Innlent

Amfetamínfíkill þarf að greiða 950 þúsund í sekt

Sunnlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 950 þúsund króna sekt fyrir að hafa verið tekinn átta sinnum við akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna.

Í flestum tilfellum mældist mikið magn af amfetamíni í blóði ákærða, en einnig e-pilluduft og kókaín. Var ákærða því gert að greiða 950 þúsund króna sekt til ríkissjóðs, eða sæta fangelsi í 30 daga. Þá var ákærði sviptur ökurétti í 3 ár og 10 mánuði frá 4. júlí 2008, en ákærði var þá sviptur ökurétti til bráðabirgða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×