Innlent

Þróunarsvið Byggðastofnunar lagt niður

Nái hugmyndir iðnaðarráðherra fram að ganga mun Þróunarsvið Byggðastofnunar verða lagt niður frá og með 1. júlí á næsta ári og störfin sem þar eru í dag flytjast yfir á Nýsköpunarmiðstöð, Ferðamálastofu og Hagstofu. Byggðastofnun mun þá eftirleiðis verða eingöngu lánastofnun. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Feyki.

Þar er vísaði í fund sem Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri átti með starfsfólki Byggðastofnunnar fyrir Helgi. Kristján tilkynnti starfsfólkinu um breytingarnar á fundinum, en málið hefur ekki verið rætt innan stjórnar. Aðspurður segir Kristján að stjórn Byggðastofnunar heyri undir iðnaðarráðherra og málið snerti starfsmenn stofnunarinnar umfram aðra og því hafi verið talið eðlilegt að starfsmennirnir fengju fréttirnir fyrstir allra.

Sjö manns vinna á þróunarsviði Byggðastofnunnar og mun fólkinu öllu verða boðin vinna áfram þó ekki komi þau til með að vinna lengur fyrir Byggðastofnun. Þá munu einhver störf verða tengd við Ferðamálastofu og unnin í samvinnu við Háskólann á Hólum, ekki liggur fyrir hvort þau verði unnin á Hólum eða á Sauðárkróki. það mun fara svolítið eftir starfsfólkinu












Fleiri fréttir

Sjá meira


×