Innlent

Björn Ingi útilokar framboð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Markaðarins.
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Markaðarins.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Markaðarins og fyrrverandi formaður borgarráðs, útilokar framboð til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar. Í samtali við Vísi sagðist Björn Ingi ekki hafa verið viðstaddur miðstjórnarfund framsóknarmanna um helgina og því geti hann ekki sagt til um hvað orsaki brotthvarf Guðna af formannsstóli.

Björn Ingi Hrafnsson var um árabil aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar þegar að hann gegndi embætti forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann vakti mikla athygli fyrir skelegga framgöngu og vann sannfærandi sigur í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2006.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×