Innlent

Lögreglan ekki með hertan viðbúnað á Austurvelli

Geir Jón Þórisson.
Geir Jón Þórisson.

Lögreglan verður með venjulegan viðbúnað á Austurvelli í dag þegar fólk ætlar að hittast á útifundi klukkan þrjú. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn segir ekki standa til að fjölga í lögregluliðinu þrátt fyrir að til nokkurra óláta hafi komið um síðustu helgi.

„Við verðum bara fáir þarna eins og venjulega," segir Geir Jón í samtali við Vísi. Hann segist þó búast við því að fleiri mæti á fundinn í dag en í síðustu viku. „Það kæmi mér ekki á óvart en vonandi verður þetta á skemmtilegum og góðum nótum."

Aðspurður hvort hann óttist ekki að upp úr kunni að sjóða segir Geir Jón. „Ef einhverjir fá einhverja útrás í því að lemja mig verður bara að hafa það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×