Fleiri fréttir

Skíðasvæði opin Í Tindastóli og á Sigló

Skíðasvæðin á Siglufirði og á Sauðárkróki eru opin í dag til klukkan fimm. Á Sauðárkróki verður opnað í Tindastóli nú klukkan tíu og þar er sagt frábært færi og hægviðri. Á Sigló er svipaða sögu að segja en þar verður opnað klukkan ellefu.

Grunur um íkveikju í umdeildu húsi

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í yfirgefna húsinu sem brann við Baldursgötu í Reykjavík í gær. Lögreglan rannsakar tildrög eldsins en húsið var rafmagnslaust þegar eldurinn kom upp og þykir það renna stoðum undir að kveikt hafi verið í því. Deilur hafa staðið um húsið í töluverðan tíma.

Reynt að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi

Logandi rakettu var kastað inn í anddyri lögreglustöðvarinnar á Selfossi í nótt. Flugeldurinn sprakk þar inni og hljóp glóð í nokkra stóla og aðra innanstokksmuni. Lögreglumönnum á vakt stóð ekki á sama og segja þeir að litlu hafi mátt muna að eldurinn næði að breiða úr sér.

Séra Friðriks minnst

Blómsveigur var lagður að leiði séra Friðriks Friðrikssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu í morgun í tilefni þess að í ár eru 140 ár liðin frá fæðingu hans. Blómsveigurinn er frá fimm félögum sem Friðrik stofnaði á ævi sinni, en þau eru KFUM og K, íþróttafélögin Valur og Haukar, íslenska skátahreyfingin og Karlakórinn Fóstbræður.

IMF tekur lán til Íslands fyrir á miðvikudaginn

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tekur lánsumsókn Íslands fyrir á fundi sínum á miðvikudaginn. Dominique Strauss-Kahn, forstjóri sjóðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöldi.

Valgerður: Skref sem verður að stíga

„Ég held að niðurstöður fundarins hafi verið mjög ásættanlegar,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins um þá ákvörðun miðstjórnar að flýta flokksþingi og fela þinginu að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu. Hún segir þetta nauðsynlegt skref.

Mörg þúsund manns mættu á Austurvöll

Útifundi á Austurvelli sem hófst klukkan þrjú er lokið. Undanfarna laugardaga hefur fólk komið saman fyrir framan Alþingishúsið og hefur fjölgað í þeim hópi með hverri vikunni sem líður. Aldrei hafa eins margir mætt og í dag og voru þúsundir manna samankomnir í miðbænum. Mótmælin fóru friðsamlega fram en eftir að fundi lauk var eggjum og klósettrúllum látið rigna á Alþingishúsið. Fyrir því stóð afmarkaður hópur mótmælenda en Hörður Torfason skipuleggjandi fundarins sagði í samtali við Stöð 2 að slík hegðun væri málstað almennings ekki til framdráttar.

Staðið við áform um Drekasvæðið

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að þrátt fyrir efnahagskreppu verði staðið við þau áform að bjóða út í janúar réttindi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu.

Grunur um íkveikju á Baldursgötu

Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins á Baldursgötu en þar kviknaði í yfirgefnu húsi. Töluverðan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins en engin hætta var á því að hann læsti sig í önnur hús í hverfinu. Að sögn lögreglu er verið að rannskaka eldsupptök. Ekkert rafmagn var í húsinu og því beinist grunur að því að kveikt hafi verið í því.

Hús alelda á Baldursgötu

Slökkviliðið berst enn við eld á Baldursgötu í Reykjavík. Húsið er yfirgefið og var það alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn hefur læst sig í þak hússins og að sögn varðstjórna hjá slökkviliðinu gengur erfiðlega að ráða niðurlögum hans þar sem búið hafi verið að fjarlægja öll gólf úr húsinu. Að sögn slökkviliðs er þó engin hætta á að eldurinn breiðist í nærliggjandi hús.

Lögreglan ekki með hertan viðbúnað á Austurvelli

Lögreglan verður með venjulegan viðbúnað á Austurvelli í dag þegar fólk ætlar að hittast á útifundi klukkan þrjú. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn segir ekki standa til að fjölga í lögregluliðinu þrátt fyrir að til nokkurra óláta hafi komið um síðustu helgi.

Greiðslubyrði getur lækkað um tugi þúsunda

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignalána til einstaklinga. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að misgengi sem nú er að verða milli launa og lána leiði til aukinnar greiðslubyrði vegna fasteignaveðlána. Meðfylgjandi eru dæmi um áhrif greiðslujöfnunar á greiðslubyrði en þar sést að greiðslubyrði getur minnkað um tugi þúsunda í vissum tilfellum.

Bensínið lækkaði víðast hvar um tíkall

N1 auglýsir í dag 10 króna afslátt á bensínverði og virðast hin olíufélögin ætla að svara því með samsvarandi verðlækkun hjá sér. Bensínlítrinn kostaði í morgun víða 143 til 145 krónur.

Þriðji áfangi Hellisheiðarvirkjunar tekinn í notkun

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók í dag formlega í notkun tvær nýjar vélasamstæður í Hellisheiðarvirkjun. Með því er afl virkjunarinnar orðið 213 megavött, sem gerir hana að þriðju aflmestu virkjun landsins í raforku. Fram kom hjá Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, við athöfnina í dag að fullbúin verði virkjunin sú afkastamesta í landinu.

Guðni: „Hvar er atgeirinn Geir?“

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins sem stendur nú yfir að ekki sé lengur hægt að útiloka aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í ræðu sinni fór hann yfir atburði síðustu daga og vikna og bar viðbrögð stjórnvalda saman við það sem gert var í Landhelgisdeilunum.

Framsókn með miðstjórnarfund

Evrópumálin verða væntanlega ofarlega á baugi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum í dag. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um afstöðuna gagnvart Evrópusambandinu.

Bílvelta í Álftafirði

Litlu munaði að illa færi þegar bifreið hafnaði á hvolfi úti í sjó í Álftafirði á Vestfjörðum á milli klukkan átta og níu í gærkvöldi. Karl og kona voru í bílnum og tókst þeim að komast út úr bílnum af eigin rammleik. Þau slösuðust ekki en voru köld og hrakin. Farið var með þau á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.

Tvær líkamsárásir kærðar

Tvær líkamsárásir voru kærðar í nótt og voru tveir handteknir vegna þeirra og látnir gista fangageymslur. Að sögn lögreglu voru báðar árásirnar minniháttar. Þá voru þrír teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt en sex umferðaróhöpp urðu sem rekja má til mikillar hálku. Að öðru leyti gekk nóttin áfallalaust fyrir sig í borginni að sögn varðstjóra.

Vilja hámarkslaun að upphæð 1 milljón króna

Alþingi, ríkisstjórn og allir einkaaðilar í rekstri þurfa að sjá til þess að enginn hafi hærri laun en eina milljón króna á mánuði. Þetta segir í opnu bréfi nokkurra Dýrfirðinga til Alþingis, ríkisstjórnar og atvinnurekenda.

Bílvelta á Laugarvatnsvegi

Fólksbíll keyrði út af Laugarvatnsvegi og valt um klukkan hálfsjö í kvöld. Fimm manns voru í bílnum og fóru einhverjir þeirra með minniháttar meiðsl á slysadeild, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Tíu mínútum seinna rákust tveir jeppar saman Hellisheiði, er þeir komu úr gagnstæðri átt. Fjarlægja þurfti bílana burt með dráttarbílum, en enginn slys urðu á fólki.

Íslensk hönnun er jólagjöfin í ár

Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst hefur í nokkur ár kannað horfur í jólaverslun og fengið sérfræðinga til að velja jólagjöfina í ár. Að þessu sinni er jólagjöfin íslensk hönnun og segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, að hún falli mjög vel að tíðarandanum.

Segir RÚV ekki hafa brotið gegn samkeppnislögum

Ekki verður séð að RÚV hafi brotið gegn gildandi samkeppnislögum. Þvert á móti virðist álit Samkeppniseftirlitsins fyrst og fremst varða túlkun á lögum um Ríkisútvarpið ohf. og þjónustusamningi þess við menntamálaráðuneytið.

Þakkaði Færeyingum innilega fyrir aðstoðina

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hélt í dag ræðu á færeyska þinginu þar sem hann færði þjóðinni þakkir fyrir fyrirhugað lán en Færeyingar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna að jafnvirði 6,1 milljarða króna vegna yfirstandi efnahagsþrenginga.

Álit Samkeppniseftirlitsins kemur ekki á óvart

Ari Edwald, forstjóri 365 hf, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og segir að hún komi sér alls ekki á óvart. Hann tekur þó fram að hann hafi að hann hafi einungis kynnt sér álitið lauslega.

Sigríður fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins

„Þetta álit eitt og sér breytir ekki rekstrarumhverfinu, en vissulega styður þetta við að teknar verði réttar ákvarðanir og RÚV hverfi af auglýsingamarkaði," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjás eins.

Gerum ekki út skylmingaþræla og hendum þeim fyrir ljónin

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir skömmu að rökstuddar ástæður þyrfti til þess að einhver einn ráðherra frekar en annar viki úr ríkisstjórn. Hún sagði að ekki væri verið að gera út einhverja gladiatora sem ætti að henda fyrir ljónin.

Samkeppniseftirlitið vill RÚV af auglýsingamarkaði

Samkeppniseftirlitið leggur til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði þegar aðstæður leyfi. Telji menntamálaráðherra eða Alþingi ekki að RÚV geti horfið af markaði á að takmarka umsvif félagsins á honum.

Segir lítið kjöt á beinum aðgerða ríkisstjórnarinnar

Aðgerðir ríkisstjórninnar sem kynntar voru fyrr í dag eru skref í rétta átt, að mati Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna. ,,Aftur á móti sló mig hversu tillögurnar eru veiklulegar og hversu lítið kjöt er á beinum."

Hætta viðræðum um smíði nýs Herjólfs

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að hætt skuli frekari samningaviðræðum við þýsku skipasmíðastöðina Fassmer um smíði nýs Herjólfs og stöðinni tilkynnt að tilboði hennar yrði ekki tekið.

Hefði viljað sjá skýrari Evrópustefnu

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segist hafa vonast eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi boða skýrari stefnu í Evrópumálum í dag. Aftur á móti sé ákvörðun flokksins sem tilkynnt var um áðan skref í rétta átt.

Blaðamannafundur í beinni

Nú er um það bil að hefjast blaðamannafundur forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Búist er við því að þar verði greint frá niðurstöðu mála í deilunum við Breta og Hollendinga og um aðgerðir stjórnvalda til varnar heimilum landsins.

Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið

,,Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið án þess að tekin verði skref í átt að Evrópusambandinu. Við höfum einfaldlega ekki tímann því hann vinnur ekki með okkur," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. ,,Framtíðarsýnin verður að vera skýr."

Dæmdur fyrir að afrita nektarmyndir í leyfisleysi

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 26 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í heimildarleysi og án vitneskju konu skoðað og afritað ljómyndir af henni fáklæddri og berbrjósta úr tölvu hennar og látið annan mann fá.

Gagnrýnir að ekki var samráð við sveitarfélög um aðkomu IMF

Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega að ekkert samráð var haft við sveitarfélögin um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að efnahagsstjórn landsins. Þetta kemur fram í leiðara Karls í nýútkomnum Sveitarstjórnarmálum.

Sjálfstæðismenn ræddu ekki stöðu seðlabankastjóra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á blaðamannafundi í Valhöll fyrir stundu að ekki væri hægt að leyna því að sú skoðun sem Jón Steinsson, lektor við Columbia háskólann, setti fram í grein í dag nyti aukins fylgis meðal sjálfstæðismanna. Afstaða forystumanna flokksins væri hins vegar ljós.

Landsfundi sjálfstæðismanna flýtt og nefnd um Evrópumál skipuð

Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur verið ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Valhöll en þar fer fram miðstjórnarfundur vegna efnahagsástandsins.

Starfsmenn norrænna fjármálafyrirtækja styðja íslendinga

NFU norræn samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja lýsa yfir eindregnum stuðningi við félaga sína á Íslandi í baráttu þeirra við að leysa úr þeim vandræðum sem alheimsfjármálakrísan hefur skolað á land á Íslandi.

Vill að Alþingi fjalli um Icesave-samkomulag fyrir undirritun

Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, vill að samkomulag vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði teknir til umfjöllunar á Alþingi áður en það verði undirritað fyrir hönd þjóðarinnar en ekki eftir á.

Sjá næstu 50 fréttir