strætó oftar. Samkvæmt talningu sem Strætó bs. framkvæmir í október ár hvert er fjölgun farþega frá síðasta ári umtalsverð á helstu leiðum og allt upp í 35% á einstaka leiðum. 18.11.2008 13:13
Frumvarp um greiðslujöfnun samþykkt samdægurs Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga var samþykkt á Alþingi í gær sama dag og það var lagt fram. 18.11.2008 12:33
Fengu aðkenningu að reykeitrun Eldur og reykur ógnaði lífi og heilsu bæði fólks og hesta í tveimur eldsvoðum í nótt en engan sakaði. Töluvert eignatjón varð í báðum tilvikum. 18.11.2008 12:27
Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru 18.11.2008 12:14
Þróunarsvið Byggðastofnunar lagt niður Nái hugmyndir iðnaðarráðherra fram að ganga mun Þróunarsvið Byggðastofnunar verða lagt niður frá og með 1. júlí á næsta ári og störfin sem þar eru í dag flytjast yfir á Nýsköpunarmiðstöð, Ferðamálastofu og Hagstofu. Byggðastofnun mun þá eftirleiðis verða eingöngu lánastofnun. Þetta kemur fram í frétt á héraðsfréttavefnum Feyki. 18.11.2008 11:59
Tvö hundruð óku of hratt í Hvalfjarðargöngum Tæplega 200 ökumenn óku of hratt í Hvalfjarðargöngunum þegar lögregla var við mælingar á einni viku, frá 10.-17. nóvember. 18.11.2008 11:50
Presti var ekki rétt að skíra barn í trássi við vilja föður Sóknarprestur á Akureyri breytti ekki siðferðilega rétt þegar hann skírði sjö ára gamla stúlku að beiðni móður hennar en í trássi við vilja föður hennar í febrúar síðastliðnum. Stúlkan er skráð í kaþólsku kirkjuna eins og móðir hennar og kemur fram í úrskurðinum að prestinum hafi verið kunnugt um það. 18.11.2008 11:42
Vextir af verðtryggðum lánum verði aldrei hærri en tvö prósent Þrír þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að verðtryggð lán beri aldrei hærri vexti en nemur tveimur prósentum. 18.11.2008 11:35
Amfetamínfíkill þarf að greiða 950 þúsund í sekt Sunnlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 950 þúsund króna sekt fyrir að hafa verið tekinn átta sinnum við akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna. 18.11.2008 11:00
Svört lungu á sígarettupakka? Heimilt verður setja myndir af svörtum lungum, æxlum og frekari óhugnaði á sígarettupakka hér á landi ef nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir nær fram að ganga. 18.11.2008 10:58
Þáði kakó og stal bíl Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt. 18.11.2008 10:34
Fíkniefnamál í Eyjum tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra Þrjátíu og átta fíkniefnamál hafa komið inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum það sem af er ári og er það nærri tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. 18.11.2008 10:26
Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18.11.2008 09:32
Fimmtán hross sluppu í bruna í Þykkvabæ Nýlega uppgert íbúðarhús gjör eyðilagðist í eldi í Þykkvabæ í nótt. Íbúarnir voru ekki heima en minnstu munaði að fimmtán hross yrðu reyk að bráð. 18.11.2008 09:03
Segir Seðlabankann og fjármálaráðuneyti hafa verið á hryðjuverkalista Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og fulltrúi í bankaráði Seðlabanka Íslands, fer hörðum orðum um Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart Íslandi í bankahruninu í grein í Wall Street Journal. 18.11.2008 08:58
Ekið á konu í Breiðholti Ekið var á konu sem var á göngu á mótum Stekkjabakka og Álfabakka í Breiðholti nú á níunda tímanum. 18.11.2008 08:33
Þungar eru þrautir þeirra er í grenjum fæðast Ekið var á tófu á Reykjanesbraut á móts við Grindavíkurafleggjarann einhvern tímann í nótt og drapst hún á staðnum. 18.11.2008 08:27
Mannfjöld á borgarafundi á NASA í gær Um það bil sjö hundruð manns mættu á opinn borgarafund, sem haldinn var á NASA í gærkvöldi um ástandið í þjóðfélaginu, og komust ekki fleiri í húsið. 18.11.2008 08:19
Umferðarskilti á Þórunnarstræti enn ekið niður Enn einu sinni var ekið á umferðarskilti á umferðareyju á Þórunnarstræti á Akureyri á móts við leikskólann Hólmasól í gærkvöldi. 18.11.2008 07:20
Lést í flugi Indverskur karlmaður lést um borð í farþegavél, sem var á leið frá Moskvu til Toronto í Kanada í gærkvöldi og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli þegar ljóst var að maðurinn hafði fengið hjartaáfall. 18.11.2008 07:15
Handtekinn með falsað vegabréf Útlendingur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að hann var með falsað vegabréf. Hann var að koma frá Noregi sem ferðamaður og sagðist vera frá Sierra Leone en skilríkin reyndust fölsuð. 18.11.2008 07:11
Koma til Íslands í augnaðgerðir Útlendingar, einkum Færeyingar, eru farnir að leggja leið sína hingað til lands til að fara í laser-augnaðgerðir þar sem þær eru orðnar mun ódýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum vegna gengislækkunar krónunnar. 18.11.2008 07:07
Skorar á fólk að nýta aðstoð einungis í neyð Pétur Blöndal alþingismaður segir að einungis þeir sem þurfi nauðsynlega á þeim aðgerðum að halda sem ríkisstjórnin kynnti á föstudag til að verja heimilin, eigi að nýta sér þær. Með aðgerðunum vill ríkisstjórnin koma til móts við skuldsett heimili og fólk sem sjái fram á verulega skertar tekjur vegna uppsagna. 17.11.2008 21:45
Fjármálaráðherra hefur íhugað afsögn Árni Mathiesen segist hafa íhugað að segja af sér sem fjármálaráðherra vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld þar sem Árni var gestur Sölva Tryggvasonar. 17.11.2008 20:28
Einkavæðing bankanna voru ekki mistök Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi ekki verið mistök að einkavæða bankanna. Valgerður var viðskiptaráðherra þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir til einkaðila. 17.11.2008 21:30
Fjármálaráðherra Færeyja einnig í heimsókn Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, kom í dag til landsins og muna á morgun þriðjudag hitta og funda með Árna Mathiesen, fjármálaráðherra. 17.11.2008 21:41
Afsagnahefð innan Framsóknarflokksins ,,Það að verða hefð innan Framsóknarflokksins að forystumenn hans fari frá með þessum hætti. Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Árni Magnússon, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson fóru öll út úr stjórnmálum með skömmum fyrirvara," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnamálfræði við Háskóla Íslands, um þá þá ákvörðun Guðna Ágústssonar að hætta sem formaður Framsóknarflokksins. 17.11.2008 19:45
Atvinnumálin mikilvægust segir nýr þingmaður Framsóknarflokksins Eygló Harðardóttir, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hyggst taka sæti á Alþingi í stað Guðna Ágústssonar sem sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í dag. ,,Staðan er þannig í þjóðfélaginu að enginn getur skorast undan ábyrgð." 17.11.2008 19:35
Guðni lækkar í launum þegar hann fer á eftirlaun Í frétt Vísis í dag og á Stöð 2 í kvöld var því haldið fram að Guðni Ágústsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrveradni þingmaður, fengi hærri laun á eftirlaunum á næsta ári heldur en hann þiggur í dag. Það er rangt og biður Vísir Guðna afsökunar á því. 17.11.2008 19:27
Leiðinlegra og svipminna Alþingi Alþingi verður svipminna og leiðinlegra eftir að Guðni Ágústsson hverfur þaðan, að mati Björns Bjarnasonar ráðherra dóms- og kirkjumála. 17.11.2008 20:42
Utanríkisráðherra Færeyja heimsækir Ísland Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, kemur ásamt eiginkonu sinni til Íslands í dag í opinbera heimsókn í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 17.11.2008 19:52
Óvíst með tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hvort eða hvenær framkvæmdir við byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn klárast, er ekki ljóst, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Þá segir hún heldur ekki ljóst hvað framkvæmdirnar muni kosta eða hver borgi brúsann. 17.11.2008 19:09
Landsmenn skulda að meðaltali 4,5 milljón vegna bankahrunsins Íslendingar verða ein skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld. 17.11.2008 18:47
Sleginn yfir ákvörðun Guðna - Formannsframboð ekki á dagskrá ,,Það er ekki á dagskrá hjá mér að bjóða mig fram til formanns. Auðvitað er maður hálf sleginn yfir þessum atburðum og er ég er að reyna að átta mig á breyttri stöðu," sagði Siv Friðleifsdóttir í samtali við Vísi. 17.11.2008 18:33
Harður árekstur í Hafnarfirði Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Fjarðahrauns og Hólshrauns í Hafnarfirði skammt frá verslun Fjarðakaupa nú um fimmleytið. 17.11.2008 17:46
Afli úr íslenskum skipum verði seldur á Íslandi Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda vilja að allur afli úr íslenskum skipum verði seldur á Íslandi að öðrum kosti verði hann bundinn 10% útflutningsálagi. 17.11.2008 17:34
Útvarpsstjóri skorar á Skjáinn að koma með kröfurnar „Ég skil ekki alveg af hverju þeir eru að tilkynna okkur um að þeir muni innan skamms leggja fram einhverjar kröfur. Af hverju leggja þeir þá ekki bara fram þessar kröfur," segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. 17.11.2008 17:30
Þurfum fimm milljarða dollara en ekki sex Fjármögnungarþörf ríkisins vegna hinna miklu efnahagsþrengina er ekki sex milljarðar dollara heldur fimm milljarðar. Tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og afgangurinn frá hinum norrænu ríkjunum og Póllandi ásamt fleiri löndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. 17.11.2008 17:20
Björn Ingi útilokar framboð Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Markaðarins og fyrrverandi formaður borgarráðs, útilokar framboð til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar. 17.11.2008 16:55
Guðni hefði átt að finna nýja foringja Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist hafa áhyggjur af flokknum. Hann segir það þó ekki hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson hafi sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum í dag. 17.11.2008 16:55
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent