Innlent

Útvarpsstjóri skorar á Skjáinn að koma með kröfurnar

Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Páll Magnússon útvarpsstjóri.

„Ég skil ekki alveg af hverju þeir eru að tilkynna okkur um að þeir muni innan skamms leggja fram einhverjar kröfur. Af hverju leggja þeir þá ekki bara fram þessar kröfur," segir Páll Magnússon útvarpsstjóri.

LOGOS lögmannsþjónusta hefur sent Ríkisútvarpinu bréf þar sem fram kemur að Skjárinn muni innan skamms leggja fram kröfu um umtalsverðar skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða RÚV á auglýsingamarkaði.

„Annars lít ég á þetta sem lið í þessari áróðursherferð sem er í gangi. Og ekki er ég að ergja mig mikið á henni. Þeir mega bara gera það sem þeim sýnist," segir Páll. Hann bendir þó á að álit Samkeppniseftirlitsins bendi ekki til að RÚV hafi brotið einhver samkeppnislög enda hefði RÚV þá verið beitt einhverjum viðurlögum.

Páll segir að stjórnendur RÚV telji sig ekki hafa verið með undirboð á auglýsingamarkaði. „Meðalverð er 80% hærra en hjá Skjá einum og 60% hærri en hjá Stöð 2 og við erum minnstir á þessum markaði á sjónvarpsauglýsingum. Ég held að það sé erfitt að færa rök fyrir því að minnsti aðilinn undibjóði þar sem hann er með 60-80% hærra meðalverð," segir Páll.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×