Innlent

Þungar eru þrautir þeirra er í grenjum fæðast

Þessi heimskautarefur tengist fréttinni ekki beint.
Þessi heimskautarefur tengist fréttinni ekki beint.

Ekið var á tófu á Reykjanesbraut á móts við Grindavíkurafleggjarann einhvern tímann í nótt og drapst hún á staðnum.

Ökumaðurinn tilkynnti ekki um atvikið og hefur hugsanlega ekki orðið var við það. Að sögn lögreglu var þetta stór og stæðileg tófa, komin í hvítan vetrarbúninginn. Tófu verður nú vart um allt Reykjanesið, en hún var fátíð þar allt fram undir síðustu aldamót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×