Innlent

Utanríkisráðherra Færeyja heimsækir Ísland

Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja.
Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja.

Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, kemur ásamt eiginkonu sinni til Íslands í dag í opinbera heimsókn í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Á morgun mun Jørgen eiga fund með utanríkisráðherra. Þar verður rætt um framkvæmd og þróun fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja, ,,Hoyvíkursamningsins", á þeim tveimur árum sem nú eru liðin frá gildistöku hans.

Ennfremur verður rætt um gjaldeyrislán Færeyja til Íslands, stöðuna í efnahagsmálum og samstarf landanna, meðal annars á sviði heilbrigðismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×