Fleiri fréttir

Skjárinn krefur RÚV um skaðabætur

LOGOS lögmannsþjónusta hefur sent Ríkisútvarpinu bréf þar sem fram kemur að Skjárinn muni innan skamms leggja fram kröfu um umtalsverðar skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða RÚV á auglýsingamarkaði.

Ekki búið að tímasetja ESB-aðildarumsókn

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist ekki kannast við að íslensk stjórnvöld hafi nefnt einhverjar tímasetningar vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Keypti eigin bílvél

Heldur óvenjulegt mál kom inn á borð lögreglunnar á Selfossi á dögunum. Eftir því sem segir í dagbók hennar hafði maður samband við hana eftir að hann hafði keypt notaða bílvél í Hveragerði nýverið.

Ásmundur er virti bankasérfræðingurinn

Í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kemur fram að virtur bankasérfræðingur hafi verið skipaður til að stýra endurskipulagningu bankanna.

Ríkisstjórnin kynnir samkomulag við IMF - Blaðamannafundur í beinni

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16.15 í Ráðherrabústaðnum. Þar á að fara yfir samkomulagið sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í síðasta mánuði en sjóðurinn lánar Íslendingum um tvo milljarða dollara.

Verða að fá stuðning frá opinberum aðilum

Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ segir vonlaust fyrir samtökin að halda úti göngudeild á Akureyri fáist ekki stuðningur frá opinberum aðilum. Deildinni hafa samtökin haldið úti í 20 ár en allt þetta ár hefur henni verið haldið úti án fjárveitingar frá Heilbrigðisráðuneytinu sem hefur greitt stóran hluta af kostnaði deildairnnar undanfarin ár. Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ.

HB Grandi búinn að veiða síldarkvóta sinn við Noreg

Ingunn AK er nú á leiðinni til Trænö í Norður-Noregi með um 390 tonna síldarafla. Aflinn fékkst í norskri lögsögu nú um helgina og þar með hafa skip HB Granda náð að veiða síldarkvóta félagsins í lögsögunni á þessu ári.

Hefur áhyggjur af ráðstöfun á IMF-láni

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefðbundna. Hann segir það skipta máli að sérstaklega sé tekið fram að íslensk stjórnvöld gefi sjóðnum leyfi til þess að birta þessar upplýsingar. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því að þær 800 milljónir dollara sem eru á leið hingað til lands frá sjóðnum fari í hendurnar á sömu mönnum og ríktu hér í hruninu.

Þriðji opni borgarafundurinn í kvöld á NASA

Aðstandendur tveggja borgarafunda sem haldnir hafa verið í Iðnó síðustu vikur vegna efnahagsástandsins hafa nú blásið til þriðja fundarins sem verður í kvöld og að þessu sinni á skemmistaðnum NASA við Austurvöll.

Fundu tvo hnúfubaka á Faxaflóa

Það var tilkomumikil sjón sem blasti við erlendum ferðamönnum sem fóru í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn á föstudag, en tveir hnúfubakar urðu á vegi þeirra.

Rússar segja fjögurra milljarða evra lán of hátt

Rússar hugleiða að veita Íslandi lán, en það verða ekki þeir fjórir milljarðar evra sem áður hafa verið ræddir. Dmitry Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í morgun að það væri of há fjárhæð.

Verið að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld séu að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða króna án þess að ráðfæra sig við Alþingi. Öllum upplýsingum um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið vegna Icesave hafi verið haldið frá utanríkismálanefnd.

Páll íhugar formannsframboð í Framsókn

Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma.

Margir missa vinnuna um næstu mánaðamót

Margir þeirra iðnaðarmanna sem hafa fengið uppsagnarbréf munu missa vinnuna um næstu mánaðamót, segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar.

Íslenskuverðlaun menntaráðs veitt grunnskólanemum

Íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent, annað árið í röð, á degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember. Rúmlega eitt hundrað nemendur í grunnskólum Reykjavíkur fengu verðlaun að þessu sinni, rúmlega 50 einstaklingar og 8 hópar.

Aðeins 90 ökutæki nýskráð á síðustu tveimur vikum

Aðeins 90 ökutæki voru nýskráð hér á landi á fyrstu tveimur vikum nóvembermánaðar. Samkvæmt tölum Umferðarstofu eru það tólf sinnum færri ökutæki en á sama tíma í fyrra en þá reyndust þau um ellefu hundruð.

Bjóða Íslendingum störf í Noregi

Norska ráðningafyritækið Jobbia hefur sett sig í samband við Samiðn með það fyrir augum að bjóða Íslendingum störf í Noregi.

Innbrot í Vesturbænum

Brotist var inn í íbúð í vesturborginni í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu og stafrænni tökuvél.

Makríll í nótina hjá Hoffelli

Makríll kom í nótina hjá síldveiðiskipinu Hoffelli þegar skipið var að síldveiðum á Breiðafirði nýverið, en ekki er vitað til að makríll hafi sést á þessum slóðum áður.

Ráðinn verði reyndur bankaeftirlitsmaður

Fyrrverandi yfirstjórnendur og helstu hluthafar í yfirteknu bönkunum, sem gerst hafa sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum, eiga ekki að gegna sambærilegum störfum næstu þrjú árin, segir meðal annars í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ók á ljósastaur og stakk af

Ölvaður ökumaður ók á ljósastaur við Grensásveg í nótt og braut hann niður. Þrátt fyrir að bíllinn hafi stórskemmst reyndi maðurinn að stinga af, en náðist skömmu síðar á Nýbýlavegi í Kópavogi og var tekinn úr umferð.

Bæjarstjórum berst fjöldi fyrirspurna

"Síðustu vikur höfum við fundið fyrir miklum áhuga fólks á búsetu í Vestmannaeyjum. Margar fyrirspurnir hafa borist, bæði til mín og atvinnurekenda,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Efnahagsástandið hefur gert það að verkum að margir höfuðborgarbúar líta til landsbyggðarinnar í von um atvinnu. Bæjarstjóri í Snæfellsbæ og sveitarstjóri í Skagafirði taka í sama streng og segja umleitanir um atvinnu hafa aukist töluvert upp á síðkastið, og von sé á að enn bætist við.

Bjarni: Framsókn gæti allt eins sameinast Samfylkingunni

Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins sem sagði af sér á dögunum, segir að fari svo að Framsóknarflokkurinn ákveði að vinna að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu geti hann allt eins sameinast Samfylkingunni. Þetta kom fram í þættinum Mannamáli með Sigmundi Erni Rúnarssyni á Stöð 2 nú í kvöld.

Ingibjörg: „Ásættanleg niðurstaða“

Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynntu nú fyrir stundu að samkomulag hafi náðst við Evrópusambandið varðandi Icesave reikninga Landsbankans. Í samkomulaginu fellst að Íslendingar viðurkenna að þeim beri að tryggja innistæður að hámarki 20.877 evrum á hverjum reikningi í samræmi við lög um tryggingasjóð innistæðueigenda. Í framhaldi af þessu munu Íslendingar hefja viðræður við Breta og Hollendinga um hvernig staðið verði að því að greiða út peningana.

Ys og þys á Alþingi

Þegar samfélagið logar í illdeildum bæði innanlands og utan vegna hruns bankanna og efnahagsþrenginga er ekki úr vegi að skoða hvað þingmenn eru að dunda sér við á Alþingi.

Norðurál vill byggja stærra í Helguvík

Norðurál hefur kynnt stjórnvöldum ósk um að álverið í Helguvík verði fjörutíu prósentum stærra en áður var áformað. Líklegt þykir að málið geti leitt til harðra átaka innan Samfylkingarinnar.

Veskjaþjófar sendir úr landi

Tvær erlendar konur voru handteknar í Kringlunni á föstudaginn fyrir að hafa stolið þónokkrum peningaveskjum. Konurnar eru grunaðar um að hafa stundað vasaþjófnað víða í höfuðborginni undanfarna daga en talið er að þær hafi komið gagngert til landsins til þess. Þær voru látnar lausar úr haldi lögreglu í gær og sendar úr landi í dag.

Engin stefnubreyting hjá VG

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna boðar ekki stefnubreytingu í Evrópumálum þótt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi á síðustu dögum ákveðið að flýta landsfundum sínum vegna málsins.

Valgerður útilokar ekki framboð

Formannsslagur virðist vera í uppsiglingu hjá Framsóknarflokknum eftir miðstjórnarfund flokksins í gær. Valgerður Sverrisdóttir útilokar ekki framboð.

Icesave deilan leyst

Samkomulag er í höfn í Icesave deilunni svokölluðu. Tilkynnt verður nánar um málið á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum sem hefst innan tíðar. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir að búið sé að hnýta þá hnúta sem þurfti að hnýta.

Herdís Egilsdóttir fær Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2008 voru afhent í hátíðardagskrá í hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Auk þess voru einnig veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti Herdísi Egilsdóttur kennara Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2008.

Ungir jafnaðarmenn á Akureyri vilja flutningsjöfnun

Salka, félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri vill fá flutningsjöfnun setta á strax. Í ályktun frá félaginu segir að það sé mikið hagsmunamál fyrir framleiðslufyrirtæki á Akureyri að flutningsjöfnun verði sett á.

Sjá næstu 50 fréttir