Þurfum fimm milljarða dollara en ekki sex 17. nóvember 2008 17:20 Fjármögnungarþörf ríkisins vegna hinna miklu efnahagsþrengina er ekki sex milljarðar dollara heldur fimm milljarðar. Tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og afgangurinn frá hinum norrænu ríkjunum og Póllandi ásamt fleiri löndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. Þar var kynnt viljayfirlýsing stjórnvalda vegna samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að gert yrði ráð fyrir að umsóknin um lánin yrði tekin fyrir á næstu dögum. Alþingi fengi upplýsingar um málið með þingsályktunartillögu og hún yrði tekin til umræðu og atkvæði greidd um það hvort ganga ætti til samstarfsins. Fegin að geta kunngert áætlun Fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra að hún væri afskaplega fegin að geta kunngert áætlun stjórnvalda sem unnin hefði verið í samráði við marga aðila, þar á meðal aðila vinnumarkaðarins og Seðlabankans, því það fylgdi því ákveðin ónotakennd að geta ekki sagt frá þessu. Hér væru ekki á ferðinni leyndarmál en eins og kunnugt væri væru reglur í gildi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stjórnvöld hafi fengið heimild um helgina til þess að gera samkomulagið opinbert og yrðu efnisatriðin skýrð á sérstakri vefsíðu á heimasvæði forsætisráðuneytisins sem opnuð yrði í dag. Skuldir ríkisins stóraukast Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, leiddi vinnu við samkomulagið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann fór yfir það á blaðamannafundinum en efni þess hafði þegar lekið út og var að finna á vef DV í dag. Friðrik sagði að samkomulagið væri þríþætt og sneri að endurskipulagningu bankakerfisins, stefnu í opinberum fjármálum og í peninga- og gengismálum. Í þessu fælist meðal annars að regluumgjörð bankakerfisins yrði endurskoðuð og bankaeftirlit bætt. Þá sagði Friðrik ljóst að skuldir ríkisins myndu stóraukast og fara úr 27 prósentum af landsframleiðslu í ár í 109 prósent í lok næsta árs. Fjárlagahalla yrði leyft að aukast á næsta ári því samdráttur yrði í þjóðarbúskapnum. Á næstu árum yrði að ná tökum á skuldsetningu ríkissjóðs og því yrði í skrefum að lækka undirliggjandi halla ríkissjóðs. Afkoman yrði jákvæð árið 2011 og um 2-3 prósent árið 2012 og fyrr færu skuldirnar ekki að lækka. Þá sagði Friðrik að gripið yrði til nokkurra aðgerða í peningamálum til þess að hefta flæði fjármagns frá landinu. Vextir hefðu verið hækkaðir og ekki væri útilokað að þeir yrði hækkaðir frekar. Þá yrði aðgangi bankanna að fjármagni stýrt, gjaldeyrisforðinn efldur til þess að koma í veg fyrir of miklar sveiflur á gengi og þá væri möguleiki að beita gjaldeyrishöftum á fjármagnshreyfingar. Nefnd skoðar gjörðir embættismanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru spurð út í þær tölur viljayfirlýsingarinnar að lánsfjárþörfin væri 24 milljarðar dollara en ekki sex. Sagði Geir að þetta væri vegna skuldbindinga einkaaðila en stór hluti þess fjár yrði afskrifaður vegna greiðsluþrots bankanna og því væri lánsfjárþörfin fimm milljarðar dollara. Hann vildi ekki greina frá því á þessari stundu hvaða þjóðir auk hinna norrænu og Pólverja myndu lána Íslendingum. Um rannsókn á gjörðum ráðamanna og stjórnenda stofnenda sagði Ingibjörg Sólrún að rannsókn á bankahruninu yrði tvíþætt. Það væri sérstakur saksóknari sem myndi rannsaka hugsanlega saknæma háttsemi í bönkunum og svo yrði skipuð sérstök nefnd sem velta ætti við hverjum steini sem lyti að öllu, bönkum, stofnunum og stjórnmálamönnum. Ef hún kæmist að einhverju yrði því vísað til hins sérstaka saksóknara. Aðspurður hvenær krónan yrði sett á flot sagði Geir að það tæki um tíu daga frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiddi umsókn Íslands og þar til peningar kæmu þaðan til landsins og þá yrði farið að huga að því. Hann taldi víst að krónan yrði sett á flot fyrri áramót. Viljayfirlýsingu stjórnvalda vegna IMF-láns má sjá hér. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Fjármögnungarþörf ríkisins vegna hinna miklu efnahagsþrengina er ekki sex milljarðar dollara heldur fimm milljarðar. Tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og afgangurinn frá hinum norrænu ríkjunum og Póllandi ásamt fleiri löndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. Þar var kynnt viljayfirlýsing stjórnvalda vegna samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að gert yrði ráð fyrir að umsóknin um lánin yrði tekin fyrir á næstu dögum. Alþingi fengi upplýsingar um málið með þingsályktunartillögu og hún yrði tekin til umræðu og atkvæði greidd um það hvort ganga ætti til samstarfsins. Fegin að geta kunngert áætlun Fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra að hún væri afskaplega fegin að geta kunngert áætlun stjórnvalda sem unnin hefði verið í samráði við marga aðila, þar á meðal aðila vinnumarkaðarins og Seðlabankans, því það fylgdi því ákveðin ónotakennd að geta ekki sagt frá þessu. Hér væru ekki á ferðinni leyndarmál en eins og kunnugt væri væru reglur í gildi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stjórnvöld hafi fengið heimild um helgina til þess að gera samkomulagið opinbert og yrðu efnisatriðin skýrð á sérstakri vefsíðu á heimasvæði forsætisráðuneytisins sem opnuð yrði í dag. Skuldir ríkisins stóraukast Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, leiddi vinnu við samkomulagið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann fór yfir það á blaðamannafundinum en efni þess hafði þegar lekið út og var að finna á vef DV í dag. Friðrik sagði að samkomulagið væri þríþætt og sneri að endurskipulagningu bankakerfisins, stefnu í opinberum fjármálum og í peninga- og gengismálum. Í þessu fælist meðal annars að regluumgjörð bankakerfisins yrði endurskoðuð og bankaeftirlit bætt. Þá sagði Friðrik ljóst að skuldir ríkisins myndu stóraukast og fara úr 27 prósentum af landsframleiðslu í ár í 109 prósent í lok næsta árs. Fjárlagahalla yrði leyft að aukast á næsta ári því samdráttur yrði í þjóðarbúskapnum. Á næstu árum yrði að ná tökum á skuldsetningu ríkissjóðs og því yrði í skrefum að lækka undirliggjandi halla ríkissjóðs. Afkoman yrði jákvæð árið 2011 og um 2-3 prósent árið 2012 og fyrr færu skuldirnar ekki að lækka. Þá sagði Friðrik að gripið yrði til nokkurra aðgerða í peningamálum til þess að hefta flæði fjármagns frá landinu. Vextir hefðu verið hækkaðir og ekki væri útilokað að þeir yrði hækkaðir frekar. Þá yrði aðgangi bankanna að fjármagni stýrt, gjaldeyrisforðinn efldur til þess að koma í veg fyrir of miklar sveiflur á gengi og þá væri möguleiki að beita gjaldeyrishöftum á fjármagnshreyfingar. Nefnd skoðar gjörðir embættismanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru spurð út í þær tölur viljayfirlýsingarinnar að lánsfjárþörfin væri 24 milljarðar dollara en ekki sex. Sagði Geir að þetta væri vegna skuldbindinga einkaaðila en stór hluti þess fjár yrði afskrifaður vegna greiðsluþrots bankanna og því væri lánsfjárþörfin fimm milljarðar dollara. Hann vildi ekki greina frá því á þessari stundu hvaða þjóðir auk hinna norrænu og Pólverja myndu lána Íslendingum. Um rannsókn á gjörðum ráðamanna og stjórnenda stofnenda sagði Ingibjörg Sólrún að rannsókn á bankahruninu yrði tvíþætt. Það væri sérstakur saksóknari sem myndi rannsaka hugsanlega saknæma háttsemi í bönkunum og svo yrði skipuð sérstök nefnd sem velta ætti við hverjum steini sem lyti að öllu, bönkum, stofnunum og stjórnmálamönnum. Ef hún kæmist að einhverju yrði því vísað til hins sérstaka saksóknara. Aðspurður hvenær krónan yrði sett á flot sagði Geir að það tæki um tíu daga frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiddi umsókn Íslands og þar til peningar kæmu þaðan til landsins og þá yrði farið að huga að því. Hann taldi víst að krónan yrði sett á flot fyrri áramót. Viljayfirlýsingu stjórnvalda vegna IMF-láns má sjá hér.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira