Innlent

Sjálfsfróun kostaði fjögurra mánaða skilorð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu.

Var honum gefið að sök að hafa í þrígang að næturlagi í október og nóvember í fyrra sært blygðunarsemi konunnar með því að hafa fyrir utan heimili hennar ýmist fróað sér eða sett hendi í klof sitt og stunið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 250 þúsund krónur í bætur vegna atvikanna. Maðurinn játaði brot sit og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×