Þriðji áfangi Hellisheiðarvirkjunar tekinn í notkun 15. nóvember 2008 12:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók í dag formlega í notkun tvær nýjar vélasamstæður í Hellisheiðarvirkjun. Með því er afl virkjunarinnar orðið 213 megavött, sem gerir hana að þriðju aflmestu virkjun landsins í raforku. Fram kom hjá Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, við athöfnina í dag að fullbúin verði virkjunin sú afkastamesta í landinu. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að fjöldi fólks, þar á meðal forseti Íslands, hafi verið viðstaddur þegar ræstar voru tvær 45 megavatta gufuaflstúrbínur í Hellisheiðarvirkjun. „Þetta er þriðji áfangi uppbyggingarinnar. Undir lok næsta árs hefst framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni og árið 2010 er ráðgert að síðasti áfanginn í raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar verði tekinn í notkun. Þá verður uppsett afl hennar í raforku 303 megavött og gert er ráð fyrir að afl heitavatnsframleiðslunnar verði aukið í nokkrum áföngum á næsta áratugum upp í 400 megavött. Þá verður hún aflmesta virkjun landsins," segir í tilkynningunni. Auk borgarstjóra ávörpuðu samkomuna forstjóri og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar framleiðenda aflvélanna, Mitsubishi og Balcke Dürr. Verkefnin framundan í íslensku efnahagslífi voru þeim hugleikin að því er segir í tilkynningunni. „Borgarstjóri gerði að umtalsefni gott orðspor Íslendinga í orkumálum og hvernig það geti nýst þjóðinni til framdráttar við erfiðar aðstæður. Hún minnti á að margar grannþjóðir okkar þurfi að fást tvö stór verkefni um þessar mundir; efnahagssamdrátt og loftslagsmálin. Íslendingar hafi hinsvegar umbylt sínu orkukerfi á síðustu öld í átt til endurnýjanlegrar orku og séu enn að." Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, minntist þess í ávarpi sínu að það hafi verið í kreppunni á fjórða áratug síðustu aldar að markviss uppbygging hitaveitu hófst hér á landi í Reykjavík. Framsýni ráðamanna þá, væri að spara okkur 150 milljónir bandaríkjadala á ári í kyndikostnað. Værum við að nota olíu til húshitunar enn þann dag í dag, þyrftu íbúar höfuðborgarsvæðisins að greiða 55 milljónum króna meira í kyndikostnað á degi hverjum." Jarðvarmavirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið byggðar í áföngum því samhliða orkunýtingu fást auknar upplýsingar um afkastagetu jarðhitageymisins sem nýttur er. Fljótlega eftir að markvissar rannsóknarboranir hófust við Kolviðarhól kom í ljós að svæðið býður upp meiri nýtingu en upphaflega var áformuð. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók í dag formlega í notkun tvær nýjar vélasamstæður í Hellisheiðarvirkjun. Með því er afl virkjunarinnar orðið 213 megavött, sem gerir hana að þriðju aflmestu virkjun landsins í raforku. Fram kom hjá Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, við athöfnina í dag að fullbúin verði virkjunin sú afkastamesta í landinu. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að fjöldi fólks, þar á meðal forseti Íslands, hafi verið viðstaddur þegar ræstar voru tvær 45 megavatta gufuaflstúrbínur í Hellisheiðarvirkjun. „Þetta er þriðji áfangi uppbyggingarinnar. Undir lok næsta árs hefst framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni og árið 2010 er ráðgert að síðasti áfanginn í raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar verði tekinn í notkun. Þá verður uppsett afl hennar í raforku 303 megavött og gert er ráð fyrir að afl heitavatnsframleiðslunnar verði aukið í nokkrum áföngum á næsta áratugum upp í 400 megavött. Þá verður hún aflmesta virkjun landsins," segir í tilkynningunni. Auk borgarstjóra ávörpuðu samkomuna forstjóri og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar framleiðenda aflvélanna, Mitsubishi og Balcke Dürr. Verkefnin framundan í íslensku efnahagslífi voru þeim hugleikin að því er segir í tilkynningunni. „Borgarstjóri gerði að umtalsefni gott orðspor Íslendinga í orkumálum og hvernig það geti nýst þjóðinni til framdráttar við erfiðar aðstæður. Hún minnti á að margar grannþjóðir okkar þurfi að fást tvö stór verkefni um þessar mundir; efnahagssamdrátt og loftslagsmálin. Íslendingar hafi hinsvegar umbylt sínu orkukerfi á síðustu öld í átt til endurnýjanlegrar orku og séu enn að." Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, minntist þess í ávarpi sínu að það hafi verið í kreppunni á fjórða áratug síðustu aldar að markviss uppbygging hitaveitu hófst hér á landi í Reykjavík. Framsýni ráðamanna þá, væri að spara okkur 150 milljónir bandaríkjadala á ári í kyndikostnað. Værum við að nota olíu til húshitunar enn þann dag í dag, þyrftu íbúar höfuðborgarsvæðisins að greiða 55 milljónum króna meira í kyndikostnað á degi hverjum." Jarðvarmavirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið byggðar í áföngum því samhliða orkunýtingu fást auknar upplýsingar um afkastagetu jarðhitageymisins sem nýttur er. Fljótlega eftir að markvissar rannsóknarboranir hófust við Kolviðarhól kom í ljós að svæðið býður upp meiri nýtingu en upphaflega var áformuð.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira